Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 16

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 16
319 LÖGRJETTA 320 Ákvarðanir eins manns eru ávalt, eða hjer um bil altaf, einstrengingslegar. Á hverri ráðstefnu, í hverri samvinnu, er fólk, sem taka verður tillit til. I hverju ráði og í hverri samvinnu er líka fólk, sem getur sett fram rangar skoðanir. Við vitum það af reynslu þriggja byltínga, að af svo sem hundrað einstaklinga ákvörðunum, sem ekki eru prófaðar og leiðrjettar með samvinnu, eru níutíu einstrengingslegar. 1 aðalfjelags- skap okkar, miðstjórn flokksins, sem stjórn- ar öllum sovjet- og flokksfj elögum okkar, eru um sjötíu menn. Meðal þessara sjötíu manna miðstj órnarinnar eru bestu iðnfræð- ingar okkar, bestu samvinnumenn okkar, bestu matvælaframleiðendur okkar, bestu hermenn okkar, bestu útbreiðslufrömuðir okkar, þeir, sem best þekkja samvinnubú- skapinn og þeir, sem best þekkja einkabú- skapinn, og þeir, sem best þekkja þjóðerni sovjetsambandsins og þjóðlegar stefnur. f þessu alþingi er þjappað saman vitsmunum fiokks okkar. Hver og einn hefur færi á því að leiðrjetta hverja einstaklingsskoðun og hverja einstaklingstillögu, sem fram kemur. Hver og einn hefur færi á því, að beita sinni reynslu. Ef þetta væri ekki svo, ef farið væri umyrðalaust eftir eins manns tillögum, mundi okkur skjátlast í starfinu. En þar sem hver um sig hefur færi á því að leiðrjetta annan, og þar sem slíkar leiðrjett- ingar eru teknar til greina, verða ákvarðan- ir okkar að meira eða minna leyti rjettar. Ludwig: Jeg hef sjeð það, að í Sovjet- sambandinu bera ménn mjög mikla virðingu fyrir öllu amerísku, tilbiðja svo að segja land dollarsins og auðvaldsins. Þessi tilfinn- ing kemur frarri hjá verkamannastjett yðar og nær ekki einungis til traktoranna og bíl- anna, heldur einnig til Ameríkumanna í heild sinni. Hvernig skýrið þjer þetta? Stalin: Þjer gerið of mikið úr þessu. Hjá okkur er engin sjerstök virðing borin fyrir öllu amerísku. En við berum virðingu fyrir amerískri nákvæmni og sjerþekkingu (sachlichkeit) í öllu, í iðnaði, tækni, í bók- mentum og lífi. En við gleymum því aldrei, að Bandaríkin eru auðvaldsland. En meðal Ameríkumanna eru margir heilbrigðir menn, á sál og líkama, heilbrigðir í afstöðu sinni til starfa og málefna. Við höfum samúð með þessari nákvæmni og með þessum einfaldleik. Þótt Ameríka sje þrosk- að auðvaldsríki, er samt í iðnsiðum hennar og venjum ýmislegt lýðræðislegt, sem ekkí verður fundið í fari hinna fomu auðvalds- ríkja í Evrópu, þar sem ennþá lifir drotn- unarandi höfðingjastjettar og ljensvalds. Þótt lj ensskipulagið sje löngu hrunið í Evrópu, sem þjóðskipulag, lifa ennþá miklar leifar þess í lífsvenjum og siðum. Ljens- skipulagsstjettirnar hafa einnig á að skipa sj erfræðingum, lærdómsmönnum og rithöf- undum, sem útbreiða drotnunarsiðina í iðn- aði, vísindum og bókmentum. Erfðavenjur 1 j ensvaldsins eru ekki ennþá alveg horfnar. Þetta verður hinsvegar ekki sagt um Ame- ríku, sem er land „frjálsra landnámsmanna“, án stórjarðaeigenda og án aðals. Úr þessum einkennum sprettur einnig heilbrigði og ein- faldleiki eða jöfnuður amerískra siða í fram- leiðslu. Verkamenn okkar, sem til Ameríku fóru, tóku undir eins eftir þessu einkenni. Þeir hafa sagt frá því, og að vísu með þægi- legri undrun, að í framleiðslustarfinu í Ameríku þekkist verkfræðingurinn varla frá verkamanninum. Þetta líkar þeim auðvitað. f Evrópu er þetta alt öðru vísi. Ludwig: Þjer töluðuð um „jöfnuðinn“, en orðið hljómar dálítið spaugilega þegar menn minnast hins almenna jafnaðar. En slíkur jöfnuður allra er víst hugsjón jafn- aðarstefnunnar. ^öfnuður 7Áarxísmans S t a 1 i n: Marxisminn þekkir enga þá jafnaðarstefnu, sem ætlar öllum mönnum sömu og jöfn laun, jafnan ketskamt, jafnan brauðhleif, jöfn föt, sömu afurðirnar í sama mæli. Marxisminn segir einungis: Meðan stjettamunurinn er ekki upphafinn að fullu, meðan vinnan er ekki orðin að frjálsu starfi fyrir þjóðfjelagið, í stað þess að vera meðal til þess að fullnægja brýnustu lífsþörfum, verður mönnum borguð vinnan eftir því, sem þeir afkasta. Hver maður uppsker eftir hæfileikum sínum og afköstum — það er jafnaðarmennska Marxismans, það er ein- kennið á fyrsta stigi kommúnismans, á fyrsta stigi sameignarþjóðfjelagsins. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.