Heimskringla - 25.09.1946, Page 14

Heimskringla - 25.09.1946, Page 14
14. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET, WINNIPEG HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Mr. O. Thorsteinsson Teaoher of VIOLIN, PIANO and THEORY HUSAVICK, MAN. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 G. W. Magnússon * nuddlæknir 41 Furby Street, Winnipeg Sími 36 137 Best Wishes To HEIMSKRINGLA Complimented by the Smartest Footwear \is° W 350 PORTAGE AVE. MEN’S STORE - 267 P0RTA6E “Hið fullkomnasta demantahús" HEIMSKRINGLA 50 ÁRA Framh. frá 13. bls. sig. Og ,til þess að geta orðið sem bezt til leiðbeiningar, í þeim efnum, fer Frímann landskoð- unarferðir vestur um land, vest- ur og norður með Manitoba- vatni, og má hann því eiginlega heita forgöngumaður að stofnun nýlendunnar við Manitoba-vatn — Álftavatnsnýlendunnar. Haustið 1886 lág helzt við borð að hinn eini íslenzki söfn- uður sem þá var til hér í bæ myndi gefast upp, sökum óein- ingar og féleysis. — Séra Jón Bjarnason hafði þá verið starf- andi meðal landa sinna hér í tvö ár. Laun sín hafði hann ekki fengið goldin nema að litlu leyti. Annað virtist ekki sýnna en hann hlyti að hverfa heim aftur. Um þetta efni birtist ritgerð eft- ir einn ritstjórann (E. H.?), og er þar komist svo að orði: “Eftir því sem skoðanir manna eru hér í landi, þá er það Islendingum til sóma að hafa prest og safnaðar- líf út af fyrir sig, og það verður þeim til mikillar óvirðingar í augum manna, ef hver einstak- ur dregur sig svo í hlé, að þeir verða að hætta við það,” (nr. 3, 26. sept. 1886). í 6. tölublaði er rætt um sjálf- stæði, umburðarlyndi og dreng- lyndi, — það drenglyndi, að bera ekki vopn hver á annan, þó menn greini á um ýmislegt Sannfæringin er séreign hvers og eins og ber hver ábyrgð fyrir henni sjálfur. Ekki verður því neitað að fremur flýttu ritgerðir þessar fyrir framgangi sumra þeirra mála er þannig voru rædd. Árið 1887 er sett á stofn hin fyrsta sveitarstjórn , í Nýja Islandi í samræmi við almenn landslög. Er þá tekið upp alment, skóla- hald í nýlendunni, þó fámenn væri, og skólar ekki haldnir nema nokkurn hluta af hinum ákveðna skólatíma. Þá var stofn- að íslenzkt verkamannafélag nokkru seinna og var það fyrsti félagsskapur þeirrar tegundar í Winnipeg. Enda var ritgerðum] um það mál haldið uppi í blaðinu um lengri tíma. — Þessi ný- breytni Islendinga mæltist ekki vel fyrir meðal hérlendra vinnu- veitenda og sætti töluverðri and- stöðu, en hún hafði holl áhrif á þá sjálfa, til þess að skapa hjá þeim sjálfstæði og virðingu fyrir kröfum sínum og þjóðemi. Eigi var nema rétt byrjað á verkefninu er blaðið varð að hætta 9. des., en þar var aftur tekið til máls, er áður var frá- horfið, er það hóf göngu sína á ný 7. apríl 1887. Fara þá fleiri raddir að láta til sín heyra. Eru nú flutt vikulega, fréttabréf, úr bygðarlögunum, og þess helzta getið sem þar var að gerast. Mjeð bréfum þessum gátu bygðirnar fylgst hver með annari, og fund- ið til sameiginlegrar baráttu fyr- ir bættum lífskjörum. Komu þá og líka fyrst fyrir almennings- sjónir kvæði og sögur höfunda þeirra er síðar gátu sér alþjóðar orðstír. Fyrsta kvæði J. Magnús- ar Bjarnasonar er birt 7- júlí 1887, ogKristins Stefánssonar 1. sept. sama ár; Stephans G. Stephanssonar 22. ág. og Jóns Runólfssonar 5. sept. 1889. Um þetta leyti vakna að nýju, trúmála umræður er legið höfðu niðri um stund. Orsakirnar til þeirra voru þær, að um þessar mundir var kapp mikið lagt á að sameina alla í einn kirkjulegan félagsskap. Nærgætni var eigi nógu mikil sýnd með því, að við • urkenna að menn voru all sund urleitir í þeim skoðunum, og því óhugsandi að því takmarki yrði náð. Menn voru skjótir til móðg unar, litu á alla starfsemi, frá mjög persónulegu sjónarmiði, og þoldu engar athugasemdir eða aðfinslur. Leiddi því starfsemi þessi fremur til sundrungar en samkomulags og kemur það ó- tvírætt fram í ritgerðunum. Of langt mál yrði það, að ætla að skýra frá þessum deilum og sundurliða þær, enda skal það ekki reynt. Hið sama má segja um flokkaskiftinguna í lands- málunum. Eins og gefur að skilja, á því sem hér hefir verið sagt, um hin tíðu eigendaskifti að blaðinu, urðu ritstjóra skifti ærið tlíð framan af árum; sátu sumir árið, aðrir skemur og aðeins sárafáir lengur en tvö til þrjú ár. Á tíma- bilinu frá 9. sept. 1886 tilársloka 1898 höfðu ritstjórar verið tíu að tölu við blaðið. En þrátt fyrir þessi tíðu umskifti hélt blaðið sömu stefnu í öllum almennum málum og því var sett í byrjun. Er fullkomið samhengi í stefnu þess og skoðunum, hver sem við stýrið situr, þó miklu muni hvernig um mál er ritað, fyrst og síðast. Fulllkomið rit- og skoð- anafrelsi hefir jafnan verið leyft. Það var hugsjón sem Eggert Jó- T)ocL ay---- Today, tomorrow and the day after, our success is based on a foundation of a never-ending desire to give you the very best there is. Dresses — Coats — Suits — Furs — Gloves Millinery — Sportswear — Lingerie H0LLI1W0RTH & CO. LTD. ‘First with the finest’ 390 PORTAGE AVE. WINNIPEG hannsson setti hæst á stefnuskrá strax í byrjun, og hefir verið endurtekin við hver eigenda skifti. Frá henni hefir eigi verið vikið nema um rúmt fimm ára tímabil, meðan stóð á heims- styrjöldinni miklu, en þá voru öll blöð í landinu, svift full- komnu ritfrelsi. — Blaðið hefir jafnan stutt frjálsar skoðanir í trúarefnum, í þeirri trú að það efli dómgreind manna í öðrum efnum og réttsýni, að vera óháð- ir öllum kreddulærdómum er leggja höft á mannlega skyn- semi og sjálfstæða rannsókn. Það hefir ávalt kvatt til ræktar- semi við Island og við alt sem íslenzkt er, að fornu og nýju, og í því skyni líka flutt sem ítarleg- astar Islandsfréttir, svo lesendur fengu sem bezt fylgst með þeim málum og framförum sem eru að gerast heima á ættjörðinni. Það hefir sí og æ brýnt fyrir fólki, að láta ekki falla á þjóðarheiður sinn í þessu landi, en kappkosta að reynast hér sem beztir borg- arar, í hinu uppvaxandi þjóðlífi. 1 landsmálum hefir það fylgt sjálfstæðis stefnunni trúandi því að hver sem segir skilið við for- tíðina fái naumast skapað sér veglega framtíð. Þessir hafa verið ritstjórar Heimskringlu í þessi fimtíu ár. Frímann B. Anderson (9. sept. 1886—9. des 1886) Einar Hjörleifsson (9. sept. 1886—2. des. 1886) Eggert Jóhannsson (9. sept. 1886—27. des. 1887) Frímann B. Anderson (27. des. 1887—12. nóv. 1888) Eggert Jóhannsson (12. nóv. 1888—21. jan. 1891) Gestur Pálsson • (12. júní 1890—19. ág. 1891) Jón E. Eldon (26. ág. 1891—25. febr. 1892) Jón Ólafsson (2. marz 1892—24. marz 1894) Eggert Jóhannsson (24. marz 1894—27. maí 1897) Einar Ólafsson (14. okt. 1897—10. marz 1898) Björn Freeman Walters (10. marz 1898—1. okt. 1898) B. L. Baldvinsson (1. okt. 1898—24. april 1913) Gunnl. Tryggvi Jónsson (24. apríl 1913—30. okt. 1913) Rögnv. Pétursson (6. nóv. 1913—29. okt. 1914) Magnús J. Skaptason (6. nóv. 1914—8. marz 1917) Ólafur Tr. Johnson (15. marz 1917—13. ág. 1919) Gunnl. Tryggvi Jónsson (20. ág. 1919—25. maí 1921) Björn Pétursson (1. júní 1921—3. jan. 1923) Stefán Einarsson (1. júní 1921—27. marz 1924) Sigfús Halldórs frá Höfnum (5. apríl 1924—10. júní 1930) Benjamín Kristjánsson (10. júní 1930—1. jan. 1931) Stefán Einarsson (10. júní 1930— Á starf hvers og eins út af fyr- ir sig verður ekki tækifæri að minnast, þó benda megi á, sér- kenni ritháttar þeirra og þeirra helztu áhugamál. Þegar hefir allnokkuð verið sagt um hina fyrstu þrjá er voru stofnendur blaðsins. í öllum ritgerðum Frí- HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 N. A. Narfason FOAM LAKE, SASK. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. september 1946 Dr. Kristjan J. J\ustman 704 McARTHUR BLDG., WINNIPEG HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. septembcr 1946 Vinur

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.