Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN var það veitt honum 8. maí 1865; flutti hann þá um sumarið, að afloknu fyrirskipuðu íslenskuprófi, með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og tók við embætti sínu snemma í ágústmánuði. Hilmari Finsen var mjög vel tekið þegar hann kom hingað til lands. Hefur þar sjálfsagt miklu um ráðið, að hann var af góðkunnu íslensku bergi brot- inn í föðurætt og þá einnig hitt, að menn höfðu haft góðar afspurnir af honum fyrir embættisroggsemi samfara lipurð og háttprýði í allri framgöngu. — Al- þingi var háð þá um sumarið, er hann kom hingað, og gengu þing- menn allir, undir forustu Jóns Sigurðssonar for- seta, fyrir H. F. nokkr- um dögum eftir að hann stje hjer á land og buðu hann velkominn hingað í nafni hinnar íslensku þjóðar. Sama gerði bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd höfuðstaðar vors. — Og svo kvað Matthías, á fyrsta afmæl- isdegi H. F. hjer á landi: íslands auðnu von, ættlands tigni son o. s. frv. Þegar H. F. tók við stiptamtmannsembættinu var fremur grunt á því góða milli íslendinga og Dana. Stjórnmáladeilur og fjárhagsþref hafði þá um nokkurt skeið staðið milli þjóðanna og fór heldur harðnandi en hitt. Ást og vetvild til Dana, eða rjett- ara dönsku stjórnarinnar mun þá hafa verið nokkuð af skornum skamti af íslendinga hálfu, og virðingin hins- vegar af hálfu Dana fyrir sjálfstæðiskröfum Islendinga víst ekki meiri en góðu hófi gegndi. — Víst er um það, að oft bar á talsverðum misskilningi milli þess- ara tveggja aðila. Það var því allvandasöm staða er H. F. tókst á hendur þá er hann gerðist æðsti valds- maður landsins, og þá hvorttveggja í senn: talsmaður vor Islendinga gagnvart dönsku stjórninni, en um leið fulltrúi hennar og umboðsmaður gagnvart alþingi. — Mun þá oft hafa þurft að synda milli skers og báru, og mikilli' lipurð, en um leið festu og viturleik þurft á að halda. En þessa eiginleika hafði H. F. í ríkum mæli. — Hafði hann auk þess eindreginn og sterkan áhuga á því, að alt starf hans hjer á landi gæti kom- ið þjóðinni að sem mestum notum og orðið landinu til heilla og blessunar. Hilmar Finsen sat á 4 síðustu ráðgjafarþingunum sem konungsfulltrúi. Á fyrsta þinginu er hann sat á, 1867, bar hann fram stjórnarfrumvarp, er nefnt var »Frumvarp til stjórnarskipunarlaga handa íslandi«. Átti H. F. mikinn þátt í innihaldi og efni frumvarps þessa, enda var þar gengið miklu lengra en áður í áttina til að fullnægja kröfum og óskum vor íslend- inga. En þó að H. F. legði sig mjög í framkróka með að ná samkomulagi við þingið um frumvarp þetta, náðist það ekki til fulls, og hjá dönsku stjórninni fjekk H. F. í þetta sinn að heita mátti óþökk eina fyrir frammistöðu sína. — Stjórnarskipunarlagafrum- varp það, er danska stjórnin lagði fyrir alþingi 1869, þótti að mun óaðgengilegra en frumvarpið 1867. Með hverju ári mun það hafa orðið ljósara bæði dönsku stjórninni og eins alþingi, að nauðsyn bæri til að binda enda á stjórnmálaþras og fjárhagsdeilur Dana og Islendinga. Með stöðulögunum 2. janúar 1871 var í öllu falli úr fjárhagsmálinu leyst til bráða- birgða og hvað umboðsvaldið á Islandi snerti var sú breyting gerð, með konungsúrskurði 29. júní 1872, að stofna skyldi landshöfðingjadæmi á landi hjer frá 1. apríl 1873, en stiptamtmannsembættið leggjast nið- ur og amtmannsembættin sunnan og vestan sameinast. Eins og beint lá við varð H. F. fyrsti landshöfð- ingi vor. En eigi er unt að segja að honum hafi verið hlýlega fagnað þegar þessi breyting varð á embættis- stöðu hans. Þvert á móti; honum voru jafnvel sýnd augljós óvirðingarmerki, sem að vísu engan vegin munu hafa verið stýluð gegn honum persónulega, heldur að eins sem fulltrúa dönsku stjórnarinnar. Hugir margra manna, ekki síst ýmsra yngri mentamanna í Reykja- vík, voru þá orðnir svo æstir, að þeir áttu örðugt með að sjá eða átta sig á þeim stjórnfarslegu endur- bótum, sem í rauninni voru gerðar með stofnun lands- höfðingjadæmisins. H. F. tók þessari mótspyrnu með mestu stillingu og jafnaðargeði, og á fyrsta þinginu sem hann sat á sem landshöfðingi, 1873, síðasta ráðgjafarþinginu, gafst honum á ný tækifæri til að sýna einlægan ásetning sinn og vilja til að gera alt, sem í hans valdi stæði til þess, að vjer gætum fengið viðunanlegt sjálfsforræði. Þjóðhátíðin, í minningu 1000 ára bygggingar ís- lands, fór í hönd, og H. F. var það eigi síður en þingmönnum ljóst, að hjer væri hentugt tækifæri, er eigi mætti ónotað láta, til þess, að reyna að fá heppi- lega úrlausn á sjálfsforræðismálum vorum. Að þessu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.