Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 17

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 17
OO ára afnuslisblað 25. september 1946 SKAGAFJORÐUR Blámar yfir láði og legi ljúfur þeyr, um maíkveld, svífur hljótt, um vorsins vegi vörmum hlaðinn sólar eld. Gullið blik, frá logalöndum leggur glæst, um fjallsins kinn sviflétt vor, með seglum þöndum siglir yfir fjörðinn minn. Síðstu dagsins bjarmar blika brúnum á, svo töframjúk loftsins aldan leikur kvika lofnar dans um Mælihnjúk. Miðfirðis, sem vega vísir, vængja þreyttum gesti heim, fjallkonungsins fegurð lýsir fannahjálms, um auðnar geim. Lít eg Skörð, með brúnum bláurn blasa sýn í vestur átt, Arnarstapa undir háum eyði kotið mosa grátt. Þaðan sveif hann svanurinn góði sumarljóð er kvað svo heið, mannkærleikans mesti gróði og mannvitsins á þroska leið. Breytigjörn í lit og línum landsýn jafnan fegurð tryggð, svífur fyrir sjónum mínum Suður-eyska kappans byggð. Fræðimensku fyrri alda fóstraði þar Skarðsár Björn, enn munu niðjar uppi halda afreksmannsins sókn, og vöm. Sé eg rafurljósin loga, lyngs við brekkur Sauðárkrók, útsýnið til eyja um voga umhverfinu fegurð jók. Þó litur þinn sé “grátt í gráu”, og gusti kalt um svipinn þinn, Verður þú aldrei smátt í smáu, smíðisverki krókur minn. Sé eg eld á ægis bárum yst í vestri dýrðleg sýn, hann er geymdi á æsku árum óskadrauma gullin mín. Lítinn dreng, á lága stalla, langaði ganga um sólar ris Tindastólsins töfra halla tíguleik þó fór á mis. Austra ferju yfir boða ýtt á Bæjarkletta svið. Hofsbóndans við hirð mun loða höfðings risna að fornum sið. Kolbeins mágur, kennist löngum kappa þar er blæddi und, þróttur Brodda, þyrmdi öngum við Þórólfs víg, og Haugsnesfund. En sem fyr í austur 9veitum, öndvegið er fjörður minn. en það fer að verða í þessum reitum þáttaskifti um mannskapinn. Búsæld Stýflu, blóm og aröur, brostnar vonir minning tóm, horfinn Edens aldingarður. Urðar fyrir skapadóm. Ríkja í brúnum Raftahlíðar regin vættir fagra hvels glitra tún, og grundir víðar gróskan laus af mörkum hels. Gneistar líf frá gömlum skóla göfgi og mannvit sem að ól, seint mun fyrnast — Heim til Hóla, helgi vorum biskups stól. Hríshóls land eg legg und fætur lít þar yfir Öndotts sveit, mörg þar sagan merla lætur minningar um töp og heit. Klukknahljóm eg heyri veikan, hljótt og þungt, steig líkfylgdin, sem þar forðum flútti bleikan, foringjann og biskupinn. Hegranes í vestri vakir varðbúinn um eyðisand, hvassbrýnt, á við sæinn sækir sogöldur hvar ganga á land. Hafurs lög á Hegraþingum hreysti voru þrungin glóð, griðníðingur gestum slyngum gjörist aldrei skagfirsk þjóð. Sé eg fylking firða á vori fram um Hólminn taka sprett, glæsta fáka, án gróms í spori grípa töltið undur létt. Hér er löngum vítt til veggja vitund ör, að mynda brag, Skagfirðing þarf aldrei eggja upp að hefja kvæðalag. Hratt er riðið, fákar frísa fjörið gnast við hverja taug, mélin tuggð, og makkar rísa moldar skvetta úr hófum flaug Á Vallnalaugar breiðum bala brátt er áð, því skiftist leið, austur á Hlíð, og inn til dala öllum verðum förin greið. Horfi eg mót Hlíðarfjöllum á hamrabelti, tind og skörð, svipmynd, sem að yljar öllum er eitt sinn líta Skagafjörð. Tvísett brosir bæjar lína, blómleg tún, og engi fríð; sumarnátta sælu skína sé eg yfir Blönduhlíð. Sú var tíð í sorgarklæðum sitja vanstu’ Hlíðin góð, þegar kreppti að öllum æðum áþján dönsk, og Skaftárglóð. Hafísar, og harður vetur, heimtuðu líka af þér sitt, en þú hefur goldið góðum betur við Guð og Dani ertu kvitt. En aðra skuld, þú átt að gjalda ástríkasta sveitin mín, Hjálmars merki meir upp halda mætti vera sæmdin þín. Þótt brysti á, um ykkar kynni að yrðu báðum skapi feld, þá lýsti ’ann upp með ljóðsnild sinni löngu föstu dimmust kveld. Kom þú vinur, kvöld til Dala kyrð þá ríkir yfir sveit, þar í friði fjalla sala fegurð skín á hverjum reit. Finnur þú ei ilminn anga, af ^ini, víði, lyngi og björk, fer þig ei að langa, langa, að leggjast út á furðumörk. Göngumóðum gesti bíður, gatan Þorbrandsstöðum að, skáli hár, til veggja víður varðar lof um þennan stað. Þar voru aldrei aurar taldir til innheimtu um risnu gjörð, Þorbrands rausn, mun enn um aldir eiga ríki um Skagafjörð. Fjörður minn, til frelsis borinn, fjötri þig aldrei böndin nein, sé þér jafnan sólrík vorin sigurmörk á þroskans grein. Sú er einust óska minna ævarandi, það eg finn; fyrir þig að vaka og vinna, vera talinn sonur þinn. Magn. Kr. Gíslason (Frá Vöglum í Skagafirði) Skýringar: Hjá Vallnalaug: þriggja hreppa þingstáður fram Skagf. Raftahlíð: Fjöll í Hjalta- dal. Hafurslög: Hafur á Knappstöðum í Stíflu, sagði upp grið fyrir Gretti á Hegránesþingi. Þorbrandsstaðir: Þorbrandur örrek, nam land, Silfrastaðahlíð og Norðurárdal, bjó á Þor- bandsst. nú Ytrikot; hann lét gera skála yfir veginn, var þar hverjum vegfaranda matur heimill. r S. Thorvaldson, M.B.E., President ESTABLISHED 1897 L. A. Sigurdsson, M.D., Sec.-Treas. HAMINGJUOSKIR til íslenzka vikublaðsins, Heimskringla, sem hefir stöðugt í full sextíu ár verið útvörður íslenzkra þjóðþrifa og íslenzkrar menningar í vesturheimi. Megi Heimskringla eiga fyrir höndum þróttmikla og farsæla framtíð. Sigurdsson, Thorvaldson Company, Limited GENERAL MERCHANTS Incorporated 1912 BUILDERS’ SUPPLIES — LUMBER YARDS: RIVERTON & ARBORG Three Stores RIVERTON — HNAUSA — ARBORG MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.