Óðinn - 01.07.1920, Síða 40
ÓÐINN
88
tjeðan skóla, þar til nú í vor að hann var skip-
aður skólastjóri við Hólaskóla. Jafnframt kensl-
unni stundaði hann ýms störf að sumrinu, var þá
bæði hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, Ræktun-
arfjelagi Norðurlands og Búnaðarfjelagi Islands.
Ferðaðist hann fyrir öll þessi fjelög meira og
minna, til leiðbeiningar og jarðabótamælinga. Á
þeim ferðum kyntist hann víða, og munu margir
kannast við Pál síðan, og bera hlýjan hug til lians
frá þeirri viðkynningu. Formaður fjelagsins Hvann-
eyringur, sem í eru ílestir þeir er nám hafa stund-
að á Hvanneyri, liefur hann verið lengst af, og
mun mega segja að hann haíi þar verið lífið og
sálin, og haldið fjelaginu saman að mestu Jeyti.
Pá varð liann ritstjóri Freyrs, er Einar Helgason
hætti, og svo hefur Páll
sagt þeim er þetla ritar,
að það haíi verið sitt kær-
asta starf, og þar hafi
hann helst sjeð árangur
verka sinna.
Eftir að Páll giftist 1913
fór hann jafnframt kensl-
unni að búa á Klelti í
Reykholtsdal. Tók hann
þar við niðurníddu smá-
koti, sem á höfðu verið
2 kýr, 40—50 fjár og
nokkur hross. Hús var
þar ekkert nýtilegl og
túnið aðeins 4^/2 dagsl
En nú þegar Páll fer frá Kletti er jörðin öll önn-
ur. Túnið er orðið 12 dagsl. og 3 eru að gróa
upp, búið að plægja þær, herfa og jafna, og gefur
nú af sjer um 120 hesta á ári. Land jarðarinnar
er orðið afgirt, og nú ber jörðin 3 kýr, 100 fjár
og um 20 hross. Hús öll hefur hann endurbygt,
og reist þar steinhús, hlöðu og fjós, sem þó var
ekki fullgert að öllu er hann fór. í öllum lijeraðs-
málum tók hann mikinn þátt og munu vand-
fundnir menn, sem með meiri ósjerplægni og
óeigingirni unnu að opinberum málum en hann.
En nú er hann fluttur úr hjeraðinu; margir sakna
hans að makleikum, og í hina nýju stöðu hans
fylgja honum hugheilar óskir allra þeirra er hon-
um hafa kynst. Af skrifum sínum í blöð og tíma-
rit er hann orðinn svo kunnur, að vænta má þess,
að skóli hans verði vel sóttur, enda enginn vafi á
þvf, að hann liggur ekki á liði sínu, til þess að
gera hann svo úr garði, að við megi una, og eftir
dómi þeim, er nemendur hans frá Hvanneyri hafa
gefið lionum, má vænta þess að honum takist það.
Borgfirðingur.
Sí
Sigurður Porvarðsson,
fyrverandi lireppstjóri í Beruneshreppi, er fæddur
á Núpi í sama hreppi ll.janúar 1848. Faðir hans
var Porvarður Pórðarson, er þar bjó, en móðir
Kristín Sigurðardóltir. Pau hjón eignuðust 11 börn
og komust G þeirra til fullorðinsára. Sigurður ólst
upp hjá foreldrum sínum á Núpi framyfir tvílugs
aldur. Eitt ár var
hann á Berunesi,
en fór svo aftur til
foreldra sinna og
var hjá þeim þangað
lil að hann fluttist
að Krossgerði í sama
hreppi vorið 1873
og giílist Málfríði,
dóttur Gísla Hall-
dórssonar bónda
þar, rúmu ári síðar,
28. ágúst 1874, og
tók þá við búinu af
tengdaföður sínum.
Ekkjumaður varð
hann vorið 1900.
Sigurður bjó í Krossgerði allan sinn búskap, í
28 ár, og lók þá elsti sonur þeirra hjóna, Gísli,
við búinu vorið 1902 og býr þar enn. Þeim hjón-
um Sigurði og Málfríði varð 10 harna auðið og
náðu G þeirra fullorðinsaldi, 4 synir og 2 dælur,
3 bræðranna búa í Krossgerði, Gísli, Árni og
Porvarður, fjórði bróðirinn er Jón fyrverandi
bæjarfógetaskrifari, nú kaupmaður í Reykjavík.
Önnur dætranna er á lífi, Ásdís að nafni, og er
hún gift Snjólfi Stefánssyni bónda á Veturhúsum
í Geithellnahreppi, hin hjet Anna Kristín og var
kona Jóns Helgasonar, ritstjóra Heimilisblaðsins,
hún andaðist úr spönsku veikinni 1918. Hjá þeim
hefur Sigurður verið síðan haustið 1907, þar til í
sumar, að hann fluttist austur að Krossgerði til
sona sinna og dvelur þar nú.
Sigurður Porvarðsson var hreppsljóri i Beru-
neshreppi í 23 ár, 1882—05, og fjögur ár hrepps-
nefndaroddviti, og vann hann að þeim vandasömu
Páll Zóphóníasson.
Sigurður Porvarðsson.