Óðinn - 01.07.1920, Síða 30

Óðinn - 01.07.1920, Síða 30
78 ÖÐINN svo sem þeim, er bæru mesta ábyrgð á tilveru þeirra. Að vera leiðtogi slíkra safnaða var því síður en áhættu- laust fyrir hlutaðeigendur. Til þess þurfti bæði mikið áræði og sterka trú og lifandi álniga á málefni kristnu trúarinnar. Pegar því höfundur brjefsins brýnir fyrir lesendum sínum að vera minnugir leiðtoga sinna, sem guðs orð hafa til þeirra talað, þá hefur hann vafalaust fyrst og fremst í huga þakklætjsskuldina, scra söfnuð- irnir sjeu í við þessa menn fyrir það, sem þeir hafl í sölurnar lagt fyrir trúna, fyrir þrif safnaðarins og fyrir málefni Jesú Krists. Og þegar hann hvetur þá til að »virða fyrir sjer hvernig æfl þeirra hafi lokið«, þá er lítill vafi á, að átt er við píslarvættisdauða, er hafl orðið hlutskifti þessara manna — að þeir að lokum hafi stað- fest vitnisburð sinn með blóði sínu. En jafnframt hefur höfundur brjefsins vitanlega í huga þá þakkarskuld, sem söfnuðurinn er í við leiðtoga sína fyrir þann boðskap, sem þeir hafa flutt þeim, fyrir það orð hjálpræðisins frá guði, sem þeir hafa prjedikað fyrir þeim og fyrir þá svölun alla, þá huggun og upphvatningu og leiðbein- ingu til guði helgaðs lífs, sem þeim hefur hlotnast við prjedikun þeirra, að ógleymdri þeirri fyrirmynd, sem þessir menn hafa söfnuðinum geflð með staðfestu trúar sinnar og óbifanlegri djörfung í lifi og dauða. En þessi fyrirmæli hins óþekta kristna höfundar ná lengra en til kristinna safnaða þeirra tíma. Pau ná til kristinna safnaða á öllum tímum. Pótt tímarnir hafl breytst, svo að það sje nú sjaldnast samfara nokkurri áhættu að hafa á hendi leiðtogastarf innan kristins safnaðar, þá er það þó ávalt kristi- leg skylda safnaðanna að minnast með þakklátum hug leiðtoga sinna, sem verið hafa það í sannleika, fyrir þann áhuga, sem þeir sýndu á andlegri velferð safnaðarins, hversu þeir helguðu líf sitt umhyggjunni fyrir andlegum framförum hans og fluttu honum guðs góða orð honum til styrk- ingar, viðrjettingar og andlegrar svölunar — í fæstum orðum, hversu þeir miðluðu söfnuðinum því besta, sem þeir áttu til í eigu sinni. Einnig söfnuðir þessa lands hafa margir hverjir átt leiðtoga, sem bæði er maklegt og skylt að minnast fyrir lifandi áhuga þeirra á málefnum guðs ríkis og á frelsun sálnanna, sem þeim var trúað fyrir, skyldu- rækni þeirra í starfi sínu og ósjerhlífni, og fyrir lifandi, hreinan og djarfan vitnisburð þeirra um hjálpræðið i drotni vorum Jesú Kristi, — um synd og um náð, um sekt og um fyrirgcfningu. Nöfn flestra þessara manna, sem með vorri þjóð liclguðu líf sitt starfinu að frelsun sálnanna, eru nú að vísu gleymd á jörðu, þótt þau að sjálf- sögðu sjeu geymd i lífsins bók á himnum. Mörg þeirra lifa þó enn þá í þakklátri endurminningu íslenskrar kristni og munu lifa þar einnig á komandi tímum. 1 fremstu röð þessara manna, sem íslensk kristni telur sig í þakkarskuld við, er Jún biskup Vidalín, sem vjer i dag minnumst i kirkjum vorum víðsvegur um land í tilefni þess, að á morgun eru liðnar tvær aldir fullar síðan er hann andaðist í tjaldi sínu að Sæluliús- um við Kvígindisfell. En því fremur er ástæða til að minnast þess manns sjerstak- lega sem hann hefur með rjettu verið talinn öndvegishöldur islenskrar kenni- mannastjettar fyr og síðar og getið sjer þann orðstír i sögu kirkju vorrar, sem um margar aldir mun varðveita nafn hans frá gleymsku. Með guðsorðabókum sínum hetur hann verið liöfuðkennifaðir íslensks kristnilýðs kynslóð eftir kynslóð og haft meiri áhrif en nokkur einstakur kennimaður á trúarlíf og hugsunarhátt þjóðar vorrar á síðari öldum. Pess vegna er oss bæði rjett og skylt, meðal allra þeirra leiðtoga, sem guðs orð hafa til vor talað, fyrst og fremst að halda uppi minningu hans og láta hana knýja oss til þakklætis við drottin, sem uppvakti þjóð vorri slíkan kennimann á einhverjum

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.