Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEIMSKRINGLA S.SIÐA Kristinn Stefánsson og fleiri. Eg man það en hvað hugfangnir við unglingarnir lásum kvæði Steph- ans heima á Islandi í Öldinni, hvernig hún gekk bæ frá bæ milli þeirra, sem áhuga höfðu fyrir fögrum bókmentum. 1 fá- sinnis-drunganum var hún ,okk- ur sem vekjandi lúðurhljómur, sem boðaði til framsóknar með lífsins töfrandi hergöngulagi. Hver var hann annars þessi Stephan G. Stephansson, þessi rammi íslendingur með útlend- ingslega nafnið, þessi snillingur sem lék jafn frábærilega á ótal strengi. Við ályktuðum að hann myndi vera tröllaukinn að vexti og öðrum mönnum fegri en eiga sér bústað í krystals kastala, í gulleplagarði einhverstaðar vest- ur í Vínlandinu fagra. Það datt alveg ofanyfir okkur þegar Jón Ólafsson uppfræddi okkur á því, að hann hefði verið smaladreng- ur eins og við og stundaði nú bú- skap sinn eins og afdalakarlam- ir heima, að hann ætti heima í fátækri nýlendu vestur við Klettafjöll. Það er langtum eðli- legra fyrir unglinga á fermingar aldri, að lifa í heimi hugdraum- anna en hins kaldhæðna virki- leika. Hvað um það, Jón Ólafsson gaf okkur Stephan Klettafjallaskáld- ið og fyrir það á hann eilífar þakkir skilið. Eg er hálf hrædd- ur um að það hefði getað orðið nokkur bið á því, að okkur hefði gefist kostur á að kynnast skáld- inu ef við hefðum orðið að bíða eftir því, að hinir latínulærðu leiddu hann útá sjónarsviðið. Einn vestur-heimskur prestur sagði eitt sinn við mig: “Stephan G. er bara yfirborðsmaður og næsta þunnur”. Við getum nú hlegið að svona heimsku, en við getum hlegið af því við vitum betur, af því skáldinu var ekki meinað máls og af því hann átti góðan málsvara í Jóni Ólafssyni, sem kendi okkur að meta skáldið. Lærðy mennimir á Fróni, voru nærri því búnir að hæða Jón Trausta í hel og ef Jóns Ólafs- sonar hefði ekki notið Við hefði þeim kanske tekist að þagga niður í Stephani. Enginn maður hér vestra hefir lagt sig svo fram um að gefa ungum skáldum og óreyndum tækifæri til að æfa list sína sem Jón Ólafs- son bæði í Heimskringlu og þó einkum í Öldinni. Heimskringla fylgdi líka þeirri venju lengi en of mikið má þó af öllu gera og gæta verður þess, lesaranna vegna, að ofþyngja ekki blöðin með lélegum skálcfskap. Mikið hvílir hér á herðum ritstjóranna, en ef smekkur þeirra er ábyggi- legur og fordómslaus geta blöð- in unnið mikið gagn einmitt með því að leiða unga en efnilega höfunda fram á ritvöllinn. Stephan G. var engan veginn sá eini hér vestra, sem naut góðs jaf drenglyndi og bókmentaviti Jóns Ólafssonar. Hin minni skáld vor hafa tíðum fölnað í frægðarljóma stórskáldsins en alþýðuskáld vor þola fullkom- lega samanburð við heimalning- ana þótt Stephani sé slept, en hann skipar bekk með höfuð- skáldunum bæði hér og heima. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Arni Helgason Ræðismaður lslands CHICAGO ILLINOIS Svo getið sé aðeins fárra má, til dæmis, nefna Kristinn Stefáns- son, Þorskabít, K. N. og marga, marga fleiri. Var það hinn mesti skaði að maður með jafn næman listasmekk og jafn laus við for- dild og hlutdrægni sem Jón | Ólafsson, gat ekki gefið sig við \ því í tíma að safna vestur-ís- lenzkum alþýðu kveðskap og rit- gerðum í heildarsafn. Það myndi J óhætt sýna sig að hér hafa búið ; hugsandi menn, sem gjaman . höfðu getu til að klæða hugsanir sínar í viðeigandi búning. Þetta var þó aðeins ein hliðin á blaðamenskustarfi Jóns Ólafs- sonar. ^ Frjálsræði í hugsun, lífsskoð- unum og trúmálum voru hugð- arefni hans — að minsta kosti meðan hann dvaldi hér vestra. Hann var ákveðinn únítari og hélt þeim skoðunum fram með djörfung og festu. Má óhætt telja hann einn af atkvæðamestu. brautryðjendum þeirrar hreyf- ingar meðal Islendinga. Hann var aldrei trauður að taka mál- stað þeirra, sem almenningur fordæmdi og misskildi. Má til sanninda nefna hina vönduðu ræðu únítara prestsins M. J. Savage um Robert Ingersoll, sem Jón þýddi í Öldinni. Þekki eg enga ritgerð, sem leggur sann- gjamar mat á Ingersoll en þessa. Jón Ólafsson skildi langt um betur en við, að únítarisminn á fótfestu sína í fræðimenskunni, í vísindunum. Nú er okkur að verða bölvanlega við fræði- mensku talsvert alment og hróp- um i andvana ákafa: “að hennar sé ekki framar þörf”. En seg mér ef únítarisminn á að verða að “dogmu”, í hverju er hann þá öðmm trúarbrögðum frábrugð- inn; hvað, hefir hann þá framar sér til ágætis sem trúarskoðun verðandans? Ef hann hræðist hiklausa rannsókn um stjóm- mál, náttúruvísindi, biblíu krit- ik, samanburðar-trúfræði, sögu þjóðanna og breyti-þróunina á öllum mannlífs vettvangum á •hann ekkert erindi framar til þeirra sem leita að nýjum og greiðari leiðum upp í “guðsrík- ið”. Jón Ólafsson lét sér einkar ant um að fræða íslenzkan almenn- ing um viðleitni og niðurstöður vísindanna. Hann ritaði langa, ítarlega en þó alþýðulega rit- gerð um breytiþróunar-lögmálið. 4 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 I Salome Halldorson TRANSCONA, MAN. MESSUR og EUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi Enski söngflokkurinn -. hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. Eftir að Eggert Jóhannsson tók við tímaritinu fylgdi hann dyggilega stefnu fyrirrennara síns. Hver fræðiritgerðin kom annari betri. Jón Ólafsson hélt áfram að rita um breytiþróun líftegundanna. Þýdd var ritgerð eftir Herbert Spencer um líkams- bygginguna og dr. Bertel Högni Gunnlaugsson reit, af mikilli fræðimensku, um Indland hið forna. Ritgerðir birtust um “Vöggu mannkynsins í Mexikó, um nútíðar skáldsögur á lslandi eftir Carl Kuchler, um Buddhis- man í Japan eftir Kishimoto, landeignarrétt eftir Thomas Huxley og margar fleiri jafn fróðlegar greinar. Svo lífguðu ágætar sögur, eft- ir bæði útlenda og vestur-ís- lenzka höfunda upp lesmálið. — Hin ágæta saga herlæknisins eft- ri Zacharias Topelius, höfuð- skáld Finna í snildar þýðingu Matthíasar Jochumssonar birtist í öldinni. 1 einu orði sagt Öldin var fyr- irmyndar tímarit, svo trauðla hefir annað betra birst á. ís- lenzku. Það var vel og fjörlega skrifað, yfirleitt. Það flutti marg- þættan fróðleik. Það var í orðs- ins fylstu meiningu frjálslegt en hófstilt samt. Það gerði alt í senn: að fræða, skemta og hvetja vort fólk til mannskaps og dáða. Við skuldum minningu Jóns Ólafsson og Eggerts Jóhannsson- ar miklar þakkir fyrir öldina. CONGRATUEATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 ^tylc/hop TWO STORES tZ 269 PORTAGE AVENUE PORTAGE AT THE MALL . Phone 93 700 Phone 37 444 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Randver Sigurðsson GENERAL CONTRACTOR 894 Banning St. Winnipeg, Man. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 ***** Metrapolitcin Theatre A FAMOUS PLAYERS THEATRE EDDIE NEWMAN, Manager HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Hannes J. Lindal 103 Grain Exchange Winnipeg HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Arni Sigurdsson Seven Sbters Falls, Manitoba HEILLAÓSKIR til HEIMSRRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Jón Ólafsson Málmfræðingur Phone 95 108 Optical 95 650 MITCHELL-COPP LTD. DIAMOND MERCHANTS JEWELLERS - OPTICIANS Portage at Hargrave Winnipeg, Man. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 VINUR FRA PINE FALLS, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.