Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 27

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 27
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEIMSKRINGLA 27. SÍÐA / FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Sækið messur Sambandssafn- aðar í Winnipeg kl. 11 f. h. á ensku og kl. 7 e. h. á íslenzku. Sunnudagaskólinn kemur saman kl. 12.30. Tímabær og viðeig- andi umræðuefni. Góður söng- ur. Allir eru ætíð velkomnir. * * # Messa í Riverton Messað verður í Sambands- kirkjunni í Riverton ,sunnudag- inn 29. sept. kl. 2 e. h. Skírnarathöfn Við morgunguðsþjónustuna Sambandskirkjunni sunnud. 22 sept. skírði séra Philip M. Pét- ursson, Burton Blain, son Sigur- steins og Lillian May Dobley Thorsteinson, sem eiga heima i Fort Whyte, Man. * * * Miss Margaret Veum frá Vap- couver, B. C., dóttir Mr. og Mrs. John Veum, í Blaine, Wash., var hér á ferð í heimsókn til vina og kunningja. •k -k w Gifting Gefin voru saman í hjónaband, s. 1. laugardag, 21. sept., Horace Randolph Nicholson og Pearl Látið kassa í Kæliskápinn WytfolA Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nets og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 2—5 e. h. nema laugardögum Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Áreiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Dixon. Séra Philip M. Péturs- son gifti. Athöfnin fór fram að 800 Alverstone St., heimili Mr. og Mrs. H Chappell. * * * Mr. Guðmundur Anderson, er um langt skeið bjó hér í borg, en á nú heima í Vancouver, var hér á ferð. Kom hann sunnan frá Crystal City, en þar á sonur hans heima. Mr. Anderson dvaldi hér aðeins stutt; sagði hann alt hið bezta af líðan sinni, og síns fólks þar vestra. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. Árni Jóhannsson, er lengi hafa búið við Hallson, N. D., komu hingað til borgar- innar í síðastl. viku, og búast við að dvelja hér hjá vinum óg kunningjum um nokkurn tíma. Einnig búast þau við að fara norður itl Riverton í heimsókn. * * * Gjafir tii Sumarheimilis ísl. barna, að Hnausa, Man.: Mrs. Þóranna Einarsson, Ashern, Man. -----------$1.00 Gefið í Blómasjóð af Mrs. Rósu Björnsson og Jóni Magnússyni, Winnipeg, í minningu um ást- kæra móður og eiginkonu, Þor- gerði Eysteinsdóttur Magnús- son, $5.00. Með kæru þakklæti, Sigurrós Vídal * * * Samkoma Jóns Sigurðssonar félagsins í Fyrstu lút. kirkjunni síðastl. Föstudagskveld, var fjölsótt, og fór hið bezta fram I undir lipurri stjórn Mrs. Benson, forseta félagsins. Skemtiskráin var ekki löng, | en svo virtist í garð búið, að þar væri valinn maður í hverju rúmi, [ hvað meðferð á skemtiskrár-at- riðunum snerti. Hjálmar dómari Bergman kynti ræðumann kvöldsins, Dr. ! H. W. Trueman, forseta Mani- I toba-háskólans. Mun það mála sannast, að þátttaka Bergmans dómara íhvaða mannfagnaði sem er, setji á hann eiiístæðan og virðulegan blæ — og svo var einnig að þessu sinni. Erindi Dr. Truemans var ekki langt, og nokkuð á víð og dreif, þótt það væri helgað “music”, og fjallaði um það efni, en það var með afbrigðum alþýðlegt og yfirlætislaust, sem og öll fram- koma þessa fjölhæfa menta- manns. Þá skemti kven-fiðluleikara- flokkur, undir stjórn Bernice King, tvisvar um kvöldið, og tókst hið bezta. Mrs. Pearl Johnson söng og nokkur einsöngslög við mikla hrifningu áheyrenda, með aðdá- anlega fögru og samúlðarríku undirspili Miss Snjólaugar Sig- urðson. Óhjákvæmilega mun þó hinn afbrigða listræni og þróttmikli píanóleikur Miss Agnesar Sig- urðsson, hafa varpað einna mest- um töfrablæ á samkomuna. Er það að líkindum aðeins á valdi “music”-mentaðs fólks að dæma, hversu miklum þroska Miss Sig- urðson hefir náð við framhalds- nám sitt nú þegar. Hitt mun víst, að aldrei frá fyrstu tíð, og þá ekki hvað sízt nú, ' hefir nokkrum getað dulist, sem á hana hefir hlustað, hversu ósöng fióður og óhrifnæmur sem hann væri, hverjum snillings-hæfi- leikum hún býr yfir. Jóns Sig- urðssonar félagið á miklar þakk- ir skilið fyrir að gefa almenn- ingi kost á að hlusta á alt, sem fram fór þetta kvöld. ★ ★ ★ Laugardagsskólinn Allir foreldrar og aðstandend- ur barna, sem leggja vilja rækt við tungu feðra sinna, eru hér með mintir á að Laugardagsskóli Þjóðræknisfél. verður starfrækt- ur í ár eins og að undanförnu, og að kenslan hefst að forfallalausu í samkomusal Sambandskirkj- unnar á Banning St., á laugar- daginn 5. okt. kl. 10 f. h. Annual Tea Jón Sigurdson félagið heldur sína árlegu sölu, (Silver Tea and Sale of Home Cooking) í T. Eat- on Assembly Hall, laugardaginn 5. okt. frá kl. 2.30 til 5 e. h. — Einnig verður sala á ýmsum munum (Novelty Table), svo sem svuntum, smádúkum, o. s. frv. — Munið eftir stað og tíma. Gefið í ‘Save the Children Fund’ Kvenfélagið “Undina”, Hecla, Man._________$15.00 Hólmfríður Danielson ★ * * Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 29. sept.: Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson Ullar Vetlingar og Sokkar Vér viljum kaupa mikið upplag af þessum vörum, og það sem fyrst, til notkunar fyrir fiskimenn. — Þessir hlutir verða að vera fyrsta flokks vara, bæði að frágangi og efni. — Skrifið oss og segið hve mikið upplag þér hafið, og hvað verðið er. — Ef verðið er sangjarnt sendum vér yður pöntun strax, og verður borgun send til yðar sama dag og vér meðtökum vörurnar. ÞESSAR VÖRUR KAUPUM VÉR ALT ÁRIÐ I KRING PARK'HANNESSON, LTD* 55 Arthur Street Sími 21 844 Winnipeg, Manitoba CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Annivevsary September 25th 1946 ★ H. B. Scott Bakery 653 6ARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. mmmssrn tom fýanet&ilon to jenelation |M 1 El 91 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmjmmM wmmmmmmmmm S Landsbanki Islands The National Bank of Iceland REYKJAVÍK ICELAND Stofnaður 1885. — Þjóðbanki íslands síðan 1927 Hefir einkarétt til seðlaútgáfu og annast önnur opinber bankastörf. Rekur auk þess hvers konar bankaviðskifti. Utibú á eftirtöldum stöðum: Akureyri - Isafirði - Eskifirði - Selfossi Aðalviðskiftabankar í New York: Federal Reserve Bank of New York . The National City Bank of New York Manufacturers Trust Company i * Viðskiftabanki í Canada: Barclays Bank (Canada), Montreal. \ /A\VÍV«'»V' i>"i *v/ IWIV/ *■>"/ hvi kv't t £ f;

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.