Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 22

Heimskringla - 25.09.1946, Blaðsíða 22
22. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 R. J. Mercer, Idry goods) 670 SARGENT AVE. — WINNIPEG, MAN. Telephone 33 884 CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA on this its 60th Anniversary September 25th 1946 Sargent Garage 840 Sargent Ave. at Banning St. Phone 37 688 TAYLOR BROS., Proprietors Einn af ritstjórum Heimskringlu Gestur Pálsson \\ Sameiningin óskar Heimskringlu til lukku á 60 ára afmæli hennar. // Heimskringla á sextugs af mæli 25. september 1946. — Þann dag fyrir níutíu árum síð an var fæddur í Miðhúsum Reykhólasveit á íslandi, einn af hennar ágætustu ritstjórum, — Gestur Pálsson. Ungur kom Gestur vestur um haf, og ungur dó hann. — Hann var ritstjóri Heimskringlu frá 12. júní 1890 til 19. ágúst 1891. Það munu flestir kalla stutta rit- stjóra-æfi, en sumum mönnum er það gefið að geta sagt meira á fáum mánuðum, heldur en aðrir geta áorkað um langa æfi, en Gestur gat ekki dregið hlutina á langinn, enda dó hann tæpra 39 ára gamall. Það ætti vel við að prenta hér fyrstu ritstjórnar-grein Gests sem hann skrifaði í Heims- kringlu, en eg læt nægja að taka hér upp niðurlags-orðin: “Enn sem komið er, er eg BÆKUR FRÁ FRÓNI Eftirtaldar bækur eru enn til hjá forlagi okkar og munum við senda yður þær um hæl að kostnaðarlausu, er við höfum móttekið pöntun yðar og greiðslu fyrir bækurnar í íslenzkum krónum eða Canada dollurum: Kvæði og kviðlingar, eftir K. N. Júlíus, í alskinnbandi.. kr. 85.00 Blaðamannabókin, í rexin..............................“ 55.00 Sama, í skinnbandi................................“ 75.00 Ferðabók Dufferins lávarðar, í skinnbandi.............“ 62.00 P’ífulogar, kvæði eftir Erlu, í rexin.................“ 28.00 Ljósprentun af fyrstu útgáfu af kvæðum Bjarna Thorarensen, í alskinni....................“ 45.00 Dynskógar, safnrit eftir 18 núlifandi íslenzk skáld og rithöfunda, í rexin .....................“ 42.00 Blítt lætur veröldin, eftir Guðm. G. Hagalín, heft....“ 32.00 Móðir ísland, eftir Guðm. G. Hagalín, í rexin.........“ 25.00 Konungur á Kálfsskinni, eftir Guðm. G. Hagalín, í rexin. “ 48.00 BOKFELLSUTGAFAN REYKJAVÍK ÍSLAND i » /*>•■»• * ». »• ' »• »>I''»V. * mjög ókunnugur mönnum og málefnum hér í landi, en eg skal reyna til að gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess að kynna mér íslendinga-mál hér svo fljótt sem mér er unt. Til þess að taka af öll tvímæli og spara mér og mörgum öðrum tíma, skal það hér tekið fram að það er ekki til neins fyrir nokk- urn mann eða nokkurn flokk að reyna til að kenna mér um hvað eg eigi að skrifa í “Heims- krrnglu” og hvernig eg eigi að gera það. Eg er orðinn of gamall til þess að láta knésetja mig. Eg ætla mér að taka mér rétt til að bua mér til skoðanir um mál manna hér, eftir því sem eg kynnist, og samkvæmt þeim skoðunum ætla eg að skrifa í blaðið”. Það er mjög eðlilegt að maður- inn sem skrifaði “Kærleiksheim- ilið tæki það fram þegar í byrjun, að hann yrði engra manna undirtylla. Sögur hans voru þá, — og verða um langan aldur, sterkasta og sannasta lýs- ingin af yfirdrepskap yfirdrotn- ara, og undirtylllu presta, sem hafa annað augað á ljóstollinum og þessa heims gæðum, en skotra hinu til biblíunnar með það í huga að rangfæra orð og kenn- ingar meistarans mikla. Þar á eg við Þuríði á Borg, og séra Eggert. “Kærleiksheimilið” er líka á- deila á smámenskuna. Eftir að Jón, sonur Þuríðar á borg, er bú- inn að eyðileggja líf og framtíð ungrar og mannvænlegrar stúlku, Önnu, lætur hann hræða sig til þess að giftast annari sem enga fegurðar eða andlega kosti átti í eigu sinni, aðeins til þess að erfa Borgarauðinn. Prestur- inn hafði sagt honum: “að hon- um færist sem dánumenni, þeg- ar hann nú léti grafa Önnu sæmilega og halda ræðu yfir henni, og gæfi barni þeirra kristilegt uppeldi.” Eg get ekki stilt mig um að taka hér upp niðurlags setning- arnar úr “Kærleiksheimilinu”: “Jón var enginn söngmaður, en Gunnlaugur gamli í Botni var talinn bezti söngmaður. Þeir skiftu svo með sér verkum; Gunnlaugur söng með prestin- um, en Jón gerði líkmannsverk Gunnlaugs. Þegar Jón bar líkkistuna út eftir kirkjugólfinu, fanst honum nýtt líf streyma um allar æðar sínar, eins og nýtt þrek og nýr styrkur væri runninn upp í brjósti hans. Hann mokaði rösklega ofan í gröfina; honum var svo létt um hjartaræturnar, að hann vildi vinna öll sín verk með dugnaði og samvizkusemi. Svo var öllu lokið. Anna frá Hrauni hvíldi í gröf sinni, fyrir líkn “hins ekta kristilega kærleika, sem hafði fylgt henni út yfir gröf og dauða”.” En þetta er ekki eina meistara sagan sem Gestur skrifaði, það eru fjöldamargar aðrar, en hér er ekki tími eða tækifæri til þess að fara lengra út í það, — en eg get ekki stilt mig um að minnast á “Kærleiksheimilið”. Gestur var ekki aðeins sagna- skáld, hann var líka ljóða-skáld, þó ekki í eins ríkum mæli. Eftir- HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextiu ára afmæli hennar 25. september 1946 Asgeirson’s Hardware Pamt & Wall Papers 698 SARGENT AVE. SÍMI 34 322 'mmmmmJMJmmmmmmmmmmmmfi Congratulations to■ Heimskringla on this its 6oth Anniversary September 2$th 1946 from A friend ' »1 / ».V »Y< »YV »Y/»W»v/»y/'-»V/'»w»W»V/tw»«jy/»v’/»v/»V'/'Í\'r&u <»W »'•/1\ 1 i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.