Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 Heimakrinjk fStofnuð 1/891 Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiítabréí blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 Sextíu ára útvarðarstarf Þér skildist að meta þinn andlega arf á erlendum vegamótum. — Að lítið af festu og þreklyndi þarf, ef þrætt skal hjá keldum og hnjótum. — Að allt, sem var bezt um þitt útvarðarstarf var frá ættlandsins hjartarótum. Sextíu ár er langur tími, nálega heil venjuleg mannsævi, og að allmiklum mun lengri ævi, en sumum virðist úthlutuð, þótt örfáum af fjöldanum auðnist að lengja hana alt að þriðjungi eða meir. Það er sannarlega einnig langur tími á sviði félagsskapar og stofnana, og óhjákvæmilega þess virði, að slíkra tímamóta sé rækilega minst. Þó skal hér, eins og að líkum lætur, í þessum fáu orðum, ekki gerð hin minsta tilraun til að rekja söguþætti eða æviatriði blaðsins frá fyrstu tíð, um það hefir verið áður ritað, má alt það finna í hinu glögga, sanna og ítarlega heildaryfirliti eins hins ágætasta, sannmentaðasta og ritfærasta manns, er uppi hefir verið með Vestur-lslendingum, dr. Rögnvaldar sál. Péturssonar. Reit hann yfirlit þetta fyrir 10 árum síðan, er Heimskringla gaf út 50 ára afmælisblað sitt. Var engum sennilega kunnugra um öll atriði þar að lútandi, þar sem hann bæði hafði verið ritstjóri blaðsins um skeið, og meðeigandi þess og ráðamaður, vinur og velunnari öll hin síðari ár, sem og alls þess, er að íslenzkri þjóðrækni laut. Útvarðarstarf! Það er göfugt starf, en kulsamt, erfitt og næð*- ingskent. Sviðið er klettótt og sæbarin úthafsströnd umheimsins; þar næða svalvindar allra átta, og ofsafengnar öldur úthafsins brotna á klettadröngunum, sollnar og freyðandi. Köllun.og ætlunarverk íslenzku blaðanna í Vesturheimi hefir að öllum líkindum ekki verið með öllu ósvipuð útvarðastarfi, sér- staklega þess blaðs, er einkum er hér átt við, og elzt er allra viku- blaða vestan hafs, sem og þeirra blaða, er áður voru hér stofnuð, en áttu sér svo skamman aldur, að þau gátu litlu til leiðar komið, og hinna, er síðan hafa orðið til, einkum þess blaðsins (Lögbergs), er lengst hefir átt samleið, og er nær jafnaldra Heimskringlu. Útvarðarstarf. Á þeim hafa skollið ólgandi öldur óeiningar og sundrungar af og til frá fyrstu tilverutíð þeirra, og einnig öldur heitrar samúðar og fagnaðar, þegar ættþjóðin eða þjóðarbrotið vestra vann sér eitthvað til frægðar og frama. í sextíu ár hefir Heimskringft, (en við hana er eðlilega einkum átt nú) borið hita og þunga dagsins — daganna — áranna, og áratuganna. Hún hefir verið merkis- og boðberi flestra menn- ingarmála, er verið hafa á dagskrá meðal hins dreifða íslenzka þjóðbrots í álfu þessari, raunsæ líkingarmynd og skuggsjá allrar framþróunar og þroska, alls, sem vér erum og höfum verið. Út- vörður margra menningarverðmæta, er að heiman voru flutt, og öruggur vemdari þeirra andlegu verðmæta, er sprottið hafa upp í hérlendum jarðvegi af íslenzkri rót. Eins og kunnugt er, var Heimskringla stofnuð árið 1886, rúm- um áratug eftir að almennir fólksflutningar hófust af íslandi til Vesturheims. Var því meirihluti þeirra hundraða — og þúsunda búið að ná nokkurri rótfestu hér vestra, fyrstu herleiðingum, færslum og byltingum að nokkru lokið. Flestir munu á þeim tímum hafa leitað vestur með þeirri hugsun og ákveðinni fyrir- ætlan, að setjast hér að. Farartækjum, og allri aðstöðu, var þá eins og allir vita, eðlilega ólíkt háttað en síðar varð, að eigi sé talað um þá tækni og breytingu á því sviði, er nútíminn á við að búa. Fæstum af hinu burtlfutta fólki mun því hafa komið til hugar, að það myndi ísland aftur augum líta. Það hafði flest brent allar brýr að baki sér, að minsta kosti hvað fjárhaginn snerti, enda mun reyndin hafa verið sú á þeim árum, að þótt all-margir legðu leið sína til föðurlandsins, og dveldu þar um lengri eða skemri tíma, þá mun aðeins örlítill hluti allra þeirra þúsunda, er vestur flutti hafa sezt þar að aftur til fulls. Helftin settist að vestra, reyndi að koma sér fyrir á þann bezta hátt, er möguleikar stóðu til. “Reistu sér bygðir og bú”, — ekki ef til vill “í blómguðu dalanna skauti”, en margir hverjir við illgreiða frumskóga, og á ströndum veiðivatna þessa mikla megin- lands, og mun það mála sannast, að hið nýja fósturland reyndist öllum þeim innflytjendum vel, er staðfestu höfðu og manndóm til að ryðja sér braut til velgengni og sjálfstæðis. En þeir voru þrátt fyrir alt útlendingar — umhverfið alt, hvað íslendinga snerti, ger- ólíkt öllu því, er þeir höfðu skilið við, og vanist. Fáir geta samið sig að nýjum siðum, ókunnu tungumáli, og framandi landi á örstuttum tíma. Og enginn getur haft andleg alfataskifti í snatri, án þess, “að hann bíði tjón á sálu sinni”. Tíminn einn, og aleinn, þessi alheims-sáralæknir, gat, og varð, að jafna umskiftin og misfellur hins nýja umhverfis. Mundi þá ekki þetta nýstofnaða blað, Heimskringla, hafa verið aufúsugestur á lágreistum heimilum ísl. frumbyggjanna, er dreifðir voru út um misjafnlega strjálbygð héruð þessa mikla meginlands — bæði norðan og sunnan landamerkjalínunnar? Fátt mun hafa verið um bóka- og blaðakost, jafnvel á því máli, er þeir, að minsta kösti í byrjun, ekki skildu sér til neinna nota. Fátt var einnig íslenzkra bóka, nema þær fáu, er innflytjendur' höfðu haft út hingað með sér. Unnw BjarRlií^d 1881 — 1946 Þú heilsaðir mér, Hulda, á Hólmavaði forðum. Til gestsins blíð í bragði þú beindir systurorðum. Þá birti um hraunið hrjúfa og heiði og fjallasýn. Og heimkoman varð betri . — vegna þín! Þig hyllti þjóðin, Hulda, á heiðursdegi sínum. Því ættlands frægð og auðna var efst í ljóðum þínum. Þín geymist mæta minning sem mild og hógvær skín. Og mér er Island kærra — vegna þín! Jakobína Johnson -Seattle, Wash. Útgáfa bóka og blaða heima á Islandi var þá ekki slík, sem hún nú er. Öllum er það kunnugt, að af íslenzkum skáldsögum var fátt eitt í þá daga, og fram yfir síðustu aldamót. Hið sama var að segja um íslenzk fræðirit. Út- varðarstarf! Heimskringla hóf það hér vestra 1886, meðal ís- lenzks burtflutts fólks, og hún hefir haldið því uppi fram á þennan dag — í sextíu ár. 1 hennar kjölfar hafa svo öll þau blöð og tímarit siglt, er stofn- uð voru hér, og auðnaðist að lifa langa eða skamma tíð — jafnvei alt fram á þennan dag. Þau hafa frá fyrstu tíð flutt fregnir heim- an af ættlandinu þeim, er hafa þráð að frétta sem flest þaðan — og það eru allir íslendingar, hvar i heimi sem eru, er þrá það. Þau, (blöðin), voru líka tengiliður, er gerði dreifðum Islendingum mögulegt að frétta margt hver af öðrum, sem þeir annars hefðu aldrei átt kost á að frétta. Sérstaklega mun þetta hafa átt við fyrri hluta þeirra 70 ára, er Islendingar eru búnir að dvelja hérna megin Atlantsála. Svo mOn og einnig hafa verið, að gegnum vestur-íslenzku viku- blöðin varð margt fólk heima á Islandi nokkurs vísara um sína nánustu, — vini og vandamenn, er hingað höfðu flutt, en eins og oft vildi verða, lítið um bréfa- sambönd regluleg á þeim tímum. Já, Heimskringla hefir staðið á verði í öll þessi sextíu ár. En hvað um framtíðina? Um hana skal engu spáð hér. Eins og tekið var fram í byrj- un, átti þetta aldrei að vera neitt í þá átt, að geta kallast heildar- yfirlit yfir sögu blaðsins, þess gerist heldur sannarlega engin þörf, þar sem, eins og minst var fyr á, að hið ágæta heildaryfirlit dr. Rögnvaldar sál. Péturssonar frá 50 ára minningarblaði Heims- kringlu mun birtast í þessu blaði. Er það að tilhlutun ráðamanna blaðsins, og mjög svo viðeigandi, því aldrei verður betra? sannara eða yfirlætislausara yfirlit ritað af neinum, við nokkur tímamót blaðsins í framtíðinni. Er og fáu við að bæta þessi 10 ár, er síðan eru liðin. Hefir flest, er blaðinu viðkemur, haldist í svipuðu horfi og þá var, enda sami maður við ritstjóm þess enn. Þó mun kaupendatala öllu hærri nú,#en þá var, og bendir það tæplega á mikla afturför. Skal svo þessi stutta grein enda, mun hún mega kallast með sanni frekar losaraleg í reipun- um, enda er hún fremur bygð á lausu handahófs hugarflugi, en rökfærslum og sögulegum stað- hæfingum. —- Aðeins skal Heimskringlu ósk- að allra heilla við þessi merku tímamót hennar, og nú, þegar hún byrjar sjötugsaldurinn, munu flestir fallast á það, að hún hafi fyllilega sannað tilveru- rétt sinn, og unnið göfugt út- varðarstarf. —Um íslenzku verðmætin húm- ar nú hljótt, en hvort munu önnur bætast? Því gjálífi nútímans gleymist það fljótt sem göfugast reyndist og mætast. En dagur rís þó eftir dimmustu nótt — þar sem draumar og hugsjónir rætast. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Listasafnið í Osló, Nasjonal- gallariet, hefir keypt eina mynd úr íslenzku deildinni á málverka- sýningunni í Osló. Var það málverk Snorra Arin- bjarnar, “Hús við hafið”, sem varð fyrir vali hinna vandlátu dómara, sem velja myndir fyrir Nasjonalgallerí Norðmannanna. Mynd þessi var í eigu Ásgeirs Júlíussonar, teiknara, og fyrir milligöngu Vilhjálms Finsen sendiherra, og Félags íslenzkra myndlistamanna lét Ásgeir hana góðfúslega af hendi við Nasjon- algallariet. Vilhjálmur Finsen benti á í bréfi sínu til félags myndlista- manna, að með beiðni þessari væri íslenzkum listamanni sýnd- ur mikill heiður, og enda er þetta sennilega fyrsta íslenzka mál- verkið, sem norska Nasjonal- galleriet kaupir. Mynd Snorra “Hús, við haf- ið” er máluð 1944 og var á síð- ustu sýningu hans hér. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu ára afmæli hennar 25. septembcr 1946 Dr. S. E. Björnson Ashern — Manitoba CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Carl T. Kummen London: Verkamálaráðherra Tékka, Vosalik fórst nýlega í bifreiðaslys.i CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 GEORGE SOGDACK Winnipeg, Man. jbcup ettiA daa . . . Á friðar og stríðs- tímum í 128 ár, hafa Canadiskir menn sett traust sitt á Bank of Montreal.. 1 dag er full miljón rnanna og kvenna frá hafi til hafs, er velur bankann sem féhirðir þeirra. • Bank of Montreai; samvinnandi Canada búendum í hvaða stöðu sem er, síðan 1817

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.