Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 28

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 28
« 28. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 D. J. LINDAL FORD DEALER LUNDAR :: MANITOBA CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Oddur Olafson RIVERTON, MAN. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Riverton Co-op. Creamery Ass’n Limited Julius Maass, Manager RIVERTON, MAN. Túiöeseo sextuag'asr Túðesen með tannir hvassar, tíðum sér á blöðin hlassar. Alstaðar hann alveg passar, engar brýtur reglur. Skáldgáfan ei skorin er við neglur. Ef hann beitir gráum glettum, gneistar þjóta úr orðum settum. Þeir, sem flækjast fyrir skvettum, fala tæpast meira. Finst þeir hafi fengið nóg að heyra. Ekki skortir skarpa drætti, skopmyndir og dýra hætti, leiftrin kvika í hverjum þætti, kollur hans er góður, þar hefir skapast margur merkur óður. Hugdettur í háðsins myndum, hoppa og dansa á vorum syndum. Næstum verðum við að kindum, viljum fara að jarma. Þá hefir skopið skafið efstu barma. Hugkvæmnina hefir næga, hann á marga setning fræga. Marga dæmdi dóma væga — drjúgur hjartans auður, hann er líka allur orðinn “rauður”. Marga langa stund mér stytti, er stórfeld lömun skrokk minn hitti, og ekki í neina gleði glitti, geisla mér hann sendi. t>eir voru hlýjir, þar fanst vinarhendi. Sextíu ára, sittu glaður, sæll og heill og marg blessaður. Fyrirgefðu þetta þvaður, þörf er ei að hlusta. Láttu stöku, leir minn af þér dusta. Jónas Pálsson UM KYRRAHAFSFERÐ HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 UJindatt Coal Company Limited 307 SMITH STREET PHONE 97 404 JÓN ÓLAFSON, umboðsmaður Ste. 23 Lindal Apts. Sími 37 340 Frh. frá 25. bls. Vigdís Finnbogadóttir). Er hún einskonar skjalavörður í ríkis- þinghúsinu. Hefir yfirumsjón þar yfir forngripasafni og þjóð- minjasafni ríkisins og semur bæklinga um hvað eina og gefur út. Er þarna önnur íslenzk merk- iskona, sem fyrir ágæta hæfi- leika og starfsþol hefir áunnið sér mikið álit og verið kjörin til ýmiskonar ábyrgðarstarfsemi í ríkinu. Sýndi hún okkur safn sitt og bæklinga og tók okkur að lokum til stjórnarformannsins, sem rétti okkur að skilnaði heimsboðsskírteini á afmæli rík- isins, sem haldast á á næsta ári. Voru þetta okkar fyrstu kynni af Salt Lake City og rættist þar nokkurveginn spádómur vísunn- ar, sem ort var á innreið í borg- ina. “Hér í þessum djúpa dal með dásemd alt í kring um, fjiallaborgin fagna skal frægum Islendingum.” — En prófessor Beamson var ekki af baki dott- inn. Vitum við ekki fyr til en hann er búinn að síma systur sinni í Spanish Fork, og segir henni að taka á móti okkur næsta dag. Urðum við þessu auð- vitað ialls hugar fegin að eiga von á því að mæta þar mörgum fs- lendingum; því prófessorinn gerði ráðstafanir fyrir því að sem flestir þeirra gæti mætt okk- ur á heimili systur sinnar. Urð- um við ekki fyrir neinum von- brigðum þar; því í Spanish Fork var okkur tekið með reglulegri íslenzkri gestrisni, og margt var þar samankomið af íslenzku fólki og íslenzka töluð af sumum þeirra. Virtist alt þetta fólk á- nægt yfir þvi að rekja kyn sitt til fslendinga og áþreifanlegt merki þess má sjá í minnisvarða landnemanna íslenzku, sem þar stendur með áletruðum nöfnum þeirra er fyrstir fluttu til Utah. Er það viti, mjög prýðilegur og hefir verið settur þar meðfram þjóðveginum eins og til þess að lýsa þeim, sem um veginn fara. Er þetta einn þáttur í þjóðrækn- isviðleitni þessa fólks, sem hefir barist þama góðri baráttu fyrir henni í 90 ár. Og þó íslenzk tunga sé þar ekki lengur áber- andi þá lifir enn hjá því mikill metnaður gagnvart öllu sem við- kemur sögu íslenzkra landnema og yfirleitt öllum íslenzkum minjum og minningum. Bóka- safn er þar enn og að einhverju leiti notað af þeim elztu. Fólkið var frjálslegt og glatt og unga kynslóðin, sem við mættum, var mjög myndarleg: afkomendur ís- lendinga og Svía, sem þar hafa einnig lengi búið. Hafa margir þeirra orðið mikilhæfir menn og komst í ýmsar virðingarstöður í ríkinu og einnig á vegum lista og bókmenta og hvarvetna getið sér góðan orðstír. Þriggja daga dvöl í Salt Lake City og Spanish Fork gefur manni naumast tíma til að rann- saka annað en yfirborð þess, sem þar er vert að kynnast og þessi fjallaborg hefir eitthvað það við sig, sem ekki er auðvelt að lýsa í stuttu máli. Borgin stendur í miðju hins frjósama vesturlands og geymir í sér 62 minnisvarða og skemtigarða svo hún hefir hlotið auknefnið “Center of Scenic America”. Háskólabygg- ingar standa í hárri brekku ofan við borgina og þaðan gefst hin fegursta útsýn yfir borgina og umhverfið. Sömuleiðis stendur þinghúsið á annari hæð utarlega í borginni. Mormona Temple er þar afar skrautleg og með mörg- um turnum, þar sem ljós brenna allar nætur. En inn í bana fá engir óverðugir að koma. í Mor- mona kirkjuna komum við og er hún afar stór og vönduð: er svo hljóðbært þar inni að nagli, sem fellur úr tveggja feta hæð í gólf- ið heyrist frá einum enda til ann- ars. Hvolfþak er yfir henni svo að utan lítur hún út líkt og hey- hlaða. En nú er ekki til setu boðið. Áfram höldum við í góðu veðri norður til Idaho á Lincoln þjóð- veginum sem liggur til norðvest- urs alla leið til Portland, Oregon, og er þar víða yfir fjöll að fara á þeirri leið. En til Portland kom- um við á þriðja degi og að kvöldi þess dags til Seattle, þar sem við áttum góðum viðtökum að fagna hjá Jóni Árnasyni lækni og fom- vini frá skólaárunum. Er hann einn af þeim efnalausu innflytj- endum, sem til Vesturheims komu á fyrsta tug aldarinnar, en hefir nú með þeim dugmaði og hæfileikum, sem með honum bjó, orðið einn af beztu læknum borg- arinnar. En þrátt fyrir yfir- gripsmikið starf í hérlendu þjóð- félagi hefir hann ekki glatað neinu af því, sem hann flutti með sér af andlegum verðmæt- um ungur að heiman og mun leitun á manni hér vestra, sem kann betur að rita íslenzka tungu en hann gerir. En nú verður fljótt yfir sögu að fara, því ekki er nú nema um stutta blaðagrein að ræða. í Vancouver, B. C. höfðum við vikudvöl og áttum afar gott hjá Islendingum sem þar búa og eru að verða fjölmennir nú á síðustu árum því innflutningar þangað hafa aukist stórum og Vancouver er nú þriðja stærsta borgin í Canada og hefir öll skilyrði til að verða sú stærsta þegar tímar líða. Afkoma íslenzks fólks þar er góð og allir eru þeir vel á- nægðir með kjör sín og bústað enda flestir búnir að reyna nóg af kuldanum á íslandi og í Mani- toba en í Vancouver er jörðin græn allan veturinn eins og kunnugt er. Eins og gefur að skilja er ein vika ónóg til að kynnast nokkuð verulega borg eins og Vancouver; en tími gafst þó til að ferðast um háskólagarð- inn og Stanley Park, sem var mjög ánægjulegt ferðalag. En aðal ánægjan var þó að heim- sækja landa okkar, sem allir tóku okkur tveim höndum. — Dvöldum við hjá Mr. og Mrs. Snæbjörn Polson, sem voru ávalt reiðubúin að leiðbeina okkur og erum við þeim sérstaklega þakk- lát fyrir góðar viðtökur. TIL HEIMSKRINGLU SEXTÍU Á R A Þú varst brautryðjandi landnáms Islendinga, þá hefir verið útvörður þeirra menningarmála í sextíu ár. — Þú hefir stundum átt við erfiðan kost að búa, — en þrátt fyrir það hefir þú “gengið til góðs, götuna fram eftir veg”. The Jack St. John Ðrug Store 894 SARGENT AVE., at LIPTON ST. WINNIPEG CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Compliments of the Home of the Bread that made MOTHER QUIT BAKING LUNDAR BAKERY A. V. Olson, Proprietor LUNDAR ;: MANITOBA CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Lundar Hotel (Under New Management) LUNDAR — MANITOBA C. Delmage, proprietor CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1046 B. and B. flleat ITIarket C. Björnsson LUNDAR :: MANITOBA CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Riverton Hotel Jolin Lupyrypa, Prop. RIVERTON, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.