Óðinn - 01.07.1920, Side 21
ÓÐINN
Úr eitri römmu lyf til liðs má búa,
og listaverk úr hnullung, sortu og fjöl.
Og dauðir stofnar oft að ungvið hlúa,
og andi mannsins hreinsast best í kvöl.
Svo upp úr vetri veslings jarðarbarna
mun vorið unga skapa nýja jörð;
en hægt og seint, því ísar apríl varna
að inn sje siglt á júlí spegilfjörð.
Úr þjóða sora sætleik lífs má pressa
með samúð hjartna er göfgast mest við tár.
En skil þú vel að vetur ei mun blessa
það vor, sem honum greiðir banasár.
IJað fagtiar enginn sól og sumri meira
en sjálfur jeg — því kulsæll þráir yl, —
en samt við vetrar anguróp að heyra,
er eins og jeg með honum finni til.
Sem þjóðharðstjóri einn í útlegð sveimi
lians alt af fækkar hverjum griðastað.
En það er ekkert ilt svo til í heimi
að ekki megi kenna í brjóst um það.
í stjórnartauma hjelt hann dauðahaldi,
með hörkuslám hann girti sína jörð.
Með sverði og drepsótt dauða hann þeim valdi
sem dáðu ei hans köldu reglugjörð.
I
Úr rústum hans nú reisir vorið hallir.
Úr ríkjum skuggans myndast sólarlönd.
Og smátt og smátt við dveljum allir — allir
á ofurlítið fegri og betri strönd.
Til íslands á nýári.
Árið mitt er árið þitt,
ást því barnsins veldur.
Lífið þitt er lífið mitt,
ljós þitt lijartans eldur.
Þú átt alt sem skærast skín
— skrautið hverrar stöku.
Þú ert, ísland, ástin mín,
eins í svefni’ og vöku.
Fram um ára og alda slig
alt þig göfgi, hefji.
Framtíð opnum örmum þig
elsku sinnar vefji.
Aftansöngur.
Djúp-þung hvelfist in dimma nótt
dag yfir skemstan til hvílu genginn.
Ytra er tómlátt og eyði-hljótt,
inra slær mannssálin dýpsta strenginn
— margknýtta, eldgamla, eilífa strenginn:
»HIjóma skal harpan mín,
hærra, minn guð, til þín,
hærra til þín!«
Mannkynsins útsækna eilífðarþrá!
alheimur guðanna rúmast þjer hjá.
Leitar þú upp þar sem Ijósin há
loga svo hvergi ber skuggann á —
út fyrir myrkrið sem augun þjá,
— út yfir takmörkin þröngu að ná.
Hrífur þú blyssprotann himni frá.
hrópar um dali og fjörðu —
upp yfir þrenging og dauðadá:
»Dýrð sje guði í upphæðum,
friður á jörðu!«
Frelsara gefur þú fjötraðri sál —
fagnaðarsönginn í þjóðanna mál:
»Heims um ból
helg eru jól«.
Dýrð, dýrð, dýrð!
Dýrð sje þjer alfaðir skýrð!
Lof sje þjer Ijósheimasól!
Lofsungin blessuðu jól!
Ljóssins trú
lífs er brú
út yfir vetrarins húmkalda hjarn
himninum móli, svo grátið hvert barn
liuggast og svæfist við elskunnar arn,
andinn þá blíður og miskunnargjarn
lýsir upp vetur með vorhuga sönnum:
»Velþóknun guðs yfir mönnum«.
Ljóssins von
lífs gaf son.
Jólasól! Jólasál!
Jesúbarn! Englamál!
Skínandi opnast nú himinsins hlið,
hásaladýrð blasir jörðinni við.
69