Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 23

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 23
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEIMSKRINGLA 23. SIÐA farandi kvæði bregður upp átak- anlegri mynd af íslenzka úti- legumanninum vestan hafs: Eg er þreyttur af angist Eg er þreyttur af angist, hér eld- ist mín sál, svo aflvana berst eg með straum; hér sloknar og eyðist alt æsk- unnar bál við unaðsemd trylta og glaum. Eg er þreyttur og leiður við götur og grjót og glymjandi stórborgar tál, og þessa, svo stefnulaust streym- andi, sjót, sem starir og glápir á prjál. Nei, burtu með hégóma, hræsni og tál og hjarta svo svikult og kalt; eg vil leita og finna eina einustu sál, sem ann mér og þekkir mitt alt. í>etta eru aðeins inngangser- indin að þessu gullfagra kvæði, mörg önnur eru jafnfögur, til dæmis: Nú er heima haust og kuldi, heiðló flúin burtu er, og þó finst mér ísland aldrei eiga haust í brjósti mér. P. S. Pálsson FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI UNRRA kaupir 2500 íslenzka hesta iLandibúnaðarráðuneytið til- kynti í gærkvöldi, að endanlegir samningar við UNRRA, um kaup á 2500 hestum til Póllands, hefðu tekist. Hefir verið ákveðið að UNRRA gefi 652 krónur fyrir hestinn. Fyrsta sending þeirra fer héðan í næsta mánuði. Hrossin skulu vera á aldrinum 3 til 8 vetra. Minst helmingur þeirra skal vera hryssur og þre- vetringar. Þau megi ekki vera undir 358 cm. bandmál. Það verð er UNRRA greiðir fyrir hestinn er að meðaltali 25 sterlingspund, eða 652 krónur og miðast það við frítt um borð. — Márkaðir hefjaslt um miðja næstu viku. í>ó kunna þeir að dragast í Skagafirði og í Austur- Húnavatnssýslu fram til 20. sept Þeir bændur er lofuðu hestum til útflutnings í sumar eiga að ganga fyrir. Að lokum taldi ráðuneytið, að nauðsynlegt væri fyrir bændur að hefjast nú þegar handa um undirbúning, svo sem að járna hesta og laga hófa. Skip það er sækir hestana mun um það bil að leggja úr höfn. Það mun verða allsltórt. Það er væntanlegt hingað um miðjan sept. n. k.—Mbl. 30. ág. BRÉF TIL HKR. Blaine, 19. sept. 1946 Hr. ritstj. Hkr. og útgefendur: Hér með sendi eg $5.00, sem á að vera eins og vinargjöf til Heimskringlu og það meinar gott samlíf eða samkomulag á milli okkar. Já, eg óska blaðinu allra heilla á 60 ára afmæli þess. Eg er búinn að kaupa Heims- HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Uiest €nd food fllarket 680 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN. S. Jakobson HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 ★ Johann K. Johnson HECLA. MAN. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 ■ \ * G. Tomasson HECLA, MAN. Síðasta ár lofuðum vér öllum þeim, er urðu að vera án síma sökum stríðsins, að úr því skyldi verða bætt eins fljótt og efni, partar og menn væru fáanlegir. Og enn eru erfiðleikar, sökum skorts á símastaurum, vír og áhöldum, sem aðeins gerir mögulegt að annast lítinn hluta þeirra pantana er fyrir liggja. En loforð okkar stendur! - Undir eins og eitthvað greiðist úr og efni er fá- anlegt, skulum við hafa flSSgfe, yRiÉ síma fyrir YÐUR. mí * kringlu í kingum 45 ár. Oft hefi eg átt erfitt með að borga blaðið, þótt skömm sé kanske frá að segja; einu sinni var eg komin í um 20 dollara skuld, kringum- stæður mínar voru þá svo erfiðar sem eg ætla ekki að lýsa hér. Eg skrifaði þvi ritstjóra Heims- kringlu og sagði honum að hætta að senda mér blaðið því eg gæti líklega aldrei borgað skuldina og því síður ef hún hækkaði meira — en þeir sendu mér blað- ið eftir sem áður, hafa kanske haft svo mikla trú á drengskap Islendingsins að hann mundi borga ef hann gæti. Eg er glaður að vera nú skuldlaus við Heims- kringlu samkvæmt peninga- reikningi — en eg er í skuld samt, eg er í þakklætisskuld við blaðið fyrir margt sem eg hefi lesið í því mér til gagns og á- nægju, alveg eins og maður hef- ir gagn og ánægju af góðum vin. íslenzku vikublöðin hafa alt- af verið mér eins og kærkomnir gestir sem eru fréttafróðir og geta talað um hvaða málefni sem er með heilbrigðri skynsemi. — Það getur verið að út af því beri stundum með íslenzku blöð- in en það ber svo lítið á því nú orðið að það ætti ekki að spilla sambúð Islendinga. Mér finst að blöðin, bæði Heimskringla og Lögberg, hafi altaf verið samtaka í því að halda uppi heiðri íslendinga, hvert sem þeir hafa verið hér vestan hafs eða austan. Það er blöðunum að þakka, eða réttara sagt þeim sem í þau rita af viti og sanngirni, að samvinna hefir tekist í þjóð- ræknismálum meðal Islendinga báðu megin hafsins. Þá má líka, að miklu leyti, þakka íslenzku blöðunum að íslenzka er ennþá töluð og lesin hér vestan hafs. Eg held helzt að íslenzkan væri nú búin hér ef við hefðum ekki haft blöðin okkar, því allir lesa fréttablöð þó þéir lesi ekkert annað, því landinn vill fá fréttir, hefir altaf verið fróðleiksfús og þjóðrækinn. Heimskringla hefir oft fært mér mikinn fróðleik í bæði bundnu og óbundnu máli, oftast verið hóflega frjálslynd, (það er til viss sort sem getur farið of langt). Aldrei staðið sem nátt- tröll í sama farinu en leitað á- fram til upplýsingar og mentun- ar í réttlæti. Eg óska Heimskringlu og út- gefendum allra heilla og að Heimskringla verði við líði á ís- lenzku í minsta lagi önnur 60 ár. Lengi lifi Kringlan! Með vinsemd, A. G. Breiðfjörð AFMÆLISVÍSUR TIL HEIMSKRINGLU Heimskringla þó sextug sé sízt hana ellin mæðir, mörg og háleit hugar vé heilsuna endurnærir. Kærleiksbæn og magnan mest mál og rithátt prýði. Frelsis þrár og fræknin flest færðu og kendu lýði. Gyðja BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 • Jimmy Hemenway TAILOR and CLOTHIER Phone 22 166 627 Sargent Ave. Winnipeg, Man. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Gustaf A. Williams General Merchant and Postmaster HECLA, MAN. HEILLAóSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 ★ C. Tomasson & Sons Ltd. Dealer in Fresh and Frozen Fish HECLA, MAN. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 ★ Oxford Cafe 797 SARGENT Ave. — cor. ARLINGTON WINNIPEG, MAN. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 on this its 60th Anniversary September 25th 1946 ★ ★ Glenrose Grocery KENT TAILORS 904 SARGENT AVE. 275 PORTAGE AVE. — y WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.