Lögrétta - 01.07.1932, Page 28

Lögrétta - 01.07.1932, Page 28
343 LÖGRJETTA 344 an af verri. En nú ætla jeg að hafa yfir nokkuð af því, sem hann lagði sjálfur fram af þessari tegund kveðskaparins: „Eg fer þá að yrkja’ um prest um sem náði beiða. Vakrari aldrei vissi’ jeg liest vitis traðir skeiða". Um Svein riddara: „Siglir einn úr satans vör Sveinn hinn gæfurýri, fyrir lekan kjaftaknör krækir Ivgastýri". Um Mohr faktor á Hofsós: „Ekki’ er faktor Móhr mjór, mörvaður sem stór þjór. Hann í synda fór flór, fleina drýgir þór hór“. Minning Lygamarðar: „Lyga hjer klæðist Mörður mold, manna viðbjóður ofar fold“ o. s. frv. „Einráður var í æsku hann, illráður þogar stálpast vann, skjótráður til að skemma dygð, skaðráður allri manna bygð, fláráður þjenti fjandanum, fáráðnr varð í dauðanum". Um Ólaf bónda: „Olafur mjer í augum vex, illa iijá þjóðarvegi settur, hefur í búi hunda sex, hver þeirra’ er gestadjöfull rjettur; rífa þeir hesta, fólk og fje, freyðir grimdin úr opnum ginum. Eigandinn þó er sagt að sje sjöfalt, skæðari öllum hinum“. — Og loks þetta: „Eins og í Víti engir fá innkeypt af vatni sopa, jafnmikil dýrtíð cr hjer á einum rjettlætisdropa11. Þau Hjálmar og Guðný settust að á Minni-Ökrum í Blönduhlíð eftir að þau fóru frá Bólu, en Guðný dó skömmu eftir að þau komu þangað, vorið 1845, og var það þung raun fyrir Hjálmar, svo sem sjá má á því, hvernig hann minnist hennar í kvæðum sínum. „Ekkilsgæla“ hans byrjar svo: „Mjor var gefið foi'ðum fljóð, fögur og dygðug auðarslóð, hugljúf, ástrík, hrein og góð, hennar auðan græt jeg stað. Gröfin skilur okkur að“ o. s. frv. Síðar er þetta: „Hluttekning i hörmum mín liún tók eins og væru sín, bar oft dygðug baugalín beggja ok í mörgum stað". Um andlát hennar segir hann: „að því kom 4 aftni síð, Alföður svo raustin kvað: gröfin skilji ykkur að. Engin tár nje bænin blíð breyta slíku náði“. Og síðar er þetta erindi: „Langt er að bíða, drottinn dýr, dugur að stríða minn er rýr en þola og líða þrekið lýr, þarf jeg hjálp frá æðri stað. Gröfin skilur okkur að. Guð, þín blíða gæska skýr, gcíi mjer styrk á láði. Sú er fengin, sem jeg lengi þráði". Þetta kvæði tók einhver hagyrðingurinn þar nyrðra, er það barst út, sneri út úr því og gerði úr því skopkvæði, en Hjálmar svaraði með kvæði, sem er illyrtara og klúr- ara en öll önnur kvæði hans. Konu sinnar minnist hann einnig í kvæð- inu „Andvaka“, sem er eitt af stórfeldustu og fallegustu kvæðum hans. Hann liggur vakandi um skammdegisnótt og segir að „sálarsjónin skýrist í svartnættinu“: „Grúfir grátleg þögn yfir gamma mínum; nöldra nábrestir í nöktum trjám“. En út um endalausan geiminn „sveimar þá sálin í svaðilförum“ og sjer hrikasýnir:

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.