Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 48
48 ÓÐINN Skiftir miklu meira manndáð slík, en auður. — Að rústum fornrar frægðar faðir þinn kom snauður. Tóftir, auðn og órækt. — Útsjón þurfti styrka. — Bygði hærra’ og hærra höndin mikilvirka. — Reis þá stærra’ og stærra Staðarfell í ljóma. — Upp úr langri læging lyfti ’hann því með sóma. — Oft á slíkan aðal: orku vits og handar — hellist krapa kólga, kaldsár gustur andar. . . . Sjá hann fram úr fara fjöldinn þolir ekki. — Skipar illmálg öfund andófs sess og bekki. — Ekki er jafnan ástin efst í slíkra grönnum, þegar afl og orka ögra smærri mönnum. — Frá þjer, góði Gestur, gott var þó að frjetta: Æfi þinnar orðstír enginn kaus að bletta. Allra hugir unnu æskuprúðum sveini. — Sannast hjer: að svipur satt frá mönnum greini. — Þig var gott að þekkja, þú varst sveinninn besti. — Flestra hugir fundu foringjann í Gesti. — Váleg veðrabrigði verða títt að grandi. — Lít jeg flughratt fara Feigð á tryldum gandi. Rýkur Ránarveldi, rokið landið hylur. — Kastar nú af kili knerri sviftibylur. — Djarft þú sundið sækir. — Sje þig öðrum bjarga. — Sje þjer sundið daprast. — Sje þig lífi farga. Svipleg helfregn hljómar: — Harmur kveðinn mesti. . . . Það voru djarfir draumar dreymdir fyrir Gesti. Þökk fyrir djarfa drauma! — Drauma, sem ei rætast. Sjáum vjer; og sjáum: Seint mun tjónið bætast! Sólhýr sumardagur síðla fer úr minni, — sama yli andar út frá minning þinni. Geymast hreinu hjarta helgra minja dómar. — Vfir göfgum Gesti glaða heiði ljómar. — Vökult blessað vorið verndar gesti sína. Signir Guð og sólin sæla minning þína. Stefán frá Hvítadal. Sl Smáblómið. Ljúfa smáblóm, liljan bjarta, læknað geturðu marga und. Má jeg leggja þig mjer við hjarta? Má jeg njóta þín litla stund? Sje jeg inn í undraheima, unga blóm, í gegnum þig. Og mig fer að dreyma, dreyma. Draumaveröld, taktu mig! Ljúfa blóm, þíns ljóma nýt jeg? löngun mín er djúp og sterk. Þjer í dýpstu lotning lýt jeg, Hfsins mikla kraftaverk! G. O. F. Leiðrjetting. í greininni um Jakob Thorarensen hjer í blað- inu eru þessar villur: í fyrstu línunni er vitnað í grein í „Óðni“ 1913, les: 1914. — ]. Th. er sagður fæddur 18. dag marsmán- aðar, les: maímánaðar. — Þá er og villa í kvæði Jakobs „Afa- minning", í fyrstu ljóðlínu 9. vísu stendur: „þína brá“, les: þínar brár. Prentsmiðjan Gutenberg. — 1924.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.