Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 13
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946
HEIMSKRINGLA
13. SlÐA
hag blaðsins í þessu síðasta blaði
eftir Eggert Jóhannsson. Er hann
gramur, sem von er, yfir þeim
úrslitum, að eftir 11 ára basl og
baráttu og fjárframlög af litlum
efnum, allra þeirra er við blaðið
höfðu unnið, sé það lýst gjald-
þrota og skuldunautar þess látn-
ir selja allar eignir þess. Kennir
hann vanskilum kaupenda um
hvemig komið sé. Skuldir segir (
hann að séu $6,851.30 og takisL
þar af hlutafé félagsins $4,200.
Eignir í útistandandi áskriftar-
gjöldum og prentáhöldum, segir
hann að séu $6,045.38, en þar af,
$3,400 í áskriftargjöldum. Hann
kemst svo að orði um þetta:
“Sumt af þessum útistandandi
skuldum er margra ára samsafn
sem dregið hefir verið að stryka
út, í þeirri von að þær yrði borg-
aðar allar, eða að einhverju leyti.
Mikið hefir verið strykað út ár-
lega, sem algerlega ónýtt og yrði
það feykileg upphæð til samans.
.. . Á þessu sézt að það er fyrir
tóm vanskil kaupenda að blaðið
verður að hætta. Af upphæð
þeirri sem félagið skuldar eru um
$1,400 kaupskuldir við verka-
mennina. Hafa þeir gert sitt til
að halda blaðinu við. í>að er von-
andi að þeir sem búnir eru að
njóta vinnu þessara manna, ánj
þess að hafa goldið fyrir hana,|
finni nú hjá sér siðferðishvöt til j
þess að borga sem greiðast það,
sem þeir skulda.”
En sú von rættist ekki. —
Þrotabús ráðsmaður var settur af
því opinbera, fyrverandi ráðs-
maður blaðsins Einar Ólafsson.j
Alt var boðið til kaups: prentá-
höld, húsið og útistandandi á-
skriftargjöld en lítið var í þetta
boðið og hafðist eigi meira saman
en sem greiða þurfti til verzlun-
arhúsanna; töpuðu því hluthafar
og starfsmenn blaðsins öllu sínu
fé.
Þegar Frímann B. Anderson
fór alfarinn frá blaðinu og lét af
ritstjórn í síðara skiftið, 12. nóv.
1888, var stofnað hlutafélag er
keypti prentsmiðjuna og blaðið.
Nefndist félagið “The Heims-
kringla Publishing Co.” Fram að
þeim tíma hafði prentsmiðjan
verið rekin undir nafninu “The
Heimskringla Norse Publishing
House.” Upphaflega voru það
aðeins þrft menn sem keyptu,
hinir sömu sem tóku við í hið
fyrra skiftið er Frímann fór frá
blaðinu. En nú bættu þeir við
sig, fleirum, norðan og sunnan
landamæranna, er lögðu fram fé
fyrirtækinu til styrktar. Loks
var félagið löggilt, 29. ágúst 1890
og nefndist þá, og eftir það þang-
að til það féll “The Heimskringla
Printing and Publishing Co.
Ltd.” Bættust þá nokkrir í félag-
ið. Gerði stofnskráin ráð fyrir
$12,000 höfuðstól og var hlutur-
inn miðaður við $10.00 Var nú
gerð tilraun að selja hluti er
hepnaðist sæmilega. Óx þannig
hlutaféð, unz það var komið upp
í $4,200. En jafn harðan sem það
óx, gekk það aftur til þurðar, því
tekjur blaðsins guldust ekki og
varð þá að nota það til viðhalds
prentsmiðjunni og í reksturs-
kostnað. Loks kom svo tíminn að
ekki hafðist upp meira fé, urðu
þá úrræðin þau, eins og að ofan
er sagt, að félagið var lýst gjald-
þrota og eignir þess seldar fyrir
skuldum.
Ekki voru þessi miklu vanskil
því að kenna að blaðið væri ekki
vinsælt. Það var ágætlega ritað,
einkum með sprettum. Það flutti
skemtilegar sögur sem fólk var
sólgið í að heyra, eins og t. d.
“Gypsy Blair”, “Áttungurinn”,
“Kapitola”. “Er þetta sonur
yðar?” “Úr frelsis baráttu Itala”,
“Jafet í Föðurleit”, “Vesturfar-
inn” o. fl. Það flutti greinilegar
fréttir frá Islandi, og af því
helzta sem var að gerast hér í
landi. Það hvatti menn til fram-
taks og félagsskapar. Það tók
svari lítilmagnans og veitti öll-
um málfrelsi er rituðu af sæmi-
legri skynsemd. Það var fólksins
blað.
Saga gerðist um þetta leyti, er
sýnir hvað fólk sóttist eftir blöð-
unum og þá einkum framhaldinu
af sögunum sem þau fluttu. Is-
lendingur veiktist og var lagður
inn á spítala í Park River, þar
bjó þá höfuð læknir íslendinga,
Dr. Moritz Halldórsson. Hann á-
kvað að skera mannin upp við
meinsemd þeirri sem að honum
gekk og lét svæfa hann. Er upp-
skurðinum var lokið, ætlaði ekki
að verða mögulegt að vekja
manninn aftur. Leitaði læknir
'allra ráða en alt kom fyrir eitt,
sjúklingurinn lá eins og dauður
væri og hreyfðist ekki hvað sem
gert var. Loks datt læknimum
ráð í hug. Hann þrífur í öxlina á
manninum, ýtir við honum og
segir: “Hvað er þetta maður,
vaknaðu maður ,ætlarðu ekki að ið gefin út þar í þessi síðastliðin
vakna, Heimskringla er komin?”. 15 ár.
Það þurfti ekki meira. Bros Frá efni fyrsta blaðsins hefir
færðist yfir hið dauðastirða and- þegar að nokkuru leyti verið
lit og jafnskjótt er hann heyrði skýrt og skal ekki farið út í það
Heimskringlu nefnda, vaknaði J frekar. Það gefur til kynna
hann, reis upp á uppskurðarborð- hvað fyrir stofnendunum vakti.
inu og bað að láta færa sér blað-
ið.
Ef nú blaðið var vinsælt og
En sem nærri má geta var ekki
hugsanlegt að taka öll þau mál
fyrir í einu sem þeir höfðu sett
naut alþýðuhylli af hverju stöf - á dagskrá. Var þvi upp á þeim
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
BROWN'S BREAD
L I M I T E D
“The Loaf With the Homemade Flavor”
SELKIRK, MAN. PHONE 156 — after 6 p.m. 196
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
Canada Pacific Hotel
W. G. POULTER, Proprietor
SELKIRK — MANITOBA
uðu þá vanskilin?
Um það geta verið skiftar
skoðanir, en þó er naumast nema
einu til að svara. Þau stöfuðu af
því upplagi sem skapast hafði,
aftur í öldum, hjá Islendingum,
að vera óáreiðilegir í smávið-
skiftum og kærulausir, þó orð
þeirra og skuldbindingar standi
í öllum stærri viðskiftum eins
og stafur á bók. Þetta er óþægi-
leg staðhæfing, en þetta virðist
hafa fylgt og fylgja alt af mörg-
um, eins og einskonar ættar
draugur, er þeir hafa ekki getað um
losað sig við. En hvílíkt tjón
þetta hefir skapað, og skapar,
verður fyrst ljóst er rifjuð er
upp saga fyrirtækja vorra hér i
landi.
Alment þráðu menn að hafa
blöðin, en enga hugmynd höfðu
þeir um hvernig hagur þeirra
stóð, eða hverjum óþægindum
það sætti fyrir fátækar prent-
smiðjur að verða að bíða svo ár-
um skifti eftir áskriftargjaldinu.
Það kom sem reiðarslag yfir
menn er þeir spurðu að “Heims-
kringla” væri fallin. Gripu sumir
til pennans og ortu eftir hana
saknaðarstef og táruðust í anda
yfir slíkri óhamingju; aðrir
kendu þetta metnaðarskorti og
óhagsýni útgefenda, en fáir
munu hafa sakað sjálfa sig. Var
nú bráðlega farið að ræða um að
reisa hana á fætur aftur og hóf-
ust samtök í því skyni í Dakota,
að kaupa prentáhöldin, færa þau
suður og gefa blaðið út þar. En
þegar til kom vildi þrotabús ráðs-
maður ekki selja áhöldin eða út-
gáfu réttinn suður. Dró hann söl-
una á langinn alt sumarið, í
þeirri von að kaup yrðu gerð hér
nyrðra er að lokum varð. Var út-
gáfuréttur og prentáhöld seld fé-
lagi er þá var stofnað og nefndist
Walters-Swanson & Co. — Eig-
endur voru Bjöm F. Walters
(Jósafatsson, frá Gili í Svartár-
dal) mikilhæfur maður á marga
lund, síðar verzlunarmaður og
vara-lögtaksmaður í Pembina;
Gunnar fóðursali og kaupmaður
Sveinsson í Winnipeg og Einar
Ólafsson er á hendi hafði þrota
bús ráðsmenskuna. Hinar eignir
félagsins, lóðir og hús, tóku
skuldunautar er haft höfðu þær
að veði.
Var nú prentsmiðjan færð á
loftherbergi í byggingu er stóð
við hornið á Princess og James
St. Var Einar Ólafsson kjörinn
ritstjóri blaðsins en Björn F.
Walters ráðsmaður, og er fyrsta
blaðið dagsett 14. október 1897.
Er svo blaðið gefið út þar upp að
23. febrúar 1899 að prentsmiðjan
er enn á ný færð; nú að 547 Aðal-
stræti og svo þaðan 24. okt. 1901
að 219 McDermot Ave. Á þessu
tímabili urðu tíð eigendaskifti
að blaðinu. 10. marz 1898, hættir
Einar Ólafsson ritstjórn. Kaupir
B. F. Walters þá prentsmiðjuna
einn, og tekur við ritstjóminni,
en 13. október sama ár selur
hann blaðið Baldvin L. Baldvins-
syni er þá gerðist eigandi þess
fram að 1. okt. 1913. Bygði hann
hús yfir prentsmiðjuna að 729
Sherbrook St., og var blaðið svo
gefið þar út frá 9. júní 1904, til
28. sept. 1921.
Er nú hrakningasaga prent-
smiðjunnar senn til enda sögð.
Árið 1913 — 1. október seldi
Baldvin blaðið og prentsmiðjuna
hlutafélaginu “The Viking Press1
Ltd.” Hefir það verið útgefandi!
og eigandi Heimskringlu fram til;
þessa, eða í 23 ár. Lét það byggja ‘
hús að 853 Sargent Ave., og færa
prentsmðijuna þangað, með okt.
1921 og hefir Heimskringla ver-
afleiðingin varð sú, að börnin
fóm á mis við þá mentun sem
börnum annarstaðar í fylkinu
var veitt, þar sem lögleg sveitar-
stjórn var komin á fót og sveitin
naut ákveðins styrk til skóla-
halds frá hinu opinbera.
Þá er ráðið til þess að verka-
menn bindist samtökum sín á
meðal, hefji sig upp úr neðstu
tröppunni og helzt, gerist sínir
eigin atvinnuveitendur. “Eigum
vér ekki að líta stærra á oss en
svo, að vér viljum vera áburð-
arjálkar annara þjóða manna,
sem hér em samankomnir,” (nr.
5, 10. okt. 1886), er spurt. At-
vinnulausu fólki er ráðið til að
flytja út á land og búa þar um
Framh. á 14. bls.
brotið smátt og smátt. í næstu
blöðum em þau athuguð hvert
eftir annað einkum hin stærri
og yfirgripsmeiri er snertu ekki
eingöngu yfirstandandi tímann
heldur framtíðina. Islendingar
þurftu að komast upp, krefjast
réttar síns og virðingar í hinu
nýja þjóðfélagi. Það gátu þeir
bezt gert með því að halda sam-
an, beita afli sínu í sameiningu,
afla sér mentunar, losa sig við
hjárænuskap og hindurvitni,
koma á fót virðulegum stofnun-
og varðveita það sem þeir
áttu bezt í sjálfum sér, og menn-
ingu feðra sinna. “Það þarf að
komast sérstakt félag á í hverri
einustu íslenzkri nýlendu í Ame-
ríku, og svo þurfa öll þau fé-
lög að sameinast í eitt allsherjar
félag. — — Ef vér fylgjumst
að í velferðarmálum vomm, þá
skoða hérlendir menn oss sem
vald og taka oss til greina sem
þjóðflokk”, stendur í ritgerðinni
“Félagsskapur Islendinga í Vest
unheimi”, í 4. tölublaði.
í ritgerðinni um “Sveitar-
stjóm í Nýja Islandi” em ný-
lendumenn hvattir til þess að
beiðast fullkominna sveitarrétt-
indi, löggilda nýlenduna sem
sveit, undir sveitalögum fylkis-
ins, til þess þeir geti notið þess
hagnaðar sem löggildingin veit-
ir, — ráðið bót “á samgöngu-
leysinu, viðskiftaleysinu, pen-
ingaleysinu og skólaleysinu.”
Þeir stóðu utan við lög og rétt.
Þeir gátu ekki staðið straum af
almennu skólahaldi, án styrktar
úr mentamálasjóði fylkisins, og
HEILLAóSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
M0DERN ELECTRIC
Phone 356
SELKIRK — MANITOBA
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
SINCLAIR’S TEA ROOM
SELKIRK — MANITOBA
THE MAY0R, COUNCIL AND CITIZENS
0F THE
T0WN OF SELKIRK
extend greetings and congratulations to the Icelandic
Canadian population of Manitoba on the occasion of
the sixtieth anniversary of their publication
»HEIMSKRINGLA«
*
Visit Selkirk, the enterprising business centre
of North Eastern Manitoba
BÆJARSTJÖRINN, BÆJARRÁÐIÐ 0G
ÍBÚAR SELKIRK BÆJAR
senda beztu hamingjuóskir til allra íslendinga bú-
settra í Canada, og sérlega til þeirra er heima eiga í
Manitoba, í tilefni hins sextíu ára afmælis útkomu
» H EIM S K RIN G L U«
★
Heimsækið Selkirk, framfara miðstöð
norð-austur Manitoba
>W /í\lí\, HV ,.kx /