Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 20

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 20
20. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Við höfum 35 ára reynslu í öllu sem reiðhjóla-viðgerðir varðar. Uppfyllum allar þarfir þeirra sem þau nota, eftir þeim mögulegleikum sem verksmiðjumar veita. t Sargent Bicycle Works S. Matthews, eigandi 675 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. septembcr 1946 F. E. Snidal STEEP ROCK — MANITOBA HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Hún er og hefir verið skemtilegasti vinur fjölda íslendinga um sextíu ára skeið Bjarni Sveinsson KEEWATIN ONTARIO HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 A. Sædal PAINTER & DECORATOR Phone 93 990 Ste. 1 Monterey Apts., 45 Carlton St., Winnipeg, Man. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Thos Jackson & Sons LIMITED Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 COLONY ST. — WINNIPEG, MAN. SÖNGFÖR Karlakórs Reykjavíkur vestur um haf Eftir prófessor Richard Beck Oss íslendingum hér í álfu var það mikið fagnaðarefni, er það fréttist að hinn víðfrægi og vin- sæli Karlakór Reykjavíkur kæmi í söngför vestur um haf á þessu hausti. Höfðu oss á sínum tíma j verið það mikil vonbrigði, að eigi gat orðið af fyrirhugaðri för kórsins hingað til Vestur- heims fyrir stríðið, en fögnuður- inn var að því skapi ríkari, þeg- ar oss varð kunnugt, að nú væri meir en bætt úr því með þessari vesturför hans. Hér er einnig um bæði merki- legan og sérstæðan atburð að ræða í menningarlegum sam- skiptum milli Islands og Vestur- heims, og jafnframt milli íslend- inga austan hafs og vestan, því að þetta er í fyrsta sinni sem ís- lenzkur söngflokkur fer söngför vestur um haf. Eiga forgöngu- menn þeirrar sögulegu farar því sérstakar þakkir skilið, og ber þar um aðra fram að nefna Gunnar R. Paulsson, söngvara í New York, áður fulltúa hjá Rík- isútvarpinu íslenzka, sem af miklum dugnaði hefir beitt sér fyrir því að koma þessu máli í framkvæmd. Hitt þarf enginn að efast um, sem nokkuð þekkir til sögu Karlakórs Reykjavíkur og sigurríkra söngfara hans um Norðurálfu, að þessi ferð verður honum ný sigurför, kórnum og söngstjóra hans til aukins vegs og íslenzku þjóðinni til sæmdar og gagns út á við. Karlakór Reykjavíkur. stend- ur nú á tvítugu, því að hann var stofnaður 4. janúar 1926, fyrir atbeina Sigurðar Þórðarsonar tónskálds, frá Söndum í Dýra- firði, sem verið hefir stjórnandi hans jafnan síðar. Hefir hann leyst söngstjórastarfið af hendi með miklum ágætum og við vaxandi orðstír, eins og lýsir sér meðal annars fagurlega í hinum lofsamlegu dómum um stjórn hans og söng kórsins, hvar sen hann hefir sungið erlendis, og frekar verður vikið að. Annars hefi eg hugsað mér að skrifa sérstaka grein um Sigurð söngstjóra og hina merku söng- málastarfsemi hans fyrir vest- ur-íslenzku blöðin, og fer því eigi frekar út í það að lýsa því starfi hans að þessu sinni. Einu atriði vil eg þó draga athygli að, sem raunar liggur í augum uppi, þekki menn til starfssögu Karla- kórs Reykjavíkur. Hin víðtæka starfsemi hans ber því órækan vott, að þar hefir áhugasamur maður og ásérhlífinn haldið um stjómvölinn, og átt sér að baki jafn samhuga og hæfa söngbræð- ur, því að það eru engar ýkjur, að kórinn hefir frá þvi á fyrstu árum starfað af óvenjulegum ötulleik. Hann hefir haldið f jölda j marga samsöngva í Reykjavík. og nágrenni hennar, farið söng- för til Vestur- og Norðurlands' (1929), til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur (1935) og til Dan-| merkur, Þýzkalands, Tekkóslov- akíu og Austurríkis 1937, að ó- gleymdum hinum mikla skerf, sem kórinn lagði til hinna svip- j miklu og ógleymanlegu sam- söngva íslenzkra karlakóra á lýðveldishátíðinni 1944. 1 söngförinni um Norðurlönd 1935, fyrstu utanför sinni, átti, Karlakór Reykjavíkur alstaðar ágætustu viðtökum að fagna og hafði hinn mesta sóma af þeirri ferð. 1 hinni víðtæku söngför til Danmerkur og Mið-Evrópu tveim árum síðar, haustið 1937, var þó í miklu meira ráðist, og ferðin brautryðjendaför í þeim skilningi, að þetta var í fyrsta sinni sem ísl. karlakór söng á meginlandi Norðurálfu, og það í mörgum kunnustu söngborg- um álfunnar, sjálfri Vínarborg meðtalinni. Er það skemst frá að segja, að þessi ferð kórsins varð honum hins mesta sigur- og frægðarför; hlaut hann einróma lof söng- dómara hvarvetna, og skulu hér tilfærð nokkur ummæli þeirra í þýðingu dr. Guðbrandar Jóns- sonar prófessors. Hóf kórinn þessa söngför sína í Kaupmannahöfn, og farast stórblaðinu “Berlingske Tid- ende” þannig orð um söng hans, undir fyrirsögninni: “Mikil gleði yfri íslenzka karlakómum”: “Kórinn hefir öll skilyrði til þess að bera söng íslands út í heiminn. Raddirnar hafa hinn rétta norræna hljóm, það er sterkur og frjósamur efniviður, sem hefir fengið þá fágun og sveigju, er gerir hann mjúkan og mikillúðlegan eftir lögum hrynjanda og hljóma. Við bæt- ist kendin fyrir hinum íslenzku kvæðum, sem söngurinn tekur til meðferðar. Maður finnur, að það er ekki eingöngu, að þessir söngmenn viti hvað þeir syngja, heldur er yfir þeim sú hrifning, sem gerir þeim kleift að veita oss hinum hlutdeild í hinni ljóð- rænu og hljóðrænu nautn þeirra. Kórinn á það hinum ágæta söngstjóra sínum, Sigurði Þórð- arsyni, að þakka, að áhrifin urðu svo samfelld og heil. Undir hand- leiðslu hans mótast afköst kórs- ins með festu, með nákvæmni og svipmiklum blæbrigðum, sem þó aldrei þurka burtu hið persónu- lega eðli kórsins, heldur styrkja það og draga það fram. Tenór- inn Stefano Islandi var stórhríf- andi með hið hljómfagra píanó sitt — það var hjartað, sem hljómaði í söng Islands. Salurinn var þéttskipaður, og eins stúkurnar uppi, og þeir, sem viðstaddir voru, hylltu söngvar- ana með hrifningu. ” 1 sama anda voru umsagnir annara Kaupmannahafnarblaða. Meðal annars voru ummæli “Social-Demokraten” á þessa leið: “Karlakór Reykjavíkur er á Evrópuferð. 1 Kaupmannahöfn fáum vér aðeins að heyra til þeirra þetta eina skifti, en sú er þar bót í máli, að þetta var hvorki meira né minna en við- burður. Hljómurinn nær frá forte — göfugu sem klukku- málmur — til píanós, sem er svo mjúkt og milt, að maður sjaldan eða aldrei heyrir raulað svo. Það var afl, það var hrynjandi, það var nákvæmni í hverri ljóðlínu, sem bar vott um persónulega hljómmenningu og hljómaga hjá hverjum einstökum af hinum 36 mönnum kórsins.” í norðurleiðinni söng kórinn í danska útvarpið við svo mikla hrifningu að Kaupmannahafnar- blöðin töldu, að þar hefði verið um viðburð að ræða í sögu dansks útvarps. Eigi vakti söngur kórsins i Berlín minni hrifningu, og eftir- farandi umsögn eins stórblaðs- ins þar, “Völkischer Beobachter” ágætt dæmi þess, hve frábær- lega vel söng hans var tekið: “Þessi dásamlegi kór, sem undir hinni léttu og eldlegu stjórn söngstjóra síns, Sigurðar Þórðarsonar, sameinar 40 raddir undir fyrirmyndar aga, er nú á söngferð um Þýzkaland. Miklar, hljómfullar raddir eru meðal tenóra og bassa. Einsöngvarinn, Stefano Islandi, hefir fáheyrt hressilega og hljómfagra tenór- rödd fulla frumkraftar, sem einn ig getur lýst hinum mýkstu til- finningum. Maður var aftur og aftur að veita hinni góðu radd- skólun, bæði hjá einsöngvaran- um og hverjum einstökum kór- söngvara, eftirtekt. Hinn dásam- legi söngur Islands-kórsins hlaut óskift lófatak hinna stórhrifnu áheyrenda, sem kröfðust auka- laga og endurtekninga.” Dómur blaðanna í Leipzig og Hamburg um söng kórsins í þeim borgum var jafn lofsamlegur. Blöðin í Prag tóku einnig í sama CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Adanac Confectionery Jón Bergman 741 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN. CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 TIIE SIIKiBT rillHMT LTH. Cor. SARGENT & TORONTO WINNIPEG, MAN. Phone 23 455 CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 SARGENT FLORISTS 739 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN. Phone 26 575 CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 L. Harland G R O C E R 871 SARGENT AVE. Phone 80 829 CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Arlington Pharmacy 796 SARGENT, cor. ARLINGTON I. Bookman, Druggist

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.