Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 14
62 ÓÐINN Ragnar: Jeg er viðbúinn. Jeg vil reita þá til reiði — jeg vil æsa þá upp svo þeir sýni sinn innri mann! Ölöf: Þetta máttu ekki gera. Ragnar: Jú, jeg vil vita, hvort þeir vilja lofa mjer að lifa. Ólöf: Þú átt að standa guði reikningsskap verka þinna, en ekki þeim. Ragnar: Þeim líka. Skuldi jeg þeim — skulda jeg líka guði. Jeg vil heyra forlög mín af þeirra munni. Ólöf: Hvað, sem hver segir, i mínuin augum hefurðu ekkert rangt gert. Ragnar (tekur snjó í hendi sjer): Sjáðu hvað snjórinn er hvitur! Sál þín er hreinni en hávetrarmjöll öræfanna. Ólöf: Gefðu mjer helming af myrkrinu þínu! Guð sendi mig eins og augu, sem þú æltir að sjá með! En þú vildir ekki taka á móti mjer! Ragnar: Þú komst eins og regn af himni til þess að vökva eyðimörk sálar minnar. En — mundu það illa, sem jeg gerði þjer! Ólöf: Það illa, sem þú gerðir mjer, er Ijettvægara en minsti snjókristallinn, sem liggur undir fótum okkar. Ragnar: Sál mína fenti. Allur hiti hjarta þíns megnar ekki að þíða þann ís. Ólöf: Þá mun guð og timinn um síðir geta það. Þú verður að læra að lifa, læra að elska lífið eins og það er. Engin sorg er svo stór, að hún ekki geymi gleðina í sjer. Ragnar: FJjótið veit ekki um tilveru sina — og þó heldur það áfram að streyma. heldurðu að kalt vatnið elski lífið? (Stutt þögn). Ef til vill gæti jeg lifað, fengi jeg að vita hversvegna þetta varð mitt hlutskifti. En jeg skil það ekki — skil það aldrei. Ólöf: Guðs vegir eru órannsakanlegir. Þetta verðum við öll að sætta okkur við. Ragnar: Jeg vildi rannsaka vegi hans. Jeg bað að jeg mætti fá að vita sannleikann. Jeg hjelt guð væri fjall, þar sem hægt væri að klífa uppá efsta tindinn. En eftir því, sem jeg komst ofar, því hærra varð fjallið. Og svo snjeri jeg við aftur. Nú stansa jeg og hrópa á fjallið. ... En fjallið þegir. Ólöf: Enni þitt er eins og brennandi eldur! Þú ert veikur. Ragnar: Já, jeg er veikur. Nú trúi jeg á kóngsdótt- urina — eða örlaganornina — og höll hennar niðri i vatninu. Jeg hefi talað við hana. Ólöf (í gamni): Og hvað sagði hún? Ragnar: Hlærðu að mjer? Ólöf: Já! Ragnar: Ef það hefðu ekki verið mínar myrku hugs- anir, sem hlupu í gönur með mig, mundi jeg líka geta hlegið. (Þögn). Ólöf: Þú ert of óþakklátur. Úrsmiðinum hjálpaðir þú, og jeg trúi að Sigga fái sjónina. Ragnar: Síðan jeg vissi að henni hefði orðið bjargað í útlöndum, hefur trúin á sigurinn minkað með hverjum degi. Jeg varð, jeg varð að hlýða vilja mínum! Jeg hafði búið mig undir þetta í langan tíma. Jeg hafði öll nauðsynleg verkfæri við hendina — og svo gerði jeg það — í guðs nafni! Þú mintir á úrsmiðinn. Það var alt annað mál með hann. Þar átti jeg engu að tapa, en en alt að vinna. Hjer átti jeg öllu að tapa, en meira en alt að vinna. Hann var inngangurinn að kraftaverkinu. IJún var kraftaverkið sjálft. Ólöf: Og þjer, sem hefur verið gefinn máttur lil þess að vinna kraftavcrk — því kvartar þú? Ragnar: í kraftaverkinu liggur dauði þess, sem vinnur það. Mátturinn er okkur gefinn — ekki til þess að lengja lífið, heldur til þess að stytta það. Ólöf: Það er ofraun að rannsaka þessa leyndardóma. Ragnar: Tilveran er eilíft myrkur — líf okkar er hrap- andi elding, sem drukknar í myrkrinu eins og dropinn drukknar í hafinu. Þetta er lausn allra leyndardóma. Ólöf: Þótt þú værir svo vitur, að þú gætir sagt hve margar stjörnur eru á himninum, geturðu aldrei leyst ráðgátu lífsins. Það er best að vita ekkert. Ragnar: Það óbærilegasta af öllu er að vita ekkert. Ákvaröanir þess efsta eru eins og vakir, sem menn detta ofaní. Einhverntíma kemur að því að allir spyrja, liversvegna, hversvegna! Væri mjer svarað, yrðu ásak- anir mínar að hjómi, en óvissan gerir þær að holskefl- um, sem ryðjast vilja inn í sjálfan himininn. Ólöf: Hættu að spyrja — og þú færð frið! Ragnar: Jeg er hættur að spyrja! Jeg steypi myrkrinu yfir mig eins og liuliðshjálmi, svo að hvorki guð nje menn geti sjeð mig. (Þögn — hann byrgir andlitið í höndum sjer). Ólöf (glaðlega): Jeg gleymdi að segja þjer frá dálitlu í dag! í vor flytjum við fram að Koti. Mamma fjekk svarið í dag. Ragnar: (Það er cins og það lilni yfir honum). Svo það er þá alvara? Jeg hjelt þið munduð ekki fá jörðina. Ólöf: Heldurðu að lifni ekki margar endurminningar, þegar jeg sje fossinn? Ragnar: Já. Þá var lífið fagurt! Ólöf: Manstu steininn sem við sátum á þegar þú fljettaðir hár mitt í fyrsta sinni? Manstu hvað þú sagðir þá? Ragnar: Jeg sagði að þú værir fallegri en kóngsdótt- irin í æfintýrinu. Og . . . Ólöf: Já . . . og að . . . og að . . . hvað kemur svo. Ragnar: Og að jeg elskaði þig! Ólöf: Já, svona var það! Hahaha! Ragnar (hlær líka). Ólöf: Þú hlærð — alveg eins og þá! Ragnar: Hláturinn var eins og bergmál sem hefur verið mörg ár á leiðinni. Jeg varð ungur eilt augnablik. Ólöf: Jeg átti eftir að biðja þig bónar. Viltu koma með okkur fram að Koti? Ragnar (stendur á fætur — horfir á hana): Með ykkur? Ólöf: Jeg skal vera systir þín! Jeg leiði þig um alt! Jeg leiði þig fram að fossinum. Þar sitjum við innanum blómin og látum tímann líða! (Ákveðin). Nú förum við heim. Ragnar: Já — nú förum við heim. Ólöf: Einar minn! Ertu sofnaður í fangi minu? Nú erum við að fara lieim! Jeg skal bera þennan kassa. Einar: Já, jeg sofnaði — og mig dreymdi að jeg sæi stjörnurnar. — Sá, sem gæti það. (Þau fara á stað — hornin gjalla). Ragnar (stansar): Nei. — Jeg fer ekki með þjer' Láttu kassann bíða.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.