Óðinn - 01.07.1920, Page 16

Óðinn - 01.07.1920, Page 16
64 ÓÐINN Ragnar: Rjett er það! Ottó: En fyrst raönnunum — svo guði. Ragnar (svarar ekki alveg strax); Petta er líka rjett! Ottó: Getur þú staðið okkur reikningsskap á öllu, sem þú hefur gert? Geiri: Best er að hætta hverjum leik þegar hæst stendur! (Menn hvíslast á). Ragnar: Hvað hvíslast menn á um? Geiri: Nú skulum við fara, Ragnar! Rödd: Við viljum fá að vita . . . Margir: Uss! Rödd: Við viljum fá að vita, hvort petta er satt með Sigríði. Rödd: Jeg veit það! Rödd: Og jeg lika! Rödd: Jeg hefi sjeð hana. Pað er langt síðan bindið var tekið frá augum hennar. Ragnar: Nú ljúgið þið! Rödd: Við viljum fá að vita sannleikann! Ragnar: Pið fáið ósk ykkar uppfylta. Eftir nokkra stund kemur vissan. (Pys á meðal manna). Pegar hún kemur, eruð þið mannkynið! Rödd: Og þú sá, sem brautst á móti þvi! Ragnar: Enginn veit ennþá, hvort jeg verð sá seki. Rödd: Hvort sem þú sigrar eða ekki sigrar, ertu brot- legur við mannkynið! Ragnar: Petta er harðari dómur, en jeg hafði húist við. Nú rákuð þið mig úr mannfjelaginu. (Hlátur). Rödd: Parna koma einhverjir! Rödd: Pað er Ólöf og Sigríður. Rödd: Ólöf leiðir Sigríði. Ragnar (við Geira): Leiðir Ólöf hana? Geiri: Pær hatdast í hendur. Rödd: Bindið er tekið frá — og þær leiðast. Nú er enginn efi lengur. Ragnar (með hárri rödd): Guð i himninum hjálpi mjer. Rödd: Mistirðu nú kjarkinn, kempan! Ragnar: Nei! Jeg hef aldrei verið hugaðri en núna. Hver þorir að stökkva yfir vökina? Raddir: Petta er fífldirfska! Ragnar: Er enginn sem þorir að reyna við mig? . . . Ef enginn þorir, hef jeg haft á rjettu að standa i kvöld, en þið á röngu. Rödd: Ef þú stekkur yfir vökina sannarðu mál þitt. Nokkrir: Já, Já, alveg satt! Geiri: Petta er vitfyrring! Pið ögrið manninum þótt þið vitið að hann . . . Rödd: Ef hann væri blindur, biðist hann ekki til þess að stökkva yfir vökina! Flestir: Nei! Auðvitað ekki! Rödd Siggu: Ragnar! Nokkrir: Hún hrópar á hann. Hún ásakar hann! Ragnar: Nú sanna jeg mál mitt. (Vill rjúka á stað). Geiri (heldur honum föstum): Pú ferð ekki fet! Ragnar: Viljirðu ekki sleppa mjer, þá förum við báðir sömu leiðina! (Rífur sig lausan og ætlar að stökkva). Margir: Stansið hann, stansið hann! Rödd Siggu og Ólafar: Ragnar, Ragnar! Allir: Stansið hann! (Sumir reyna að stöðva Ragnar). Ragnar (hrindir þeim frá sjer. Nálgast vökina). Ólöf og Sigga (koma hlaupandi). Sigga (heldur á hvítum klút í hendinni): Ragnar! Jeg sje! Jeg sje! Allir: Hún sjer — hún sjer! Ragnar (stansar á vakarbarminum. Undrandi). Sjer hún? Er það satt — sjer hún? Sigga (hleypur til Ragnars og fellur honurn lil fóta). Bróðir minn! Bróðir minn! Jeg heli fulla sjón. Jeg þakka þjer. (Hún kyssir hendur hans). Ragnar (rólegur): Ef þú hefðir komið andartaki síðar, þá hefði mjer ekki auðnast að lifa þetta dýrðlega augna- blik. Nú get jeg lifað mörg, mörg ár í endurminning- unni um þessa stund. . . . Stundina sem rak dóma mann- anna og dauðann á ílótta. Jeg vildi deyja, ekki til þess að gleyma sjálfum mjer, heldur vegna þess, að jeg þorði ekki að horfast í augu við ósigurinn. En nú er sigurinn unninn . . . kraítaverkið fullkomnað. Og enda þótt það sje mitt hið fyrsta og síðasta, þá get jeg ef til vill hjálpað öðrum til að gera það sama. (Orói í hópnum). Rödd: Pað var ekki jeg sem fyrstur kastaði steini á hann. Rödd: Pví síður var það jeg! Nokkrir: Jú, það voru einmitt þið! (Menn þræta með miklum hávaða). Ragnar: Ólöf! Hvar ertu? (Hún gengur til Ragnars. Hann talar svo hátt að allir megi heyra). Pað eru til kvennhendur mýkri og hlýrri en geislar sólarinnar. (Tekur utanum hendurnar á Olöfu). Pað eru til konu- sálir bjartari og sterkari en geislar sólarinnar. (Hann kyssir Ólöfu á ennið). Ólöf (hrærð þakklát): Vinurinn minn! Vinurinn minn! Ragnar: Nú förum við heim! Ólöf: Mamma þín og pabhi þinn bíða okkar með óþreyju. Sigga: Jeg hleyp á undan’. (Hleypur, stansar, horfir gagntekinn hringinn í kringum sig). En hvað snjórinn er hvítur og fallegur! En hvað himininn er blár og yndislegur! En hvað stjörnurnar eru skínandi bjartar. (Hrygg). En veslings Einar og Ella! (Hleypur á stað). . Fólk er farið tínast út af sviðinu). Ragitar (heyrir hvað Sigga segir. Með. styrkleik). Eng- inn veit, hvað verða kann! Ólöf: Gleymirðu að þú ert . . . Ragnar: Jeg gleymi engu. En sálin á augu sem ekki þurfa dagsbirtunnar við. Ólöf: Jeg veit, hvað þú átt við: Pú vilt gera aðra eða einhvern annan eins sterkan og þú er sjálfur. Ragnar: í augnablikinu vil jeg að eins eitt: Jeg vil lifa, já lifa! (Pau ganga heim á leið). Leikrit það, sem lijer hefur verið prentað, er upprunalega samið fyrir nokkrum árum, en breytt og lokið við það alveg nýlega. Pað verður leikið hjer innan skams og geflð út sjerstakt. Höf. sem er ungur landi i Kaupm.höfn, íjekk skáldastyrk hjer s. 1. ár fyrir þetta rit. K

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.