Óðinn - 01.07.1920, Síða 42

Óðinn - 01.07.1920, Síða 42
öð ÓÐINN Kristján Eldjárn Pórarinsson. Petrína Soffía Hjörleifsdótlir. Petrína SoíTia Hjörleifsdóttir var fædd á Skinna- stöðum í Axarfirði 29. ágúst 1857. Faðir hennar var Hjörleifur preslur Guttormsson prófasts á Hofi Þorsteinssonar og Oddnýjar Guttormsdóttur sýslu- manns. Kona síra Hjörleifs og móðir Petrínu var Guðlaug Björnsdóttir síðast prests á Kirkjubæ í Hróarstungu Vigfússonar og síðari konu hans Önnu Stefánsdóttur Schevings prests á Prestshólum. Guð- laug var þannig komin í beinan karllegg frá Guð- brandi Hólabiskupi og í móðurætt frá Steini biskupi Jónssyni. Ólst Petrína upp hjá föður sínum á Tjörn og Völlum og giftist síra Kristjáni Eldjárn 6. sept 1881. Áttu þau 8 börn. Þrjú dóu ung. Nú er og dáin ein dóttir hans, gift kona, Þorbjörg, en *4 lifa, Þórarinn, óðalsbóndi á Tjörn, og Ingibjörg, Ólöf og Sesilía, ógiftar. Petrína sál. var bið mesta valkvendi, geðprúð, þýðlynd og viðmólsgóð, heim- ilisrækin og híbýlaprúð og hin nærgætnasta við hjú sín og ástúðleg manni sínum og börnum. Starfsöm var hún og ötul, enda vel að sjer um öll kvenleg störf. Var heimili þeirra hjóna fyrir- mynd að gestrisni og glaðværð og munu sveitungar þeirra og aðrir samferðamenn, er til þektu, geyma minningu þeirra með virðingu og þakklæti. P. B. * Hjer og þar. i. Það skeði áður fyr einn drottins dag að »Dukaborar« — helgra samfjelag — í flaustri hjeldu fótgangandi á braut, og fje sitt yfirgáfu, lönd og naut. Þeir hófu naktir þessa frægðarför og fluttu ekki með sjer brauð nje spjör. Þeir komu, að finna Krist, til Winnipeg, svo kynlega bar til að þar var jeg. Jeg dvaldi nokkuð nærri þeirra slig, þeir námu staðar, er þeir sáu mig. Og hvestu lengi á mig augnaráð, rjett eins og væri takmarkinu náð. II. Jeg hafði ást á öllum mannabörnum, en einkum þeim sem heldri flestum mat, jeg beygði mig í knjám og hringdi kvörnum í kolli mínum eins og best jeg gat; á lærða og ríka leit jeg bænaraugum, jeg lá með virðing flatur eins og skinn, af auðmýkt var jeg úr að deyja taugum, já, ástandið var skuggalegt um sinn. En ríkir við mjer reigðust eins og þúfur, sem rakkar vorir ekki sneiða hjá. Og lærðir settu’ upp asna’ og hesla húfur, á hæli sneru sjer í burt mjer frá, að mörgum öðrum mjer var nokkur bagi og með þeim lifði engan glaðan dag, svo jeg gekk úr þessu’ andskotans mannfjelagi og ætlaði mjer að ganga í kvenfjelag. III. Alt gekk mjer örðugt að nema, ekkert gat troðist í mig, aðrir við lærdóma luku og lögðu ekki hart á sig. Sú sannfæring hald á mjer hafði að hann, sem útlærður sat, hefði á hnakkanum eða hvirflinum opið gat. Þess hef jeg áskynja orðið að ekkert er betur heilt — alt er þar inni lokað, út er ei neinu deilt. Frh. Gutl. Guttormsson. é

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.