Óðinn - 01.07.1920, Page 5
ÓÐINN
Winnipeg og lauk þá annars flokks kennaraprófi.
Um fimm ára skeið var hann ekki við kenslu;
dvaldi hann þá í Vancouver í British Columbia
og hafði á liendi skrifstofustörf.
Snemma byrjaði hann að rita og liggur mikið
eftir hann bæði prentað og óprentað. En ávalt
hefur hann orðið að hafa rilverkin í hjáverkum,
því ástðæður hans hafa ekki leyft honum að gefa
sig við þeim eingöngu. Sætir það furðu, hve miklu
hann hefir afkastað, því heilsutæpur hefur hann
lengst af verið; en hann er eljumaður mikill og
vakir oft langt fram á nætur við ritstörf sín. Öll
ritverk hans, bæði útkomin og óútkomin eru þessi:
Ljóðmæli, gefin út 1898; Eiríkur Hanson, skáld-
saga, gefin út 1899 og 1903; Brazilíufararnir, skáld-
saga, gefin út 1905 og 1908; Vornætur á Elgsheið-
um, safn af stutlum sögum, kom út 1910; Sögur
frá fyrri tímum, hafa komið út af og til í ýmsum
blöðum; Bessabrjef, komu út í Heimskringlu árin
1893—4; Rauðárdalurinn, skáldsaga, prentuð í
tímaritinu Syrpa, ekki öll komin enn; Haustkvöld
við hafið, safn af sögum, sumar hafa birtst í
tímaritum; Æfinlýri (Fables), hafa ekki verið gefin
út enn; þrjú leikrit, sem mundu mynda allstóra
bók; Karl litli, barnasaga, óútkomin; Dagbókin
mín, athugasemdir um menn og viðburði, sem
ekki eiga að koma út fyr en að höfundinum
látnum.
Iljer eru þá talin öll ritverk höfundarins, sem
hann hefur lokið við. Þau eru mestmegnis sögur.
Kvæðin eru öll frá fyrri árum. Hefur honum látið
sagnaskáldskapurinn betur, þótt sum kvæði hans
sjeu ágæt, svo sem hið einkennilega kvæði hans
»Griinur frá Grund«, er margir munu kannast við
og austurríski ritliöfundurinn, Poestion hefir þýtt
á þ}rsku. Sögur hans hafa allar skýr og ákveðin
einkenni. Þær hafa rómantiskari blæ en títt er
um íslenslcar skáldsögur. Söguhetjurnar eru all-
oftast einkennilegir íslendingar, sem rata í margs-
konar æfinlýri. Teksl höfundinum jafnan mjög vel,
að láta sálarlífseinkenni persónanna koma í ljós
á viðeigandi hátt, eftir því sem ytri aðstæður kalla
þær fram. Einkum lætur honum vel að lýsa þeim,
sem eru á einhvern hátt undarlegir í háttum og
öðruvisi en fólk er flest, og eru margar af sögu-
hetjum hans af því tæi. Náttúrulýsingar eru og
nákvæmar og oft mjög fagrar, en eigi að sama
skapi stórfeldar. Vegna þess live æfintýralegar sög-
urnar eru og hversu sterkan þátt ímyndunaraílið
á í myndun söguþráðarins, skorlir þær stundum
S3
þann eiginleika, að viðburðirnir fylgi ákveðnu
orsakasambandi, sem stefnir að vissu markmiði.
Þær hafa einkenni hins rómantiska skáldskapar,
sem bindur sig eigi við reynslusannindin og reyn-
ir ekki beinlínis að færa þau í skáldskaparbún-
ing, heldur skapar sér nj'jan heim utan og ofan
við þau.
Áhrifin, sem mótað hafa skáldskaparstefnu Jó-
hanns Magnúsar Bjarnasonar, munu vera úr tveim-
ur átlum aðallega: fyrst og fremst frá lestri æfin-
týra, enda segir hann sjálfur að æfintýrin í »Þús-
und og einni nótt«, hafi ávalt hrifið sig mjög, og
í öðru lagi frá síðari tíma höfundum enskum, er
hafa að nokkru leyti yfirgefið realistiska skáld-
skaparstefnu. Telur hann sig hafa orðið fyrir
áhrifum frá skotska skáldinu Robert Louis Steven-
son, sem var fylgjandi þessari ný-rómantisku
slefnu (Neo Romanticism). Einnig leynir það sjer
ekki, að liann liefur ritað sumar sögur sínar með
æskulýðinn í huga, sem von er til, þar sem aðal-
starf hans hefur verið barnafræðsla, og eru marg-
ar hinna slyttri sagna hans ágælar barnasögur.
Svipar honum þar einnig til Robert Louis Steven-
son, sem hefir ritað hugðnæmari kvæði og sögur
fyrir börn en ílestir, ef ekki allir, aðrir enskir rit-
höfundar.
Þeim til fróðleiks, sem ekki þekkja höfundinn,
en hafa notið ánægjustunda af lestri sagna hans,
skal þess getið, að hann er allra manna yfirlætis-
lausastur, alúðlegur og vingjarnlegur í viðmóti við
hvern sem er, og svo vinsæll að liann á fáa sina
líka í því. Hann heldur sjer alveg utan við all
þjark og deilumál og er alveg laus við það að
gera mönnurn mishátt undir höfði, eftir því hvern-
ig honum falla skoðanir þeirra í geð. Hann er
ágætur kennari og nýtur sjerstakrar hylli nemenda
sinna, sem margir hverjir halda æfilangri trygð
við hann. Stafar það bæði af Ijúfmensku hans og
eins hinu, hve afar samviskusamur og vandvirkur
hann liefur verið sem kennari. Fer því fjarri að
hann hafi vanrækt skyldustörf sín vegna rilstarf-
anna, eins og oft vill verða hjá þeim, sem til rit-
starfa eru hneigðir, en verða að hafa þau í hjá-
verkum. Vonandi á hann eftir að rita margar sög-
ur enn, og vonandi eiga íslendingar eftir að sýna
honum meiri viðurkenningu, en lionum liefur
hlotuast að þessu. G. A.
&