Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 26
74
ÓÐINN
og fundið hlutdrægnislaust að því, sem honum
hefur þótt ábótavant jafnt hjá voldugum sem
vesölum. Hefur alt, sem hann hefur ritað, Jýst
fölskvalausri sannleiksást, samviskusemi, góðri
greind og glöggri eftirtekt. Hann hefði því eflaust
orðið hinn nýtasti maður á þingi, og því undar-
legt, að hann skyldi ekki verða alþingismaður
Dalamanna, því að margfalt hæfari hefði hann
verið til þess starfs, en margir þeirra, sem þá
tignina hafa hlolið bæði fyr og síðar. Af málfræð-
inni hefur síra Jóhannes jafnan haft mest yndi, og
er það furðulegt, hversu hann fálækur og afskektur
hefur getað fylgst þar með og aukið fróðleik sinn
síðan hann fór úr skóla. Þótt jeg vilji alls ekki
segja, að hann hafi verið á algerlega rangri hyllu
í prestskapnum, þá held jeg að mjer sje óhætt að
segja, að hann hafi fyrst komist á algerlega rjetta
liyllu, er hann lókst á hendur, ásamt dr. Birni
Bjarnasyni, starfið við vísindalegu orðabókina
íslensku, sem til var stofnað á alþingi 1917, en
vitanlega hlýtur hún að verða lengi í smíðum, ef
fjárlillag og mannafii er ekki aukið þar að mikl-
um mun frá því sem nú er. Til þess að vinna að
þessu starfi Ijet síra Jóhannes af prestsskap og
flulti til Reykjavíkur vorið 1918, og vinnur nú að
verki þessu ásamt syni sinum Jakob Smára nor-
rænumálfræðingi. í fámennu og fátæku þjóðfjelagi
verða þeir jafnan margir, sem aldrei komast á
rjelta hyllu í lífinu, og þeir sem einhverntíma
komast það, mega vera forsjóninni þakklátir fyrir,
ef það er ekki of seint, eða eflir að starfskraftarnir
eru verulega teknir að þverra. Síra Jóhannes er
enn ern og hraustur og hefur mikið starfsþrek,
svo þólt hann kæmist nokkuð seint á rjeltu liylluna,
má búast við, að hann vinni mikið og gagnsamt
verk á þessu sviði, ef honum endist aldur, sem
allir vinir íslenskrar lungu munu hjartanlega óska.
Síra Jóhannes er tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Steinunn Jakobína dóllir sjera Jakobs á Sauða-
felli, gáfuð kona og góð, fríð sýnum og vel að
sjer, en því miður biluð á heilsu. Þau giftust vorið
1889 og eignuðust saman 6 börn, sem öll eru á
lífi, nema einn piltur, Flosi að nafni, er dó á 4.
árinu, en elstur af þessum fyrri konu hörnum er
Jakob Smári skáld og málfræðingur. Sökum hins
hörmulega heilsubrests konu sinnar neyddist sjera
Jóhannes til að fá hjúskapnum slitið með kon-
ungsleyfi haustið 1896, og lifði Steinunn eftir það
mest hjá bróður sínum Guðmundi trjesmið Jak-
obssyni hjer í Reykjavík, uns hún gekk til hinn-
ar hinnstu hvíldar í fyrra sumar (1919). Vorið
1898 kvæntist síra Jóhannes öðru sinni siðari
konunni Guðríði Helgadóttur, dugnaðar- og gæða-
konu, og hafa þau eignast 11 börn saman, en 3
þeirra eru dáin, stúlka Elín að nafni, er dó 13
ára á Vífilsstaðahæli í febr. 1912 og 2 piltar, Leif-
ur, er dó 11 ára, og Haukur, er dó 4 ára, báðir
úr skæðri barnaveiki í des. s. á. með 4 daga
millibili, og var það átakanleg mæða á einu ári.
En þótt síra Jóhannes hafi orðið fyrir mikilli
reynslu og stórfeldum skakkaföllum í lífinu, þá
liefur hann samt með aðdáanlegu þreki og karl-
mensku aldrei látið yfirbugast, heldur haldið jafn-
an hinu frábæra Ijettlyndi sínu og jafnaðargeði,
sem hann hafði fengið í vöggugjöf, og áður er að
nokkru getið. Sökum heimilisóhægðar og þungr-
ar ómegðar (17 barna) hefur efnahagur hans
jafnan fremur þröngur verið, en ekki hefur það
heldur kyrkt kjark hans, og með sönnu má segja,
að í raun rjettri hafi svona maður stórgrætt árlega
á lífinu, þótt hann deyi öreiga, á móts við aðra,
sem ekki hafa haft af slíkum þyngslum að segja
um dagana, en sjálfsagt hefur síra Jóhannes fundið
stundum sárt til þess, að meira væri metinn auð-
ur en manngildi. Hjálpsamur og greiðvikinn hefur
hann jafnan verið efnum framar, og allra manna
tryggaslur í lund og vinfastastur þeirra, er jeg
hefi kynst.
Þá er á alt er lilið verður ekki með sönnu
annað sagt, en að síra Jóhannes sje mikilhæfur
maður á marga lund, hæði að hæfileikum, lund-
erni og mannkostum, og að það sje ekki á óval-
inna manna færi að komast það sem liann hefur
komist eða fara í fólspor hans, án þess að gugna
eða gefast upp í baráltunni. En það hygg jeg
sönnu næst, að hin þunga lífsreynsla hans og
erfiðu æfikjör hafi gert hann að ýmsu leyti að
enn betra og meira manni, en hann hefði að lík-
indum annars orðið, og liinir meðfæddu hæfileik-
ar hans til vísindaiðkana hygg jeg, að hafi þrosk-
ast svo í lífsins skóla, að hann geti nú á fullorð-
insárunum beitt þeim með enn meiri elju og festu
en ella mundi við það starf, sem hann nú hefur
tekist á hendur, og honum hefur jafnan hugþekk-
ast verið. Og vjer óskum þess allir vinir hans og
kunningjar, að hann lifi enn lengi í landinu.
II. Þ.
0