Heimskringla - 25.09.1946, Side 19
WINNIPEG, 25. SJEPT. 1946
HEIMSKRINGLA
19. SÍÐA
TóNLISTAFRÆÐINGUR
Ólafur Thorsteinsson
‘Það er svo margt ef að er gáð
sem um er vert að ræða.”
Norður á bökkum Winnipeg-
vatns, þar sem nefnt er Húsavík,
á sér bústað, yfirlætislaus, og út
á við lítt þektur Islendingur,
sem gengið hefir sína eigin götu
til frægðar og frama, um mörg
undanfarin ár. Fyrir honum hafa
ekki básúnur verið blásnar né
bumbur slegnar, hvorki á gatna-
mótum né í gleðisölum, enda er
hann enginn auglýsinga-maður,
og myndi hann sízt óska þess að
þannig yrði með sig farið, væri
hann um það spurður.
Hér á eg við Ólaf Thorsteins-
son tónlistarfræðing og kenn-
ara. Því miður get eg ekki gefið
hér neina fullkomna lýsingu af
þessum manni, því hann verst
allra frétta um sjálfan sig þegar
við hann er rætt, svo þar er enga
úrlausn að finna viðvíkjandi
starfi hans eða lífsferli.
Eg tók því það ráðið að fara
til manns sem hafði þekt hann
frá því að hann var mjög ungur,
og árangurinn af þessari heim-
sókn varð sá, að eg fræddist
ofurlítið um þennan mann sem
mig hafði svo lengi langað til að
koma á “prent”. Og hér er sag-
an:
“Ólafur er fæddur í Fjarðar-
koti í Mjóafirði, þann 11. maí
1884. Foreldrar hans voru Þor-j
steinn Jónsson og Ingibjörg Ein-
arsdóttir. Fluttu þau til Ame-
ríku árið 1886 og settust að á
svo kölluðum Sandhæðum í
Norður Dakota. Þaðan fluttu,
þau til Nýja Islands árið 1889
og tóku sér bólfestu þar sem
Ólafur enn á heima.
Þegar Ólafur var á tólfta ári
var honum gefin fiðla. Tilsögn í
fiðluspili fékk hann hjá Thor-
steini Johnston, sem lengi var,
kennari í Winnipeg, og sömu-,
leiðis hjá Geo. Rutherford, sem
einnig var kennari í Winnipeg.
Kennari hans í píanóspili og
“Theory” var Jónas Pálsson, og
sagði Ólafur mér svo frá “að
hann hafi verið sá bezti kennari
sem hann hafi nokkurn tíma
þekt”.
Síðan árið 1923 hefir hann haft
aðal kenslustofu á Gimli, og
þangað hafa prófdómarar komið
á hverju ári frá Toronto Con-
servatory of Music, til að yfir-
heyra nemenduma.
Á þessu tímabili hefir hann
komið í gegn um mismunandi
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
★
'iáoná
312 Ross Avenue — Winnipeg, Man.
Manufacturers of
— SPORTSWEAR
próf, fiðlu, píanó og theory, ná-
lægt þrjú hundruð nemendum,i
og hefir enginn af nemendum'
hans fallið við próf.
í hjáverkum hefir hann smíð-
að 19 fiðlur sem hafa reynst vel,
og er það haft eftir fiðlu próf-
dómendum frá Toronto Con-
servatory of Music, að hann sé
ef til vill bezti fiðlusmiður í
Vestur Canada”.
“Hér endar sagan,” sagði
gamli maðurinn, “og láttu Ólaf
aldrei vita hver sagði þér hana.
Hann er vinur minn og hefir
trúað mér fyrir hinu og öðru
smávegis. Þetta stutta ágrip ætti
ekki að gera honum neitt mein,
þó það sé birt á prenti, — og
þakka þér fyrir komuna”.
Eg stóð hugsi stundarkorn. —
Hurð var hnigin að klofa. —
Gamli maðurinn hafði endað
sögu sína — og á kurteisan hátt
gefið mér til kynna að frá hon-
um væri ekki neins meira að
vænta. — Hingað og ekki lengra.
—- Eg gekk áleiðis til járnbraut-
arstöðvarinnar, og raulaði óaf-
vitandi: “Það er svo margt ef að
er gáð”. Samferðamaður
FRÁ VANCOUVER
« Tilkynning
Mér er ljúft að tilkynna að a
þessu sumri, hefir elliheimilis
nefndinni hér í Vancouver, tek
ist að komast að samningum við
Betel nefndina og lútersku syn-
óduna um peningalán, sem er
óvenjulega sanngjarnt, og greið-
ir svo veg fyrir okkur, sem að
þessu máli hér starfa að nú sýnist
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur. töskur, húsgögn,
pianós og kœliskápa
önnumst allan umbúnað á smá-
sendingum, ef óskað er.
Allur flutningur ábyrgðstur.
Eric Erickson Herb Jamieson
Sími 92 604 159 Portage Ave. E.
mögulegt að koma heimilinu á
laggirnar. Eg vil hér með votta
persónulega og fyrir hönd nefnd-
arinnar, innilegt þakklæti fyrir
drengilega hjálpsemi og vinar-
þel, sem Betel nefndin hefir frá
byrjun auðsýnt okkur. Og er
með þessari hjálp frá Betel, stig-
ið það spor, sem hefir komið að,
fullri samúð og samvinnu allra
sem alvarlega veita þessu máli
stuðning. “En langt er enn til
lands”i
Nú er brýn nauðsyn að hver
einasti vinur þessa fyrirtækis,
sendi sem allra fyrst þá hjálp
sem honum eða henni er mögu-
leg, því nefndin er að hugsa um
kaup á heimili á næstunni, ef
inntektir leyfa. Hjálpið nú!
Peningar sendist til féhirðis,
Dr. P. B. Guttormson, 1457 West
26th, Vancouver, B. C., og verð-
ur kvittað fyrir.
Mér skilst að gjafir til svona
fyrirtækis megi dragast frá
“Federal Income Tax. Nefndin
horfist í augu við brýna nauð-
syn á heimili hér, og starfar af
öllum mætti, er vonandi að und-
irtektir almennings, gefi okkur
möguleika til framkvæmdar.
Vinsamlegast,
G. F. Gíslason,
Forseti nefndarinnar
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
The Icelandic Canadian
WINNIPEG — MANITOBA
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
Bjornsson’s Book Store
702 SARGENT AVE.
WINNIPEG — MANITOBA
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
Dr. G. G. Thorgrimsen
404—406 Security Building
GRAND FORKS, N. D.
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
$. í. Johnson, plumber
641 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN.
Telephone 22 191
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
The Dnivcrsity of Xnrth Dakota
GRAND FORKS, NORTH DAKOTA
'
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
JO-AI IÍHAITY SHOPPE
693 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN.
Sími 80 859
CONGRATULATIONS to HEEMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
M. Thordarson
Box 657
BLAINE, WASH.
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
John S. Laxdal
BLAINE, WASH., U. S. A.
HEILLAóSKIR til HEIMSRRINGLU
á sextiu ára afmæli hennar
25. september 1946
Þökk fyrir að hafa heimsótt mitt heimili þessi 60 ár.
John Veum
BLAINE, WASH., U. S. A.
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
E. G. Thomsen
Box 612
BLAINE, WASH.