Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEINSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 '■•'M.WJMtWMimMJMMMMJM JiÁltÁÍ mmmmmmmmmmmm mm Áfengisverzlun rikisins Símnefni: Winemonopoly Pósthólf; 447 Reykjavík, ísland Áfengisverzlun ríkisins var stofnuð sam- kvæmt lögum nr. 62, 27. júní 1921. Áður hafði samkvæmt lögum nr. 44, 30. júlí 1909 gilt aðflutningsbann á áfengi frá 1. janúar 1912, og sölubann frá 1. janúar 1915. Jafnhliða lögunum, sem kveða á um stofnun Áfengisverzlunarinnar, var heimilaður innflutn- ingur áfengis allt að 21% styrkleika að rúmmáli. En aðhaldið um þetta kom f rá Spáni, sem að öðrum kosti hefði eigi látið Island njóta beztu kjara um toll á saltfiski. Að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fór fram 1933, var heimilaður innflutningur á öllu venjulegu neyzluáfengi, öðru en öli. Frá 1. febrúar 1934 hefir að lögum verið frjáls verzlun með áfengi á Islandi, að öðru en því, sem takmarkað hefir verið með reglugerðum og stjórn- arráðsbréfum á hverjum tíma, og hafa einkum á stríðsárunum verið reynd ýms úrræði til þess að stilla áfengisneyzlu í hóf, svo sem skömmtun, al- gjör lokun og loks svokallaðar “undanþágur”. En nú er aftur frjáls salan. Áfengisneyzlan fyrir stríð nam ca. 1 kg. af 100% alcoholi á mann á Islandi. En 1945 nam hún 1.68 kg. Áfengisverzlun ríkisins starfrækir ennfremur lyfjadeild og annast sölu og framleiðslu á vöru- tegundum, þar sem vínandi er mikilsverður þáttur hráefnisins. Árið 1945 nam öll umsetning Áfengisverzlun- arinnar kr. 43.125.969,27 en nettóhagnaður kr. 32.226,741,73. tv/tw tw év/évv *>< iyhwmúu Hann nefndi nú ekki Mrs. Ballar með heið- urstitli þeim, er hann hafði fyrst valið henni. Konu vesalingurinn vissi, að hún hafði stolið demöntunum. Hvað átti hún að gera? Hvað átti hún að segja? “Jæja”, sagði hún eftir stundarþögn. “Þetta er of margbrotið mál til þess að eg geti sagt yður frá því hér, enda hefði eg ekki tíma til þess. Borgið mér þá þessi 800 pund í seðlum.” En hvað Isaac Mordecia var hræðilega lengi að tína út þessa seðla, hver þeirra var hundrað pund og hver einasti þeirra var skitinn, varla snertandi á honum fyrir skít; en hann slepti þeim ekki úr sínum höndum fyr en hann hafði skrifað á bak hverjum einasta þeirra nafn sitt: “Isaac Mordecia”. Mrs. Ballar flýtti sér út úr búðinni. Heimi fanst að ætla að líða yfir sig, enda var ekki fjarri því. Isaac gamli horfði á eftir henni þang- að til hún var horfin og rölti svo inn í herbergið innar af búðinni, þar sem ungur maður, lifandi eftirmynd hans sjálfs, eyddi tímanum í að reykja sterkt tóbak og éta brauð og ost og drekka bjór með. “Sjáðu til Bensi minn,” sagði karlinn, og dansaði af ákafa fyrir framan son sinn, þama sérðu nú verzlun mína í dag. Það er bezta verzlunin, sem eg hefi gert á æfi minni,” og hann hampaði hinu dýrmæta armbandi fyrir framan augu Bensa. “Hvað segirðu um þetta?” Og hann hampaði armbandinu og lét demant- ana blika fyrir framan augu sonar síns. “Demantar!” hrópaði Benjamín. "Þetta kalla eg nú demanta pabbi. HvaE gastu náð í þá?” “Ó, hingað kom einhver kona inn í búðina til mín, eftir fötunum að dæma var hún fín kona; hún vildi fá þúsund pund fyrir þá og eg stakk upp á því við hana, að hún léti setja fals- aða demanta inn í umgerðina, því að mér var ljóst, vegna þess hve hún var utan við sig og ó- róleg, að hún hafði stolið þeim. Jæja, Bensi minn, reyndu nú að bera þig að búa þá til eins fljótt og þú getur, því að hún vill fá armbandið á morgun. Þú verður strax að byrja á fölsuðu steinunum og á meðan tíni eg góðu steinana út úr umgerð þeirra. En sjáðu nú til að þú gerir steinana svo úr garði, að þeir þekkist ekki frá ekta steinunum.” “Það er hægðarleikur,” sagði Bensi hirðu- leysislega. “En aldrei hefi eg séð demanta, sem glitruðu eins og þessir. En hvað sagðistu hafa gefið fyrir þá?” “Átta hundruð pund. Hún fékk ekki meira þar sem hún vildi ekki segja mér nafn sitt né heimilisfang, og vildi fá armbandið svona undir eins. En það er minsta kosti tíu þúsund punda virði, drengur minn! Eg ætla að senda þá til Parísar þegar í kvöld, og á morgun þegar frúin kemur eftir armbandinu fylgist eg á eftir henni. Já, eg gerði góð kaup, sannarlega ágætis kaup! Hí, hí!” 11. Kapítuli. Mrs. Ballar leið illa allan síðari hluta dags- ins eins og vonlegt var. Reyndar hafði henni hepnast að skrifa Ralph bréf og senda honum peninga Gyðingsins í bréfinu, einnig hepnaðist henni að koma bréfinu í póstinn og kaupa á- byrgð á það, enda fór hún með það sjálf í póst- inn og þótti vænt um að heyra að bréfið færi strax af stað til Ástíalíu. Nú gat hún ekki í svipinn gert meira fyrir sinn elskaða son. En gat hún annars nokkum tíma gert nokkuð fyrir hann? — tæplega. Hún hafði sáran höfuðverk og fór því inn í svefnherbergi sitt og lagði sig fyrir. Hún læsti að sér og óskaði af heilum huga, að hún gæti sofnað. En því miður gat hún ekki sofnað. Hún var næstum örvita af ótta og sneypu, og þeim mun lengur, sem hún lá í rúm- inu þeim mun hræddari varð hún. Mrs. Ballar var ekkert slæm kona, en hún var veikgeðj'a. Er hún lá þama í fallega rúm- inu sínu grét hún svo að tárin flutu niður vanga hennar. Hvað átti hún að gera? Hvemig gæti hún lifað áfram ef Pétur kæmist að því, ser/í hún hefði gert? Hversu góður hann hafði verið við hana síðast og þolinmóður, þótt hún saknaði hinriar fyrri alúðar, sem ætíð hafði birst í atlot- um hans. En hún fann að hún átti þetta skilið. Hún mintist einnig hversu góður hann hafði verið við Ralph, að hann hefði sent drengaum- ingjann til Melboume, borgað alt fyrir hann, og útvegað honum stöðu hjá góðu verzlunarfélagi. “Æ guð minn góður! Guð minn góður!” stundi Mrs. Ball'ar og fanst að hún væri komin á fremsta hlunn með að fremja sjáKsmorð, ef maðurinn hennar kæmist að þessum nýja þjófn- aði hennar. Hann mátti aldrei, aldrei komast að þessu. RlKISÚTVARPIÐ Ríkisúlvarpið tekur til flutnings tilkynningar og auglýsingar. Útvarpsauglýsingar ná til um ,eða yfir 100 þúsund hlustenda um land alt og eru hraðvirkastar allra auglýsinga, með því að þær berast með skjótleika rafmagnsins. — Útvarps- auglýsingar bera með sér áhrif hins lifandi tungu- taks. Auglýsingaverð er ein króna fyrir orðið á venjulegum auglýsingatímum og tvær krónur fyrir orðið, ef þær eru lesnar eftir kvöldfréttir. " Reynið útvarpsauglýsingar, og þær munu borga sig. Ríkisútvarp íslands VjiiiiiniiniaunHiiiiiiciiiiiiiiiiiUESiiiiiiiHinniiiiiiimiinniiiiiiiinciiiiiiiiiiiiianiiiiiiiiiirjiiiiiiniiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiicMiiiiiiiiiiKiiniiiiiiiimMiiiMiiuic-^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.