Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 33

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 33
60 ára afmaelisBlaö 25. september 1946 Skóla- og menningarmál á Islandi Erindi flutt af W. J. Lindal, dómara, í apríl, 1946, á kveldskóla Canada-íslenzka félagsins. Sumstaðar hefir verið tilfært úr heimildum dálítið nákvæmar en í ræðunni, er það að mestu leyti úr bók eftir Helga Elíasson sem hann kallar: “Lög og reglur um skóla- og menningarmál á íslandi” og er íslenzki titill þessa erindis tekinn þaðan. Fyrstí partur: UNDIRSTAÐAN LMENN FRÆÐSLA á Is- landi er ekki, eins og títt er í flestum öðrum löndum, bundin við mentastofnanir, svo sem barnaskóla, miðskóla, einka- skóla og háskóla. Hver íslend- ingur sem vill leita sér fræðslu, hefir sér til halds og trausts þrjá þjóðlega menningar-forða, sem eru: 1. Norræn menning, sem meinar íslenzk menning. 2. Þjóðleg venja; heimilið og fjölskyldan; vaninn að njóta heimilisfræðslu; — menningarandi heimilis- ins. 3. Fræðslustofnianir ríkisins. 1 heiminum hafa mismunandi menningar átt sér stað. Talað er um menningu Austurlanda og um vestræna menningu. Sagan sýnir að menningar hafa mynd- ast, þróast og svo liðið undir lok, og má þar tilnefna menningu forn Egypta og Babýlóníu- manna. 1 forntíð voru tvær sérstakar menningar í Evrópu, önnur í norðurhluta og hin í suðurhluta álfunnar, og lá línan er aðskildi þær, austur og vestur yfir Þýzka- land og norðurhluta Frakklands. Fyrir norðan voru skandinavar og forn-þýzkarar og teljast þar með Engilsaxar. Að sunnan voru Grikkir og Rómverjar. Þá er aldir liðu blandaðist menning norðurlandanna, hin norræna menning, þeirri suðrænu og runnu báðar að miklu leyti sam- ian og mynduðu menningu nútíð- ar Evrópu. En á Islandi héfir hin forna menning verið vand- lega varðveitt og hefir verið hlynt að henni alt til þessa dags. í bók sem gefin var út árið sem leið og sem heitir “History of I Education in Iceland” (Menning- ar og mentunar saga íslands), hefir höfundurinn, G. T. Trial, skýrt þetta í fáum en sannleiks- þrungnum orðum og segir meðal annars: “Menning og mentun á Islandi snýst nú í kringum eitt aðal atriði, nefnilega þau sérkenni ís- lenzkrar menningar sem aðskilja hana frá menningu anniara landa. Menning norrænu þjóðanna hef- ir fallið íslenzku þjóðinni í skaut.”D íslenzk menning Orðið menning í íslenzku máli nær yfir miklu meira en enska orðið “culture”. I orðinu inni- felst sérstök og heil lífsspeki og hefir sú lífsspeki vafist inn í lifnaðar- og hugsunarháttu þjóð- arinnar og það á fullkomnari hátt en margur hefir gert sér grein fyrir. Ljósasti votturinn 1) History of Education in Iceland, p. 12. um andlegan þroska þjóðarinn- ar frá byrjun er tungan og hin forna menning sem varðveittust í munnmælum og skrifum, þar til gullaldar bókmentirnar voru ritaðar og urðu uppsprettulind menningarlífs þjóðarinnar. Má vera að Eddurnar og sögurnar séu ekki fræðimenn og kennarar íslenzku þjóðarinnar, en með sanni má segja að þær hafa mót- að skap og dáð hennar. Aherzlan sem lögð er á menn- ingu íslendinga er auðsæ. Próf. Sigurður Nordal, sem stendur fremstur í röð fræðslumanna ís- lands, hefir skrifað stóra bók sem er aðeins fyrsta bindi í heild sem hann kallar “Islenzk menning”. Hann segir að Bene- dikt Gröndal, hinn yngri, háfi unnið áratugum saman að norr- ænni menningarsögu “en auðn- aðist ekki að ljúka þessu stór- virki.” Oft kemur fyrir að rit- höfundar minnast á og ræða um alþýðumenning. Árið 1939 var bók gefin út sem er þrjú hundr- uð blaðsíður á stærð og heitir: “Saga alþýðufræðslunnar”. Fræðsla á heimilum Alþýðumenningin byggist ekki einungis á forn-(bókmentum heldur engu síður á þjóðar-venju sem er eins gömul og þjóðin sjálf. Þessi þjóðsiður er annar liðurinn í menningarþróun þjóð- arinnar. Frá Alda öðli hefir íslenzka þjóðin haft sterka löngun til að afla sér fræðslu og mentunar. Má vera að landnámsmenn hafi komið með þessa ástríðu til meiri þekkingar, með sér er þeir lögðu af stað til eyjarinnar — að hún hafi verið partur af hinni sterku þrá sem einkendi víkinga í forn- öld, þrá að leita fram frá því sem þekt er og séð til hins sem ó- kannað er. Svo má einnig vera að hún hafi fæðst og dafnað ó- sjálfkrafa á gullaldartíð íslands. Hvort kom fyrst, bókmentirnar eða fræðslu-þráin, þarf ekki að ræða hér. En um eitt eru allir sagnritararnir sammála: afleið- ingin var sú að fræðsla var al- gengari og á hærra stigi á íslandi en í flestum öðrum löndum á þeim tímum. Það var mjög al- gengt að fólk gat bæði lesið og skrifað. Svo komu aldir myrkurs og örvæntinga. Á meðan þetta langa og sorglega tímabil stóð yfir, og náði það yfir meir en fimm ald- ir, var mikið lagt á þjóðina. En ómögulegt var að eyðileggja þessa einstæðu mentaþrá í henni eða draga úr henni allan kjark og dug. Hin óþrjótandi huggun og von, sem sögurnar veittu þjóð- inni; hin fQrna tunga, sem er svo rík og fögur í orða breytingum og vali; hið mikla mótlæti af náttúrunnar hálfu, eldgos, jarð- skjálftar og ísreki; harðneskja og kúgun útlendinga undir verzlunar einokuninni — það alt varð til þess að mynda og varð- veita lífsspeki sem kom í ljós i heimatilbúnu fræðslu - fyrir- komulagi sem veitti almenningi fræðslu og skapaði anda þjóðar- innar. Nú skulum við líta snöggvast á alþýðu heimili eins og þau voru á seytjándu og átjándu öldinni og athuga siðu og háttu sem þá voru algengir. Þess ber að gæta að á þessum tveimur öldum þrengdi hungur og fátækt, eymd og bágindi, meir að þjóðinni en nokkru sinni fyr eða síðar. Heim- ilið var miðþunktur menningar- lífs hennar. Eiginlega var það baðstofan, þar sem allir sátu saman á kveldin og einhver las úr sögunum eða flutti kvæði. Farið var að kenna börnum þeg- ar þau voru mjög ung. í bók, þar sem er mjög ítarlega skýrt frá þjóðháttum og siðum á Islandi og sem heitir “íslenzkir þjóð- hættir”, kemst höfundurinn, Jónas Jónasson, þanni^ að orði. “Undir eins og börnin voru orðin nokkurn veginn talandi, var farið að kenna þeim signing- una, faðirvor og blessunarorðin, og svo vers og bænir, áður en þau skildu nokkuð í því, sem þau fóru með. En skilningurinn kom með aldrinum. Mæðurnar og fóstrurnar sátu í rökkrinu, prjón- uðu og spunnu og höfðu börnin hjá sér og létu þau hafa eftir sér vers og bænir .... svo bættu prestamir við hver eftir sínu höfði í húsvitjunum og á kirkju- gólfinu.”2) Á þennan hátt var undirstaða lögð undir fræðslu á heimilum og hélst sú fræðsla áfram, sem sjálfsmentun, frá ungdóms- til fullorðinsára og jafnvel til elli- daga. Ekki má þetta skiljast svo að allir gætu lesið og skrifað, þótt alþýðu mentun hafi ekki verið á lágu stigi, en það var til þess að allir, bæði þeir sem voru læsir og aðrir, lærðu fádæma mikið utanbókar af sálmum og kvæðum og náðu sér vel niður í sögunum. Tæki til þess að læra að skrifa voru fá. Stundum var ómögu- legt að ná í bækur og var þá stafrofið fengið til láns frá prest- um og lært að skrifa eftir því. Þetta kom þvi til leiðar að menn lærðu að skrifa prentletur, þar 2) Isl. þjóðhættir, bls. 274. sem nemandinn páraði eftir prentuðum stöfunum fyrir fram- an sig. Sumir af þeim sem lærðu í fyrstu að skrifa svona, urðu listaskrifarar á síðari árum. Enn eru á lífi gamlir menn sem vilja heldur skrifa á þennan hátt. Skortur á pappír var hörmu- legur. Sumstaðar fundust stein- ar sem ekki voru mjög harðir. Börn lærðu að skrifa með því að rispa á steininn, afmá það og rispa svo aftur. Jónas Jónasson bendir á Sigvalda Jónasson, skáld, sem lærði að skrifa mjög fagra hönd. Hann lærði fyrst að draga til stafs á skininn hross- kjálka. Ilt var að ná í blek og urðu menn að gera sig ánægða með blek sem þeir bjuggu til sjálfir. Þeir suðu saman sortulyngsseiði og sortu. Stundum var blek búið til úr sóti og jafnvel úr kálfsblóði. Sem dæmi til þess að sýna á hvað>a stigi heimilisfræðslan var á þessum tímum þarf aðeins að tilfæra það sem Konráð Gísla- son, prófessor, sagði um kensl- una á heimili foreldra hans. — Konráð fæddist árið 1808. Hann var einn af Fjölnis-mönnum og þessvegna í hópi þeirra manna sem skipuðu öndvegi á viðreisn- artímabilinu fyrri helming nítj- ándu aldarinnar. Honum fórust þannig orð: “Fyrsti kennari minn var mín ástkæra og guðhrædda móðir. Af því að faðir minn hafði ekki tóm til þess, kendi hún bæði mér og 8 systkinum mínum, og varð þó um leið að gegna öllum innan- hússtörfum, því að foreldrar mínir voru fátækir. Tilsögnin Framh. á bls. 36. SEVENTY-ONE YEARS AGO Lucas’ Historical Diary of Winnipeg contains this interesting statement: 1875. The first group of Icelanders arrived in Winnipeg on the boat International, on October llth — there being 285 in the party, comprised of 216 adults, 60 families, 80 men. Seven days later, October 18th, 1875, the party, an intelligent and excellent people — a valuable acquisition to the Province, set out for the reserve on Lake Winnipeg, erecting the nucleus of Gimli, which soon became Icelandic head- quarters for Western Canada. Icelandic People have made a fine contribution to the develop- ment of Winnipeg and ]\Ianitoba. We number many of them among our employees and our customers. We have served them for more than 50 years and they know that Winnipeg Electric Service whether it be Electric Service, Gas Service or Transportation Service — is the Best Service obtain- able. A SPECIAL INVITATION FROM REDDY KILOWATT: If you are planning on building a new house or making repairs to your present dwelling, then telephone 904 319 immediately. Bv doing so you will be able to obtain quickly the essential advice on how your house may be wired so as to obtain the greatest amount of comfort from all the new appliances, whether they be electric or gas. All advice given is without cost or obligation to you. REDDY KIL0WATT DISCUSSES EMPL0YEE-EMPL0YER RELATI0NS Reddy Kilowatt, our energetic Winnipeg Street Railway news reporter advises us that he has had a special interview with W. H. Carter, president and general manager of Winnipeg Electric Company. “We now have an unbroken record of twenty seven years without a strike or lockout,” stated Mr. Carter, commenting on the acceptance by Winnipeg Electric Employees Federated Council, O.B.U., of the new wage agreement. The agreement, which covers workers in the transportation, electric and gas utilities until December 31, 1947, has been approved by the War Labor Board. Mr. Carter pointed out that the agreement, arrived at after months of collective bargaining, represents considerable conces- sions by the management beyond the original offer as well as by the employees in receding from their original demands. AII through the negotiations the thought uppermost in the minds of the management and the men was their sense of responsibility to the people of Greater Winnipeg and, natuxally, eveiy effort was put forth to arrive at an amicable settlement that would prevent any disruption of sei'vice. “Greatly increased efficiency in opera- tion and inci eased revenues will be needed to meet these increased labour costs,” Mr. Carter said. He also emphasized the fact that the amicable settlement of their wage negotiations showed (when you consider all the difficulties that are being experienced in other communities throughout Canada) an indication of the good relationship which exists between management and labour gen- eially in the Winnipeg District. WINNIPEG F.LECTRIC f.OMPANY fíSifí&W^TifíÍiYíiWéivivi áV/áÝíáVi tV? éW>Y/*w tv/>w évi »S;y >vy *W *W >¥í tW tWtWtVV'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.