Óðinn - 01.07.1920, Side 38

Óðinn - 01.07.1920, Side 38
86 ÓÐINN Minning hjónanna Einars Friðrikssoar og Gnðrúnar Jónsdóttur. Síðasti sumardagur 1918 var merkilegur hátíðis- dagur á einu höfuðbóli þeirrar sveitar, sem talin er ein af fegurstu bygðum á Norðurlandi. Heiðurs- hjónin Einar Friðriksson og Guðrún Jónsdóttir í Reykjahlíð mintust þá 50 ára hjónasambúðar sinnar. Stefndu þau til gullbrúðkaupsins vinum og vandamönnum úr Mývatnssveit og Bárðardal. Var það hin veglegasta samkoma, er stóð í nálega tvö dægur, og gestunum skörulega veitt að fornum Einar Friðrilcsson. Guðrún Jónsdóllir. sið. Voru brúðhjónunum fluttar þar vinhlýjar kveðjur og minni í bundnu og lausu máli. Veislu- blærinn forni samþýddist þeim vel og naut hans betur en víða gerist í nútíma samkvæmislífi þjóð- arinnar. Þar kom ýmislegt fram í orðum veislu- gesta, er varð til að bregða skýru ljósi yfir fortíð, sambúð og störf brúðhjónanna. Hinn frjósami æfiferill þeirra er skýrt tákn íslenskrar starfshyggju og þrautseigju, sem stælist í baráttu við einangrun og harðlynda náltúru, og fær að launum hundrað- falda uppskeru úr grýitum jarðvegi. Gömlu Reykjahlíðarhjónin eru svo þekt orðin víðsvegar um land fyrir atorku sína og einkenni, að ýmsum mun það ánægjuefni að fá myndir þeirra í »Óðni«. Reykjahlíð er í þjóðbraut eins og kunnugt er; hefur þar marga að húsum borið, inUÍenda menn og erlenda, sem er það nokkuð kunnugt, hversu þeim hjónum hefur tekisl, ásamt börnum þeirra, að reisa sjer þar minnismerki. í þessum orðum, sem fylgja myndunum, verður hinum ytri táknum lífsstarfs þeirra þess vegna minna lýst, en aftur á móti stultlega greint frá æfiatriðum, og þar næst skýrt frá aðstöðu þeirra á búskaparbrautinni, litið á hana í lilutfalli við samtíðina, og sýnt að samvinnu og eindrægnis- hugur fjölskyldunnar lagði brú yfir þverbresti tíðarandans. Einar Friðriksson er fæddur í Hnappastaða- seli á Fljótsheiði við Bárðardal 13. apríl 1840. Foreldrar hans, Friðrik og Guðrún, buggju þar lengst af á smájörð við fremur lílil efni. Ólst Einar upp hjá þeim til 22 ára aldurs. 1862 flutti hann með þeim að Sigurðarstöðum í Bárðardal, og dvaldi þar hjá þeim og víðar í dalnum í 6 ár. Árið 1868 byrjaði hann búskap á Syðri- Neslöndum við Mývatn ásamt konu sinni, og giftust þau svo um haustið. Premur árum síðar flutlust þau að Svartárkoli í Bárðardal og bjuggu þar í 24. ár. Guðrún er fædd 11. desember 1846 í Baldurs- heimi í Mývatnssveit og alin þar upp. Foreldrar hennar, Jón Illugason og Þuríður Eyjólfsdóttir, bjuggu þar alla sína tíð með rausn og prýði, Hefur Jóns einkum verið getið sem frumherja í fjárrækt og fjárkynbótum í Þingeyjarsýslu. Synir hans — Baldursheimsbræður — hjeldu því lilut- verki áfram, með dugnaði og nákvæmni; og eiga þeir frændur langmestan þátt í því, hversu sauð- fjárræktin er nú orðin blómleg í hjeraðinu. Móðir Guðrúnar og þeirra systkina var og skörungur mikill við búskapinn, og gætti mjög skyldurækni og staðfestu á heimilinu. Þá eiginleika erfði Guðrún í ríkum mæli, og mun hafa lagt út á lífsbrautina með valið veganesti úr foreldrahúsum. Enda hefur mikið reynt á þollyndi hennar, elju og verkflýti um æfina. Að fieyta stórum barnahóp, á efsla bæ við Ódáðahraun, er ein af mestu þrekraunum, sem íslenskum konum getur mælt. Sálarþrek Guðrúnar, greind og víðsýni, gerði slarfið ljettara. Hún hefur ætíð fylgst með því sem kostur var á í íslenskum bókmentum, látið lítið yfir sjer, verið fáorð og umburðarlynd. — Einyrkjabú- skapur við öræfi íslands hvetur til karlmensku og hugkvæmda. Einar hefur líka sýnt það, að í honum var járn, sem mátti brýna svo að gagni kæmi. Ýmsar vinnubætur og verklegar nýjungar, sem hann gerði, voru og eru enn mikils virði. Hann bygði fyrstur manna þar um slóðir mylnur til kornmölunar, knúðar með vatni og vindi, og var mjög laginn að koma þeim fyrir við vatnsaflið.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.