Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 18

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 18
323 LÖGRJETTA 324 neitt spaug og hjelt áfram mjög alvarlega). Hann hefur sem sje alls ekki skrifað það, sem flestir halda að hann hafi skrifað. Þar að auki höfðu alvarlegir glæpir aukist hroðalega í Ítalíu. Þegar í Englandi voru drýgðir hundrað glæpir, voru þeir fimm hundruð hjá okkur. Ludwig: Þjer hafið þá ekki farið eftir siðferðilegum eða trúarlegum rökum. M u s s o 1 i n i (undrandi): Trúarlegum ? Trúin getur ekki viðurkennt dauðarefsingu. Ludwig: Það fer eftir því hvort testa- mentið er. Gamla testamentið segir: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og Masaryk, sem jeg veit að þjer metið sem heimspeki- lega djúphygginn mann, er fylgjandi dauðarefsingu af siðferðilegum ástæðum. Hann hefur einu sinni sagt, að dauðarefs- ing minki ekki tölu slæmra glæpa, svo að hann geti ekki öðlast neina vernd fyrir þjóðfjelagið á þann hátt, heldur aðeins endurgjald fyrir blóðsúthellinguna. M u s s o 1 i n i: Þá komum við eins fram af ólíkum hvötum. Jeg hef einungis farið eftir þjóðfjelagslegri hugsun. Var það ekki hinn heilagi Tómas, sem sagði, að við ætt- um að höggva af þann handlegg, sem kol- brandur væri í, til þess að allur líkaminn gæti batnað. Jeg fer samt ákaflega varlega. Dauðarefsingu er de facto ekki beitt nema um alvarlegan og játaðan glæp sje að ræða. Ef einhver ögn er af efa, þá náða jeg. L u d \v i g: Það heyrir til kapitulanum um kosti einræðisins. Langar yður ekki til þess að snúa yður að Napóleon? TAussolíní og 'Naþoleon M u s s o 1 i n i: Jú, blessaður haldið þjer áfram. Ludwig: Jeg er ekki alveg viss um það, hvort þjer álítið hann fyrirmynd, eða víti til varnaðar. Mussolini (hallar sjer alveg aftur í stólinn og segir lágri rödd): Víti til varn- aðar. Jeg hef aldrei álitið Napóleon fyrir- mynd. Það er alls ekki hægt að líkja mjev við hann. Athafnir hans voru gerólíkar mín- um athöfnum. Hann lauk við byltingu, jeg byrjaði byltingu. Æfi hans hefur sýnt mjer þá ókosti, sem mjög erfitt er að sneiða hjá. (Mussolini telur á fingrum sjer). Frænd- drægni, — deilur við páfann — skort á skynbragði á atvinnu- og fjármálum. Hann sá það, að vextimir hækkuðu eftir sigra hans. Það var allt og sumt. Og svo (hann hallaði sjer fram í lampaljósið) og svo hef jeg lært eitt stórkostlegt af honum. Hann liefur fyrir fram svift mig öllum gyllivon- um, sem jeg hefði getað gert mjer um trygð mannanna. Á því sviði kemur mjer ekkert á óvart. L u d w i g: Hver var orsökin að falli hans? Prófessorarnir segja að það hafi verið Englandi að kenna. (Jeg spurði eins cg jeg vissi þetta ekki). Mussolini: Það er þvættingur. Hann fórst vegna klofningsins í sínu eigin eðli. Og eiginlega er sú orsökin til falls allra manna. Þegar hann bar kórónuna, lagði grundvöll konungsættar, var fyrsti konsúll — já, þá var hann mikill. Hnignunin hófst með keisaradæminu. Það var rjett hjá Beethoven að svifta hann aftur tileinkun- inni á Eroica. Kórónan neyddi hann til þess, að leggja sífelt í nýjar styrjaldir. Nei, sjá- ið þjer Cromwell: mikil hugsjón, vald ríkis- ins, og samt engin styrjöld. L u d w i g: Er þá til alríkisstefna án al- ríkis (Imperialismus án Imperium). Æfíkisstefna og styrjaldír M u s s o 1 i n i: Það er til sægur af mis- munandi alríkisstefnum. Keisaradæmi þarf ekki alríkisstefnu, hún er því öllu fremur hættuleg. Því víðáttumeira, sem það verður, því meira eyðist lífrænn þróttur þess. Samt sem áður er tilhneigingin til alríkisstefnu eitt af frumlægustu öflum manneðlisins. al- veg eins og viljinn til valds. Nú höfuni við alveldisstefnu dollarsins, á öðrum tímum er til trúarleg eða listræn alveldisstefna. Hún er í öllum þessum myndum vottur um mannlegan lífsþrótt. Meðan maður lifir, er n;aður alveldissinni og hættir því ekki fyr en maður er dáinn. (Það var heilmikill Napóleonssvipur á Mussolini meðan hann sagði þetta. Hann liktist beinlínis mynd Lefévres frá 1815. En hann varð blíðari á svipinn og breytti um tón, er hann hjelt áfram):
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.