Heimskringla - 25.09.1946, Síða 29
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946
HEIMSKRINGLA
29. SÍÐA
Liggur nú leiðin aftur suður
fyrir landamærin. En af því
þoka var á, var áð um stund hjá
Jónasi Pálssyni í New Westmin-
ster, til þess að ná áttunum: en
Jónas hefir altaf áttavita í fór-
um sínum, og er fús að leiðbeina
þeim, sem um veginn fara. Mun
Túðesen danski hafa getið þessa
einhversstaðar, þó eg minnist
ekki að hafa séð það í kvæðum
hans. En hvað sem því líður þótti
okkur vænt um að geta mætt
þama góðum kunningjum frá
fomöldinni, á meðan áttavitinn
var að finna rétta stefnu á “lín-
una”, sem aldrei skyldi verið
hafa.
I gegn um Blaine var farið
hægt og hljóðlega og minst við
marga góða íslendinga, sem þar
búa. Er hér afar viðkunnanlegt
pláss og rólegt og minnir að sumu
leyti á sjávarþorp á íslandi. Er
það vel til fallið að reisa þarna
heimili fyrir gamla fólkið enda
er það nú komið vel á veg. Við
bílum í gegn um Bellingham og
inn í Mt. Vernon þar sem Óli
mágur Laxdal býr og nú emm
við heima hjá okkur þar, fram
yfir jólin; Veðrið er eins og í
september í Manitoba, einungis
rignir hér meira. Mt. Vernon
liggur 30 mílur frá sjó og rennur
talsvert vatnsmikil á í gegn um
borgina, sem heitir Skagit, og er
bún talsvert fræg í sögu Wash
ington ríkis og notuð til ýmsra
þarfa fyrir landsmenn. Er hér
vellíðan fólks og næg atvinna
fyrir alla. Landið er afar frjó-
samt og veðurblíða oftast, enda
er hér yfirleitt mikil auðlegð og
peningavelta mikil. Jólin í Mt.
Vernon verða minnisstæð, hjá
Ólafi Laxdal og Ólöfu konu hans,
þar sem við dvöldum í þrjár vik-
ur. Nutum við þarna hinnar
beztu hvíldar og hressingar í
sumarblíðu jólaveðri og áttum
kost á að kynnast mörgu góðu
fólki, sem er að mestu leyti af
Norðurlanda fólki komið og þvl
r.ær okkur íslendingum en ann-
ars myndi verið hafa.
Til Seattle komum við á gaml-
ársdag, og áttum við þar heim-
boð og sjálfsagt heimili hjá Dr.
Jóni S. Árnasyni, fornvini og
skólabróður. Var þar heldur ekki
í kot vísað og undum við þar hið
bezta og áttum margar heim-
sóknir til íslendinga í Ballard
þann tíma sem við dvöldum í
Seattle. Er þar eitt mikið ís-
lendingafélag sem nefnist
“Vestri” og vakandi vel yfir sín-j
um verðmætum. Áttum við kost
á að sækja tvo fundi til þeirra og
skemtum okkur vel. Núverandi
forseti þess félags er Hallur
Magnússon, mjög lipur og við-
feldinn og nýtur mikils trausts
hjá fólkinu, en presturinn, sr. H. J
S. Sigmar, stýrir skemtiskrá og
ferst það vel úr hendi; því hann1
er áhugasamur og mikið ljúf-
menni í allri framkomu. Félags-!
blað er gefið út og lesið á fund-
um af ritstjóra þess, Jóni Magn-|
ússyni, og er það vel úr garði
gert og bæði til skemtunar og
fróðleiks, því Jón er vel því verki
vaxinn, eins og allir vita er hon-
um kynnast nokkuð. Víða áttum
við hinum beztu viðtökum að
fagna í Ballard og þar búa víst
um 600 íslendingar. Var Jakob-
ína Johnson okkur mjög vin-
veitt í öllu ásamt manni hennar
fsak Johnson, sem má segja að
sé gamall sveitungi minn frá fs-
landi. Er hann einnig greindur
vel og skemtilegur í viðræðum,
kátur og fjörugur sem ungur
væri, þó nú sé hann nokkuð tek-
inn að eldast. Er ekki hægt að
minnast hér á fleira, en svo J
mörgu góðu íslenzku fólki kynt-
umst við þarna að það gæti orð-
ið efni í aðra ritgerð. En við
erum öllu því fólki þakklát fyrir
þær ágætu viðtökur, sem við átt-
um að mæta á meðan við dvöld-
um í Ballard.
f Portland, Oregon, dvöldum
við í viku hjá önnu Vatnsdal,
ekkju Þórðar Vatnsdal, sem rak
verzlun um eitt skeið í Wadena,
Sask., og fluttist þaðan til Port-
land. Kyntumst við þeim á fyrri
árum og hefir sú góða kynning
ávalt haldist síðan. Býr hún þar
nú ásamt þrem bömum sínum,
sem eru öll vel gefin og hafa at-
vinnu þar í borginni. Var það
okkur til mikillar ánægju og
hvíldar að dvelja á því góða
heimili og njóta þeirrar alúðar,
sem við áttum þar að fagna. í
raun og vem er svona langferð,
jafnvel í alla veðursældina á
vesturströndinni tæpast þess
verð að hún sé farin eingöngu til
að sjá landið og hafið, eða þá að
njóta veðursins, því jörðin sjálf
er ekki það, sem finnur dýpstan
hljómgrunn í mannssálinni. Hér
verður eitthvað annað ennþá þýð
ingarmeira að koma til greina og
hefi eg þegar nokkuð á það
minst, en það er þessi dýrmæta
samúð og vinátta góðra manna,
sem meðfram veginum búa, erj
rétta manni hlýja hönd og opna
heimili sín fyrir manni á þann
hátt sem gert var við okkur, alls-
staðar á þessu langa ferðalagi á
ströndinni.
STÖKUR
Kjörin breytast, kul eg finn,
kenni þreytu í spori.
Heima í 9veit er hugurinn,
— hann er að leita að vori.
í grænni laut
Héma inni í helgum frið,
hlýja finn eg strauma.
Á hér kynni aftur við
æsku minnar drauma.
Á heimleið voru einnig með
okkur tveir farþegar í bílnum,
voru það Bára Sólmundson
hjúkrunarkona og Herbert
Helgason frá Gimli. Viar þetta
þá ennþá alíslenzkt samfélag og
þótti okkur mjög vænt um
hvernig úr rættist með heimferð-
ina. Er farið niður að hafinu frá
Portland og liggur vegurinn ,
lengi yfir hæðir og dali fast við j Sauðárkroki, Islandi
sjóinn og gefur manni við og við, ========
afar mikilfenglega útsýn yfir; frúna þektum við fyrir nokkrum
hafsins víða geim. í Bandon, árum> er hun var skoiakennari i
Oregon, var staðnæmst að kvöldi! Árbor§- en f°reldrar hennar eru
og vissum við þar af íslenzkri j Mr- °§ Mrs- Hallson 1 Eriksdale.
Hér er nóg um fjalla-frið,
farinn snjóa-köstur.
Landið hló þér löngum við
litli skógarþröstur.
Ólína Jónasdóttir
konu, sem þar býr, og náðum
fljótt sambandi við hana. Heitir
hún Ingibjörg Miller og býr þar
með manni sínum, sem er for-
maður fyrir afar stórt timburfé-
lag. Um ætt hennar vissum við,
að hún er dóttir Erlends heitins
iSíðasti viðkomustaður a
ströndinni, San Diego, er mjög
falleg borg og sjálfsagt er þar
veðursæld mikil. Áttum við þar
ágæta heimsókn til Mrs. Curry í
Coronado. Er hún höfðingi heim
' að sækja og meðal annars slóst
og Ólínu, sem lengi bjuggu á; hún í för með okkur til Mexikó,
Hálandi hjá Árborg í Manitoba til að sýna okkur hvernig hlut-
og höfðum við í mörg ár þekt ætt-! irnir líta út sunnan þeirra landa-
fólk hennar þar að öllu góðu.Jmæra. Höfðum við hina mestu
Var nú ekki um annað að talajánægju af því ferðalagi og þótt-
en næturgistingu hjá þessum á-
gætu hjónum og undum við þar
hag okkar eins og heima væri og
umst hafa eytt þeim degi vel því
alt gekk það eins og í sögu. Var
þar ýmislegt nýstárlega að sjá og
voru viðtökurnar þama engu á boðstólum og einungis fátt af
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
Það er mér ljúft að óska aðstandendum Heimskringlu
til heilla á 60 ára afmæli blaðsins og þakka fyrir þann
mikla þátt sem blaðið hefir átt í framfaramálum vox*um
-Vestur-íslendinga og þjóðarmálum þessa lands.
Verði framtíð Heimskringlu og gengi frjálst og fagurt
á komandi árum.
Skuli Sigfusson
; síðri, en við höfðum átt að venj-
ast áður á þessu ferðalagi.
t San Francisco áttum við
tveggja daga viðdvöl, og notuð-
um þá eftir föngum til að skoða
þessa fallegu borg, og kaupa
ýmislegt til minja. Hefðum við
viljað eyða meiri tíma þarna en
nú var farið að styttast í orlof-
inu og urðum við því að halda á-
fram ferðinni til Los Angeles,
þar sem við eyddum öðrum
tveim dögum, við að heimsækja
kunningja og litast um í borg-
inni. Var þar Hollywood efst á
blaði og þá Forest Lawn, sem er
heimsfrægur kirkjugarður, sem
ekki er hægt að skýra frá í stuttu
máli. Inglewood, þar sem Gunn-
ar og frú Matthíasson hafa lengi
búið. Áttum við þar skemtilega
dagstund og mættum þar ungu
mentafólki frá íslandi og einnig
gömlum kunningja, Th. Good-
man, sem þar er búsettur nú. 1
La Cauada, sem er áfastur bær
við Los Angeles, gistum við hjá
Mr. og Mrs. I. Bergsteinsson, en
LUNDAR
MANITOBA
því gátum við flutt með okkur
heim.
Á öðrum degi kvöddum við
svo frú Curry og í þakklátum
huga fyrir alla alúð og góðvild og
lögðum upp í heimferðina, sem
stóð yfir í víku þaðan til Winni-
peg. Á því ferðalagi bar ekki
margt til tíðinda sem í frásögur
er færandi enda þessi pistill orð-
inn nægur fyrir eina Heims
kringlu. Heimkoman var í alla
staði ánægjuleg og þegar litið er
til baka finnur maður að ferða-
lag eins og þetta, þó það sé að
sumu leyti þreytandi, innifelur í
sér mikilvægan lærdóm og lífs-
reynslu, sem byggir mann upp
til áframhalds í daglegu starfi
og ómetanlegar endurminningar
um alt það góða, sem það bar í
skauti sér.
S. E. Björnson
Framvegis verður Heims-
kringla fáanleg í lausasölu, hjá
hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla
vörðustíg 2, Reykjavík, ísland.
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
Gundry Pymore Limited
58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 98-211
T. R. Thorvaldson, Representative, Winnipeg, Man.
JreLllaóó ki%
ti
J4eimók%ing,lu
Á SEXTÍU ÁRA AFMÆLI HENNAR
25. SEPTEMBER 1946
K. Kristjanson
GARDAR, N. DAK.
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hcnnar
25. september 1946
Hólmfríður Pétursson
45 Home Street
Winnipeg, Manitoba
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
LENGI LIFI HEIMSKRINGLA!
A. G. Breiðfjörð
R. 2, Blaine, Washington, U. S. A.
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
Breckman Bros.
LUNDAR
MANITOBA
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
JOHNSONS’ STORE
GENERAL MERCHANTS
Box 61
LUNDAR :: MANITOBA
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
Winnipeg Realty Company
237 SOMERSET BLOCK WINNIPEG, MAN.
Halldór Johnson