Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 6
OÐINN Þá streymdi í sál mjer sortinn inn og svall með hefndarraust, sem kveði hrannir kletta við um klakaþrungin haust. En röðull bak við rosaský í rökkrum hjartans brann. Um dauða' og líf jeg tefldi tafl og taflið loks jeg vann. Jeg fann að sjerhver fjötur brast; jeg fór sem blærinn hljótt, og aftur mína brúði bar á braut um heiða nótt. Það tafði enginn okkar för um eyðilönd og fjöll. En skýli undir eik og björk var okkar konungshöll. Við höfum búið átján ár í okkar hljóðu bygð og fleira lifað súrt en sætt, þó sátt í raun og hrygð. Hún einför minni óró kveið um eyðifjallageim. ]eg hræddist, ef mig grunur greip, að gestur viltist heim. Því það er auðna útlagans, að enginn sjái hann! En mun ei flestum finnast kalt, að forðast sjerhvern mann? Og fyrirgef hin freðnu orð, sem fjellu mjer af vör, er kalinn heim í kofann minn þú komst úr háskaför. En hún, sem gaf mjer ást og önn í allri sorg og þraut og þráði eins og fanginn fugl, að fljúga með mjer braut, hún hefur sigrað átján ár og af mjer klakann þítt. Sem forðum þráði frelsið mest hún frelsi þráir nýtt. Við þekkjum orðið þessi fjöll og þeirra heljarvöld, og óskum helst í allra náð að enda lífsins kvöld. Og berðu okkar bróðurorð um bygð, að fjarstu strönd. Við rjettum hinst er sígur sól til sátta þreyta hönd. Jón Magnússon. Uppsprettan. ]eg flý úr borgar-flaum og þröng, að fagna þínum hlýja söng. Þú líður björt um blómagöng og brosir eins og fyr við bjargsins bláu dyr. Þú syngur enn hið aldna lag, sem ein þú kant, um nótt og dag, er vorið býr þjer best í hag við blæ og sólarhyr. Þú vanst þjer aldrei opna braut, sem elfur sterk, í hafsins skaut. En enginn fegri hljóma hlaut um hlíðar, grund og mó, nje dýpri draumaró. Þú streymir gegnum bergið blátt, í blómarunn þú hnígur lágt. Þín köllun stígur himin-hátt, þú harms og þorsta fró. 0, streym þú hrein þitt skamma skeið, og skín þú bakvið runn og meið, og svala þeim á þinni leið, sem þrautabeygður er, og geymdu það hjá þjer, sem felur unað óðs og draums, í öldum dulins hjartastraums, og sjest ei fyrir glöpum glaums, en guðlegt merki ber. Jón Magnússon. íslenskan. (Endurbætt útgáfa). íslenskan er afbragðs mál, einkum tæpt á broti; í orku-raunum egghvast stál, í ástum töfrasproti. Fnjóskur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.