Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 26

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 26
IMW& ’AWW mmm 26. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEt= GULLBRÚÐKAUPSKVEÐJA Til Bjarna og Ingibjargar Guðmundson 1. september 1946 Sali ykkar sólargulli sveipar þessi kæri dagur, minninganna mildum ljóma, morgunhlýr og æskufagur. Heill sé þeim, sem hjartaeldinn himinborinn þannig geyma, eins og þið um æfi langa, aldrei hæsta marki gleyma. Landnámshjón, er heiður krýnir, hylla skal á þessum degi. Blessuð verk sem blómstur anga, bjart er yfir förnum vegi. Fagran ávöxt framtíð bera fremdarstörf og sálargróður. Því skal ykkur heitur Iiljóma hjartagróinn þakkaróður. Sitjið heil að sæmdarmóti, sigurrík á gæfudegi. Þó að æfi halli’ að hausti, hugans sumar þrotnar eigi. Richard Beck Eilífi kraftur, lögmáls lífs, á jörð, ljúft skal eg flytja vora þakkar- gjörð. Þú gafst oss von og þrek í hverri þraut, í þúsund ára stríð, á landsins frelsis braut. Horfi eg undan skuggsjá, skygnist inn í framtíð, skín yfir íslandi fögur sól, alfrjáls er þjóð- in, einn þar ríkir andi: ándi rétt- lætis, andi kærleiks og friðar, andi lærdóms og lista. Þar blika ljósin sem lýsa frá villuvegum, herklæddum heimsins þjóðum, þar verða sáttmálar sælli tíðar undirritaðir öllum lýði, þegar helgrímu helgir vættir, svifta af augum allra djöfla. Því vil óska að vinir og niðj- ar í Vesturheimi, varðveiti gim- steina góðrar ættar, það verður minningu móðurjarðar mestur sómi, — þá mun í framtíð, hvar sem sporin liggja, Íslendings á- valt að göfgi getið. H. E. Magnússon ICELANDIC CANADIAN CLUB NEWS Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. The opening meeting of the Icelandic Canadian Club on Mon- day, Sept. 16, was well attended and proved to be a very enter- taining social evening. Several visitors were present and some of them indicated their wishes to join the club and we certain- ly hope they will. Following a brief business session the speaker of the even- ing, Mr. Ted Schrader of the Winnipeg Tribune, gave a most interesting and enlightening talk on: “How Newspapermen Get Their News”. Then lunch was served by the social committee which did the job as well as'ever. We enjoyed ourselves immensely visiting one another and swapping holiday experiences. One of the club’s proposed pro- jects is the building of club rooms in cooperation with the Icelandic National League and other interested societies. A committee is investigating the posibilities. Mrs. Danielson announced that the Evening School com- mittee was making plans to spon- sor four lectures on Icelandic Pioneers in Manitoba, to be de- livered at the club’s general meetings. Classes in the Iceland- ic language are to be held on separate evenings at her home. Notices will be sent out to last year’s students. Any others who are interested please get in touch with Mrs. Danielson. The president, Mr. Carl Hall- son, announced an idea that was suggested to him by a club mem- ber, namely, that the club en- courage and promote sports among those irjterested. The meeting favored this idea. Those interested please contact Mr. Hallson, 740 Victor St., phone 88 803. Those wishing to become mem- bers of the club may contact Miss S. Eydal, convener of the mem- bership committee, 745 Alver- stone St., phone 29 794. L. Guttormsson, secretary KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið Mynd þessi er af Mr. og Mrs. Bjarna Óuðmundsson, Tujunga, Calif., og fjölskyldu þeirra, tekin 1. sept. 1946 í gullbrúðkaupi þeirra. Frásögn um gullbrúðkaupið birtist í síðasta blaði eftir hr. Skúla G. Bjarnason, og einnig kvæði hr. Steingríms Arasonar, en myndin var þá ekki komin, og eigi heldur gullbrúðkaupskvæði Dr. R. Becks, og birtist því hér. Fremri röð, talið frá vinstri til hægri: Jón Guðmundson, Mrs. Anna Lecocq, Ingibjörg Gqðmundson, Bjarni Guðmundson, Elin Appleton, Hannes Guðmundson. Aftari röð, talið frá vinstri til hægri: Paul Guðmundson, Karl Guðmundson, Thórður Guð- mundson, séra Guðmundur Guðmundson, Joel S. Guðmundson. MILLI LESMÁLS OG LJÓÐA Ávarp Fjallkonunnar 2. ágúst, flutt að Silver Lake, Wash. Kæru íslendingar! 1 dag dvel eg mitt á meðal yðar í anda, sem “symbol”, það er táknmynd, í tímans straumi; sem táknmynd hirvnar íslenzku þjóðar. Eg ber yður ástar kveðj- ur frá ættingjum og vinum á Ey- landinu fagra, út við íshafsins baug. Þar hef eg um aldir setið að völdum, undir segulstraumum leiftrandi norðurljósa um heiðar vetrarnætur. Horfði eg oft til himins og huldar réði gátur, hug- fangin las eg vetrarstjörnu braut. Vakað hef eg og hlustað, í vornætur friði, á vatnanið og söngva með þúsund radda klið; — þá fann eg ilminn af angandi gróðri um allar landsins bygðir j var fagnað, sumardýrð, en mið- | n'ætur sólin brosti á hafsins öld- um, og boðaði nýjan dag. Séð hef eg líka “Eldgos”; menn og bygð- ir brenna, banvænar drepsóttir geysa yfir land, Séð hef eg haf- ísinn helgreipum spenna hafnir og strendur, banna bjargráð öll. Þungt varð mér fyrir brjósti að bera slíkar sorgir, að sjá mitt fólk og fénað falla hungurmorða, þannig hef eg um aldir örlög bor- ið með Islendingum. Lengi liíi Heimskringla! Sextíu ár er löng æfi fyrir fréttablað, því langlífi er þeim ekki mörgum gefið. Það er gott til þess að vita að Islendingar skuli hafa haldið við tungu sinni og þjóðareiginleikum í þessu kjör- landi sínu. Hinar stórmerku bókmentir tslands og saga hinnar frelsis elskandi, starfsömu og framtaks miklu þjóðar eiga það sannarlega skilið að þeim sé haldið á lofti í blöðum skrifuðum á hinu upprunalega máli, jafn- vel þó flestir íslendingar hér hafi hin ágætustu tök á enskri tungu. Canadian Cooperative Wheat Producers Limited senda heillaóskir til Heimskringlu og árna þessu vel skrifaða og framtakssama blaði langra lífdaga. Oanadian Cooperative Wlieat Producers Lld. WINNIPEG — CANADA Manitoba Pool. Elevators Saskatchewan Cooperative Alberta Wheat Pool Winnipeg Manitoba Producers Limited Calgary Alberta Regina Saskatchewan w*VAw»v,j\yj >\ ,ti../».,<’>i,/'t./'»'i, ívi'k. /'»v., Congratulations to Heimskringla on this its 6oth Anniversary September 2yth 1946 » >..»./».'■>. 7 »■■"''» ».'■»•■ >»v,»V-,»\ . »»V7 »V7 »l'7»W»l’, »W mfrWí » »■• /'■»'> /fc' / tw-tv •'»'■•, »1-. »V>. » 7 >. , »?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.