Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 10
58 ÓÐINN Ragnar: Jeg banna pjer að spila! (Hann hlustar; það er eins og það komi friður yfir hann). Blessaðir tón- arnir! Pað er eins og gamlir vinir komi og taki í hendina á mjer — einn eftir annan. (Þögn). Ekki ertu nú snill- ingur að spila! Ólöf: Jeg hef heldur aldrei hælt mjer af því að kunna alt utanað! Ragnar: Svona máttu ekki misþyrma laginu! Ólöf (stendur á fætur): Reyndu þá að gera bragar bót! Ragnar: Jeg — jeg get ekki spilað. (Olöf setur hann niður í stólinn við pianóið — hann spilar fyrst hægt — svo hiklaust — en svo fer alt í handaskolum fyrir honum. Hann stendnr á fætur). Það er í fyrsta sinni á æfi minni að mjer fipast í þessu lagi. (Gripur um höfuð sjer). Jeg get ekkert munað. Höfuð mitt er eins og stór hvelfing full af myrkri. (Stutt þögn). Pei — þei! Er þetta ekki rödd Siggu? Ólöf: Jú! Ragnar: (Hræðslan grípur hann). Pau hafa tekið bindið frá augum hennar! Pau hafa gert það — þrátt fyrir loforð hans! Ólöf: í guðs bænum vertu rólegur! Rödd Siggu: Ragnar! Jeg vil fá sjónina aftur! Ragnar (hnígur niður í stólinn hjá hljóðfærinu): Hún er blind — hún er blind. Sigga (kemur inní dyrnar). Ólöf: Nei — hún hefur ennþá bindið fyrir augunum! Ragnar: Er það satt? Guði sje lof! Ennþá er þó tallið ekki tefit til enda! Sigga (færir sig í áttina ti! Ragnars — hann hugsar): Komdu aftur með augun mín! Komdu strax með þau! Pví sveikstu mig meðan jeg svaf? Ragnar: Já — jeg sveik þig — ásakaðu mig! Sigga: Takið bindið frá augunum! Ragnar (rjettir úr sjer — rólega): Taktu hindið frá augum hennar! Ólöf (gerir sig líklega til að framkvæma skipun hans — horfir á hana — hættir). Ragnar: Nei, nei! Hættu við það! Jeg er ekki nógu sterkur — ekki fyr en í kvöld! Kristín (kemur): Sigga! Þú lofaðir að sitja kyr á meðan jeg færi út. Komdu með mjer! Sigga: Jeg vil fá augun min aftur, jeg heimta þau af þjer, Ragnar! (Pær fara). Ragnar (afar-rólega): Nú hefi jeg fengið friðinn! Nú bið jeg ekki framar fyrir mjer, cn fyrir henni. (Sterkara). Á stund öivæntingarinnar getur vonin aftur vaknað! Jeg held sjálfur dauðinn geti vonað. (Krýpur). Ólöf (stendur við hlið hans — leggur hægri hendina á liöfuð honum). Ragnar: (Hann biður með öllum styrkleik sálar sinnar). Miskunsemdanna faðir! Pú sem heyrir þyt flugunnar, þú sem sjerð, hve sandkorn eyðimerkurinnar eru mörg, líttu i náð til hennar! Láttu minsta dropa þinnar miklu dýrðar falla á augu hennar — og hún mun sjá! Guð sólarinnar! Pú sem átt svo mikið af ljósi, að jafnvel myrkrið iklæðist geislum þínum, gefðu henni sjónina aftur, gefðu henni sjónina aftur! (Tilfinningar hans yfirbuga hann og gráturinn brýst fram). Ólöf (tekur höfuð hans milli handa sjer — beygir sig yfir hann — kyssir hann á ennið). Fjórði þáttnr. Vetrarkvöld. Alstirndur himinn, tungl í fyllingu, brag- andi norðurljós. Snjór á jörðu. Stór, hvít sljetta — um- lykt fjöllum — blasir við. Leiksviðið er skautasvell. Til vinstri er vök, sem nær dálitið inn á sviðið. Fremst er mjór hryggur. Á honum eru hjer og hvar allstórir steinar. Fönnin er ótroðin. Tveir menn sópa snjóinn af svellinu — sópa hann ofaní vökina. 1. verkamaður (horfir niður í vökina — raufar fyrir munni sjer — sópar). 2. verkamaður (sópandi): Hvað ertu nú að kveða? 1. verkamaður: Gamlan húsgang. (Kveður við raust): aEnginn veit um afdrif hans — utan hvað menn sáu, að skaflaförin skeifberans af skör til heljar lágu.« 2. verkamaður: Því datt þjer þessi visa í hug? 1. verkamaður: Auðvitað af því jeg sá vökina. (Pögn). Trúir þú munnmælunum um vökina? 2. verkamaður (hættir að sópa): Nei — því skyldi jeg vera svo fjandi heimskur? 1. verkamaður (hættir líka að sópa): Jeg er ekki heimsk- ari en hver annar. En trúi þeim. . . . Finst þjer ekki undarlegt að það skuli gufa upp af vatninu i þessum kulda? 2. verkamaður: Veitstu ekki, hversvegna það gerið það? 1. verkamaður: Jú, það er andardráttur hennar, sem stígur upp gegnum vatnið! 2. verkamaður (hlær). 1. verkamaður (með sömu alvöru): Nú eiga þeir að vera tólf, sem farnir eru. 2. verkamaður: Pú ættir þá að verða sá þrettándi! En ekki veitst þú nema um einn, sem endað hefur sitt eymdalíf þarna niðri. 1. verkamaður: Nei — jeg veit ekki nema um þann eina. Jeg var sjónarvottur að þvi. Vatnið í vökinni var orðið svo kalt, að það skændi, hvað eftir að. 2. verkamaður: Pað voru nú líka óvenjulega miklar hörkur þann vetur. (Sópar). 1. verkamaður: Munnmælin segja, að hún sje komin að dauða, þegar liún láti vökina leggja. (Hvíslandi). Hún gerir það til þess að ginna menn út á ísinn! . . . Jeg man það kvöld eins og það hefði verið í gær. Við báð- um hann að vera ekki að þessari fífldirfsku, en hann svaraði okkur engu. Alt í einu rennir hann sjer beint útá vökina, skænið þoldi auðvitað ekki þunga hans og . . . sksiss! Við hlupum burtu! 2. verkamaður (hættir að sópa): Petta er mynd af lífinu, lagsi! Isinn er alfaravegur með vökum hjer og þar. Svo álpast einn úr hópnum ofaní einhverja þeirra.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.