Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1M6 CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Home Securities Limited REALTORS & INSURANCE AGENTS Leo E. Johnson, A.I.I.A., Pres. & Mgr. 468 Main Street, Winnipeg — Phone 23 377 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 The Watch Shop Carl K. Thorlakson 699 Sargent Ave. Winnipeg, Man. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 GILLIES FOOD SERVICE CHOICE GROCERIES, FRUITS, MEATS PHONE 30 308 1114 Portage Ave. (at Greenwood Place) Einlæg' bón Dauði minn! hvað dvelur þig? dokaðu ekki lengur, komdu senn að sækja mig — sértu góður drengur. Ungur hræddist eg þinn mátt ógn og skelfing þína, nú hef eg við þig samið sátt og sendi beiðni mína. Engin þó mig þjái kvöl, þá er störfum lokið; iðjuleysið er mitt böl, öll í skjólin fokið. Hendur skjálfa, hugsun dauð, hef ei mátt að skrifa, en hjá mér skrimtir skoðun “rauð” sköpuð til að lifa. Þó eg eygi ekkert land; eftir daginn liðinn, örvænti samt ekki grand, ánægður með friðinn. Ef mín skdðun reynist röng; ráfa eg um með hinum, til að hlýða á sálna söng, sunginn af horfnum vinum. Dauði gamli legg mér lið — læknum öllum meiri, setjir þú á signetið, sækja þarf ei fleiri. * * Láttu enda lífs míns ról, langa styttu daga, gef mér aðeins eitthvert ból úti í grænum haga. Jónas Pálsson ÖLDIN Eftir H. E. Johnson CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Mundy’s Barber Shop G. J. Johnson, proprietor 643 Portage Ave. Winnipeg, Man. Phone 31 131 Þegar núverandi ritstjóri Heimskringlu fór þess fyrst á leit við mig, að skrifa nokkur orð í þetta afmælisblað, kom mér fyrst tig hugar að semja dálitla ritgerð um blaðamensku Jóns Ólafsson- ar. Þótti mér það fyrir margra hluta sakir maklegt og viðeig- andi. Hann var einn af fyrstu ritstjórum blaðsins og, að margra dómi einn af beztu ritstjórum þess. Hæfileikar þessa fjölhæfa manns og ritsnilllings nutu sín hvcrgi betur en í ritstjóra sessi enda tel eg hann með ritslyng- ustu ritstjórum þjóðar vorrar. Hann var að eðlisfari vakningar- maður með brennandi áhuga fyr- ir þeim málefnum, sem hann að- hyltist. Mér dylst ekki að við eigum honum mikið að þakka og áhrifa hans gætti lengur en rit- stjóm hans varaði við Heims- kringlu. , Alls þess vegna hefði eg als- hugar feginn viljað rita nokkuð ítarlega um blaðamensku Jóns, en þegar til kom var enginn kost- ur að afla sér nauðsynlegra upp lýsinga um það atriði á skömm- um tíma. Varð mér því sá kost- urinn vænstur, að takmarka efn- ið við “Öldina“ eina. Þetta tíma- rit var fylgiblað Heimskringlu um nokkur ár. Má óhætt fullyrða að ekkert tímarit væri þá útgefið á íslenzkri tungu, sem merkara mætti kalla fyrir margra hluta sakir. Jón Ólafsson var fyrsti ritstjóri “Aldarinnar”, og stofn- ari og hans stefnu fylgdi hún undir hinni ágætu ritstjórn Eggerts Jóhannssonar, eftir að Jón hvarf frá Heimskringlu. Til þess að öðlast fullkominn skilning á menningarlegri þýð- ingu þessa tímarits þarf maður fyrst og fremst að gera sér grein fyrir andlega ástandinu hérna megin hafsins í þátíðinni. Þeir Islendingar er vestur fluttu voru nálega undantekn- ingarlaust af alþýðustétt, þ. e. a. s. lítt eða ekkert skólagengnir. Latínu-lærðir íslendingar báru þá — og reyndar oftast — litla virðingu fyrir andlegu atgerfi alþýðunnar og löttu verkamenn og bændur frá því, að gefa sig að skáldskap og skriffinsku. — Kváðu slíkt ekki við ólærðra hæfi. Alment létu menn sér segjast við þessar fortölur og töldu sér sæmra og nauðsyn- H HAGBORG FUEL CO. ★ H * 1 Dial 21 331 no.^Í) 21 331 næstum því algerlega bundinn en ýrkja í hendingum. Á síð- ustu áratugum nítjándu aldar innar kom naumast nokkurt hljóð frá íslenzkum alþýðu- manni svo það næði eyrum þjóð- arinnar Það lifnaði heldur yfir íslend- ingum við vesturförina. Nú voru þeir slopnir undan konungs stjóm og kirkjuaga að mestu. Þeir voru frjálsir menn í frjálsu landi; en hvað áttu þeir með frelsið að gera mættu þeir ekki láta skoðanir sínar óhikað ljósi? Uppveðrungs gljáinn þurk- aðist brátt af Latínuskóla lær dómshrokanum í Vesturheimi. Landneminn skynjaði furðu fljótt, að skólamentunin heima væri furðulega einhæf og lítt til liðveizlu í hinum nýja heimi. Lærdómur íslendinga var þó við hið umliðna. Mentamenn- irnir kunnu graut í latínu og lítið eitt í grísku en rituðu ís- lenzkuna stirðlega yfirleitt. Þeir gátu greint frá ártölum í annála ritum fornaldar en kunnu lítil skil á lífssveiflum sinnar sam- tíðar. Þeir kunnu heilar drauga- sögur utanbókar, íslenzkar eða hebreskar, en voru sem böm i náttúmvísindunum. Þeir ortu legra að aka skarni á töðuvelli ^tanglokukvæíi um fomkappana en þeim sast yfir lifsmerkm a landnámsöldinni nýju, bseði hérna og heima. Landnámið héma vakti menn til umhugsunar um marga hluti og viðtengingin við nýja þjóð- menningu örfaði þá til andlegra átaka. Þeir tóku að yrkja ljóð, semja sögur og gagnrýna við- teknar og vanbundnar skoðanir. 1 þessu andlega andrúmslofti fæddist tímaritið öldin og lét brátt til sín taka um öll þessi mál. Hún gaf alþýðumanninum tækifæri til að koma fram a sjónarsviðið og hún fræddi hann jafnframt til að mæla af viti um marga hluti. Jón Ólafsson uppgötvaði ís- lenzku alþýðuskáldin hér vestra og í Öldinni komu þeir fyrst fram á sjónarsviðið: Stephan G., CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 from Oxford Hotel “Meeting Place for Icelanders in Winnipeg” ★ VICTORIA HOTEL LTD. Joseph Stepnuk, Pres. S. M. HENDRICKS, Manager HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Halldór Sigurðsson CONTRACTOR & BUILDER 594 Alverstone St. Winnipeg, Man. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 O. K. Hanson & Co..Ltd. PLUMBING & HEATING 163 Sherbrook St. Winnipeg, Man. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 PertKs ★ Cleaners ★ Launderers ★ Furriers WINNIPEG CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Canada Bread Company Ltd. Winnipeg ★ Phone 37144 Frank Hannibal, Mgr. Alsip BricK Tile & CO. LTD. Lumber 537 PORTAGE AVE. WINNIPEG • • EVERYTHING FOR YOUR BUILDING • Phone 37 164

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.