Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 4

Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 4
52 ÓÐINN Vestur-íslenskur skáldsag’nahöfundur. Ef til vill má með sanni segja, að skerfur sá, sem Vestur-íslendingar hafa lagt til íslenskra bók- menta, sje næsta smár; en sje sanngjarnlega á allar ástæður litið, er hann sist smærri en vænta má, Á fyrstu árunum varð matarstritið að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru og þá var lítill tími af- gangs til andlegra starfa, Sætir það furðu að nokk- uð skuli vera til frá þeim tímum, er til bókmenta geti talist. Parf ekki annað en að benda á skáldskap Stephans G. Stephansonar, sem mestallur er til orðinn á frumbýlings tímabili ís- lenskra innílytjenda, því til sönnunar, að andlega lííið hefur ekki verið gróðurlaust, þrátt fyrir erfið kjör. Og margt fleira mætti nefna, sem minni frægð hefur hlotið. Eftir því sem tímar hafa liðið og efnahagur innflytjendanna hefur batnað, hefur þátttakan í innlendum málum af ýmsu tæi eðlilega farið vaxandi; en að sama skapi hefur allur þorri Vestur-íslendinga, eink- um þeirra, sem fæddir eru og uppaldir vestanhafs, fjar- Iægst alt sem er íslenskt. En slíkt hefur haft slæm áhrif á andlega lífið, með tilliti til skáldskapariðju, Ijóðagerðar og söguritunar. í hinum yngri fylkjum Kanada, þar sem flestir Vestur-íslendingar húa, er bókmentaleg slarfsemi mjög í bernsku, og þess vegna ekki um örfandi áhrif að ræða úr þeirri átt; en svo sem öllum er kunnugt, er það eitt af nauðsynlegustu skilyrðum fyrir unga rithöf- unda, að þeim komi örfandi áhrif frá samtíðar- mönnurn sínum, helst þeim, er þeir hafa persónu- leg kynni af. Sje nú þetta og margt fleira, sem eigi er rúm lil að benda á hjer, tekið til greina, þá mun öll- um verða ljóst, að þessar fáu þúsundir íslendinga, sem hjer megin hafsins búa, hefir skort mjög af þeiin skilyrðum, sem alstaðar eru nauðsynleg til þess að bókmentir geti þróast; enda er það sem fram hefur komið með Vestur-íslendingum ekki annað en grein af liinu íslenska bókmentatrje; það á rætur sínar í íslenskum jarðvegi og dregur inest- alla næringu sina þaðan. Jóhann Magnús Bjarnason er einn hinna best þektu Vestur-íslendinga, sem við ritstörf hafa feng- ist, (hjer er ekki átt við þá, sem hafa dvalið fá ár vestra og horfið aftur heim til ættjarðarinnar). Sögur hans hafa verið lesnar um mörg ár, og liafa náð mikilli hylli, sem þær og eiga fyllilega skilið; en langl er frá því, að hann hafi fengið þá við- urkenningu, sem honum ber sem rithöfundi, enda ef til vill naumast kominn tími til þess enn. Engin tilraun skal gerð hjer til þess að Jeggja dóm á ritverk hans, þau er út hafa komið, heldur skal að eins bent á eitt eða tvö höfuðeinkenni þeirra og æfi- saga höfundarins sögð í fá- um orðum. Jóhann Magnús Bjarnason er fæddur í Meðalnesi í Fell- um í Norður-Múlasýslu, 24. maí 1866. Faðir hans var Bjarni Andrjesson bóndi í IJnefilsdal í Jökuldal, en móðir Iíristbjörg Magnús- dóttir, Bessasonar Árnasonar hins ríka á Arnheiðarstöðum í Fijótsdal. Níu ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Nýja Skotlands í Kanada árið 1875. Bjuggu þau í íslensku nýlendunni þar, sem síðar leið undir lok, nokkur ár, og varð hann þar alþýðuskólamenlunar aðnjótandi sem önnur börn innflyljendanna. Árið 1882 flultist hann lil Winnipeg og staðnæmdist þar. Stundaði hann nám við Collegiate-stofnun bæjarins á árunum 1886—87. Árið 1887 kvæntist hann Guðrúnu Hjörleifsdóttur frá Dyrhólum í Mýrdal í Skaftafellssýslu. Er hún systkinabarn við Skúla Iækni Árnason í Skálholli. Næsta ár byrjaði hann á barnakenslu og hefur síðan kent í alþýðuskólum í Manitoba í 25 ár. Áður hafði hann kent ensku í Winnipeg, einkum stúlkum, sem þá voru nýkomnar frá íslandi. Árið 1900 stundaði hann nám við kennaraskólann í Jóhann Magnús Bjarnason.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.