Óðinn - 01.07.1920, Side 8

Óðinn - 01.07.1920, Side 8
T)P) ÓÐINN Björn: Þú hefur viljað svo margt — þú hefur oftreyst þjer. Pú hefur gleymt að án guðs kemst maður hvergi. Hans vilji er sá eini og rjetti. Ragnar: Syndugasti maður jarðarinnar gæti verið guð á meðan mennirnir eru svona góðir. Blind trú er menningunni hættulegri en nokkur annar sjúkdómur. Hún gerir mennina svo heimska, að þeir kyssa þá hönd, sem ber eiturbikarinn að vörum þeirra. (Æstur). Nei — eigi að fótumtroða þann frjálsa, skapandi vilja, þá hefur alt mannkynið mist sjónina. Björn: Vilji mannanna er sjaldan leit eftir því góða. Þess vegna hefur guð sent þeim mótlætið, til þess að beina huga þeirra inn á rjetta braut. Ragnar: Gamlir hleypidómar! Mótlætið gerir mennina vonda. Væru þeir nógu rikir af gleði, væri ekkert helvíti til. Björn: Pú hefur fyr haldið fram mætti viljans. Sá dagur kemur, að þú ekki lengur þorir að treysta honum einum. Ragnar: Sál mín var ljósið. Jcg þori að deyja í hatri til þess valds, sem slökti það. (Setst). Björn: Þú gleymir, að þú ert aumur maður, sem þarfn- ast guðs náðar. Ragnar (stendur á fætur): Guðs náðar! Hefl jeg ekki leitað hennar? Jeg hefi legið í duftinu fyrir fótum hans — en hann hefur ekki heyrt mig. Pess vegna hata jeg vilja hans! Björn: Pað stóð ekki í þínu valdi, að varðveita sjón þina! En sál þína geturðu varðveitt frá eilífri glötun! Ragnar (tekur litla bók — nýjatestamentið — upp úr vasa sínum): Manstu eftir Barbímeusi. Hann bað og sagði: »Jesús, sonur Davíðs, miskuna þú mjer!« Og hann fjekk sjónina aftur! Heldurðu að mín bæn hafi ekki verið eins heit og hans? Björn: Orð þín eru ekki bænir — heldur kröfur og ógnanir! Ragnar: Ormurinn, sem skriður á jörðunni, drekkur í sig Ijóma guðs sólar. En mjer, sem er skapaður i hans mynd, hrindir hann í ytstu myrkur! (Sleppir sjer). Guð, ef þú ert góður, þá gefðu mjer aftur það, sem þú tókst. En ef þú er vondur, láttu jörðina springa undir fótum mínum og gleypa mig! Jeg vil hrapa svo langt niður í myrkrið, að jeg gleymi Jjósinu, sera þú rændir frá mjer! (Kastar biblíunni á gólfið — hnígur niður í stólinn, sem hann hefur stutt sig við — grætur sáran). Björn (tekur bókina upp og leggur hana á borðið): Vertu sterkur sonur minn! (Leggur höndina á öxl honum). Pú munt læra að bera kroSsinn! Ragnar: Aldrei, aldrei fæ jeg lært að skilja það. Gæti jeg bara gleymt, fengi jeg friðinn! En það getjegheldur ekki. í hvert sinn, sem jeg finn hita sólarinnar á andliti mínu, vaknar löngun mín til Ijóssins. (Stendur upp). Jeg hafði svarið myrkrinu fjandskap — og svo afvopnar það mig á einni nóttu! Að hvaða gagni koma nú hæfi- leikar mínir mjer? — Ekkert er eins óttalegt eins og að missa sjónina svona ungur. Björn: Jú, það óttalegasta af öllu, er að gleyma guöi sínum! Ragnar: Hverníg geturðu krafist að jeg skuli beygja mig undir þennan óskiljanlega vilja? Björn: Sá, sem vill ekki beygja sig í blindni nndir guðs vilja, hann verður að deyja! Ragnar: Pá vil jeg heldur deyja! Jeg vil þúsund sinn- um heldur deyja, en að lifa í þessu eilífa myrkri! Björn: Dreptu þig þá! Jeg skal standa bjá og sjá, hve myndarlega þjer ferst það! (Stutt þögn). En þegar þú steadur frammi fyrir dómara þínum, neita jeg að þú sjert minn sonur! Ragnar (stendur eins og steini lostinn): Nú heyrði jeg að það varst þú sem talaðir, pabbi! Björn: Og því hefurðu ekki þcgar drepið þig? Af því þú ert hræddur við guð! Hefurðu ekki sjeð grasið hneigja sig til jarðar — hefurðu ekki fundið jörðina skjálfa undir fótum þínum — þvi skyldir þú þá ekki beygja þig undir vilja hans? Ragnar: Pú krefst meira en jeg fæ orkað! Hvað verður nú af öllum minum framtíðar-draumum. Peir berast eins og falleg ský burtu með vindinum. (Með hita). Geturðu sagt mjer, hvers vegna jeg er dæmdur til dauða? Geturðu sagt mjer, því guð nemur ekki alla synd hurt af jörðinni? Ef jeg hefði vald hans eitt einasta augna- blik — skyldi jeg uppfylla allar óskir mannanna! Rödd Siggu: Jeg vil víst fara inn! Sleppið mjer! Ragnar (ólýsanleg skelfing kemur yfir hann): Sigga! Björn: Jeg ætla að fara inn og heilsa henni! Ragnar: Nei! Björn: Hvað er að sjá þig! Ragnar: Pað grípur mig stundum þessi óskiljanlcga hræðsla. Farðu ekki frá mjer — farðu ekki! Björn: Pú er fárveikur! Pú skelfur eins og hrísla! Pú ættir að leggja þig útaf! Jeg skal kalla á mömmu þína! Ragnar: Nei pabbi — vertu kyr! Jeg má ekki — má ekki vera einsamall eina stund! Björn (gripur skyndilega hendur Ragnars — starir framan í hann). Ragnar (með hásri rödd): Jeg finn, að þú liorfir á mig! . . . Pví starirðu svona á mig? Talaðu! Björn (myrkt): Hvað hefurðu gert? Svaraðu! Ilvað hefurðu gert? Ragnar: Ekkert, ekkert! Björn (með stigandi þunga): Pví varðstu svona ótta- sleginn áðan, þegar jeg mintist á læknana. Pað var eins og þjer yrði ílt! Pví hefurðu ekki s]>urt eftir því, sem þeir sögðu um Sigríði? Ertu ekki glaður yfir því að það er vissa fyrir að henni verði bjargað? Pví svararðu ekki? Ragnar (hnígur niður í stólinn). Björn (beygir sig yfir hann): Ertu ekki glaður af þvi hún systir þín á ekki að verða blind? Pú þegir. Pað er eins og þetta komi flatt upp á þig! Manstu ekki, hvað stóð i brjefunum? Ragnar: Brjefin — eru brend! Björn: Haha! Nú skil jeg þig! Sigga . . . komdu inn! Sigga (kemur — bundið fyrir augun): Pabhi — hvar ertu? Björn (tekur óþyrmilega í Ragnar): Hvað hefurðu gert? Ragnar (fellur á hnje fyrir föður sínum): Miskunnaðu mjer — miskunnaðu mjer! Sigga: Elsku pabbi — heilsaðu mjer! Ragnar (talar hratt): Pað var sama kvöldið og þú fórst.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.