Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 23

Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 23
ÓÐINN 71 manna fróöastur í sagnafræði og ættfræði, hefur ritað annál allfróðlegan frá 1740 — 1794 o. m. fl.; einnig eru eftir hann góðar afskriftir af ýmsum eldri annálum. Margt myndarlegt bændafólk í Húnavatnssýslu er frá Tómasi stúdent komið. Einn sonarson hans var Jónatan Jósafatsson í Miðhópi faðir Jósafats alþm. á Holtastöðum föður Jónatans, er þar býr nú. t móðurætt er síra Jóhannes af dönsku bergi brotinn, því að móðurfaðir hans Jóhannes Lárus Lynge, er hann heitir eftir, var al- danskur að faðerni, sonur Rasm- usar Lynge verslunarstjóra á Akureyri (-[- 1817 í Krossanesi við Eyjafjörð) og fyrri konu hans1) Guðrúnar Einarsdóttur (f 1799). Jóhannes Lynge lærði prentverk í Leirárgörðum, bjó síðar 20 ár (1803 — 1823) á Hurðarbaki í Svínadal, en flutti þaðan (1823) út á Akranes og andaðist þar 1834, 54 ára gamall. Hann var tvíkvæntur og voru börn hans með síðari konunni: Sigurður Lynge barnakennari á Akranesi, greindur maður og fróður, og Arnbjörg móðir síra Jóhannesar. Þá er Jóhannes var 6 ára gamall andaðist faðir hans (9. des. 1865), en móðir hans hætti búskap vorið eftir (1866) og fór að Hvítárvöllum, en Jóhannes að Hálsum í Skorradal, og þaðan að ári liðnu að Miðfossum í Andakíl, og þá um vorið (1867) andaðist móðir hans eftir langa legu, svo hann var orðinn föður- og móðurlaus á 8. árinu. Og sakir þess, að hin eldri hálfsystkin hans annaðhvort vildu eða gátu ekki tekið hann ólst hann upp á Miðfossum á kostnað sveitarinnar. Bar snemma á því, að pilturinn væri fremur hneigður til bóknáms en stritvinnu, en húsbóndanum geðjaðist lílt að slíkum hugmyndum hjá sveitarbarninu og bældi það alt niður, hjelt að bókvitið yrði ekki látið í askana, og hafði við orð, að hann þyrfti aldrei að hugsa til að verða skólagenginn, en Jóliannes Lárus Lynge Jóhannsson. 1) Meðal liarna Rasmusar Lynge og siðari konu lians (Rannveigar Ólafsdóltur) var Soffia Dorótea kona Pórðar Jónassonar háyíirdómara. Síra Jóhanncs er þvi þremenningur við böi n Ó. Finsens póslmeistara og frú Soífiu Claessen konu Fggerts Claessens liæstarjettarmála- færslumanns. húsmóðirin tók jafnan málstað hans, hver sem í hlut átti og ljet hann hafa nóg til fata og matar. Vorið 1873 var hann fermdur með besta vitnis- burði af síra Páli Jónssyni á Hesti, er var ágætur barnafræðari. Hrósaði hann piltinum við húsbænd- ur hans fyrir fyrirtaks kunnáttu í kristnum fræð- um. Pá er síra Pórður þrófastur Þórðarson í Reykholti vísiteraði á Hvanneyri sama snmarið, þótti honum Jóhannes svara svo vel spurningum sóknarprestsins, að hann Ijet kalla hann fyrir sig á eftir og gaf honum 4 krónur. Nokkru síðar fór Jóhannes á fund móðurbróður síns Sig- urðar Lynge á Akranesi og bað hann um að koma sjer fyrir í Reykjavik til að nema handiðn, því að liann bjóst þá ekki við að geta gengið skólaveginn. Kom Sigurður honum þá fyrir til að læra prentiðn hjá Einari prent- ara Þórðarsyni, og skyldi náms- tíminn vera 5 ár, en kaup ekkert nema föt og fæði. Fór þá Jó- hannes alfarinn frá Miðfossum til Reykjavíkur vorið 1877. Vann hann í prentsmiðjunni á daginn, en á kveldin fjekk hann sjer ýmsar bækur til lesturs, og voru hinar fyrstu þeirra rit- reglur og málmyndalj'sing Hall- dórs Friðrikssonar. Er einkenni- legt að veita því eftirtekt, að bækur þær, sem námgjarn og gáfaður unglingur fær fyrst handa á milli í fyrstu æsku, og honum er ekki þröngvað til að lesa, verða oft til þess að leiða hann á vissa braut að því viðfangsefni, er honum verður svo hjartfólgnast alla æfi, er eflaust stafar af því, að öll hugsun unglingsins er þá svo móttækileg fyrir alla fræðslu og gleypir þá í sig svo undurfljótt fyrstu undirstöðuatriðin í þeirri fræðigrein, er fyrst verður fyrir manni, og sannast þar máltækið, að snemma bej'gist krókurinn til þess, sem verða vill, og hvað ungur nemur gamall temur. Það er almælt, að fyrstu ástirfyrnist seint, og svipað mun því varið með fyrstu árifin, er áhugainikill og námfús unglingur verður fyrir, þá er hann sjálfur velur sjer fyrstu viðfangsefnin í einhverri fræðigrein, svo að þangað hneigist hugur- inn æ meir og meir, hvort sem það er af tilviljun eða ekki. Og víst er um það, að síra Jóhannes

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.