Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Side 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ilt sé þó að friðlýsa yngri minjar.25 Hlýtur sama að gilda um álagabletti og
aðra staði, sem tengjast siðum og þjóðtrú, og mannvirki og gripi.
Grásteinn var skráður í fornleifaskráningu Þjóðminjasafnsins árið
1983, sjö árum áður en núgildandi þjóðminjalög voru sett, en í samræmi
við þá stefnu fornleifadeildar að reyna eftir megni að skrá staði sem
tengdust þjóðtrú, svo sem álagabletti, álfabyggðir o.þ.h.
„Það má því kannski segja, að fornleifaskráning Þjóðminjasafnsins sé í
reynd tilraun til menningarsögulegrar allsherjarskráningar, byggðri á stað-
bundnum minjum og þjóðsagnaarfi þjóðarinnar."26
Sama stefna réð við setningu nýju þjóðminjalaganna. Liggur íyrir að
fornleifar eru ekki aðeins minjar sem mannaverk eru á, þrátt fyrir áskiln-
að um það í upphafi lagagreinarinnar, heldur einnig staðir sem á einn eða
annan hátt tengjast menningu og atvinnuvegum.
Þessari víðu skilgreiningu hefur verið fylgt við fornleifaskráningu á Is-
landi og í anda hennar hafa t.d. verið skráðir orrustuvellir, sögustaðir og
álagablettir/álfasteinar. Auk Grásteins eru fjórar álfabyggðir skráðar í
Fornleifaskrá Reykjavíkur, álfabyggð við Armúlaskóla (nr. 105), álfhóll
sunnan við fjölbýlishúsið við Vesturberg 2-6 (nr. 129), huldumannasteinar
við Háaleitisbraut 9 (nr. 146) og álfhóll við Breiðagerðisskóla (nr. 148).
Til að mynda var skipulagi breytt vegna álfhólsins við Vesturberg.27
Telst Grásteinn tilfornleifa?
Málið snýst ekki um hvort álfar búi í Grásteini í Grafarholti, heldur
hvort álagatrú á hann eigi rætur sínar að rekja svo langt aftur í tíma að
hann skuli telja með fornleifum í skilningi 16. greinar þjóðminjalaga og
þar með heyra undir þjóðnfinjavörsluna.
Þjóðminjalögin gera ráð fyrir að minjar eldri en 100 ára gamlar skulu
að jafnaði álitnar fornleifar og njóta verndar laganna, en þar segir að
fornleifum megi enginn „spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær,
laga né aflaga né úr stað flytja nema leyfi fornleifanefndar komi til.“28
Þetta á við um allar fornleifar, óháð sérstakri friðlýsingu. A hinn bóginn
njóta ekki yngri minjar þessarar verndar án þess að þær séu sérstaklega
friðlýstar. Þjóðnfinjasafnið ákveður í samráði við fornleifanefnd hvaða
fornleifar skuli friðlýsa.29
Borgarnfinjavörður getur mótað stefnu um varðveislu nfinja um sögu
og þróun borgarinnar, þar sem tekið er tillit til yngri minja en 100 ára.
Verndun þeirra fyrir ágangi eða röskun yrði þó aðeins studd með vísun í
þá stefnu eða hugsanlegar samþykktir borgaryfirvalda, en ekki í 17. grein
þjóðminjalaganna.