Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 10
10 ÓÐINN Norðurlandi, en í fyrstu höfðu úr þeim landsfórðungi að eins komið ónotaorð á móti kvennaskóla.1) Það var í fyrstu við eigi fáa erfiðleika að berjast. Mönnum var óljóst um hlutverk kvennaskólans og misskildu það eðlilega á ýmsa vegu. Margir voru því óvanir, ekki síst konurnar, að ætla hverju verki sinn tíma og hverjum hlut sinn stað. Þóra Melsteð áleit sjálfsagt að stúlkurnar vendust á slíkt í skólanum; hún vildi venja þær á reglusemi og hirðusemi, en það var stundum eigi svo auðvelt. Að koma við rótgrónar óvenjur, er sem að koma við kaun manna, og sum- um námsmeyjunum þótti Þóra Melsteð vera ströng sökum þessa. En smámsaman breyttist þetta. Og er stundir liðu fram sáu námsmeyjar skólans, engu síður en kennarar hans og ýmsir aðrir, hve mikið Þóra Melsteð hafði lagt í sölurnar fyrir Kvennaskólann og hve mikla alúð hún lagði við mentun kvenna; sýndu þær henni við mörg tækifæri viðurkenningu og þakk- læti sitt fyrir það. 1906 sæmdi Friðrik VIII. hana með verðleikamedalíunni úr gulli. Það er fágætt heið- ursmerki, og hefur enginn maður á íslandi hlotið það nema hún. III. Eftir að Þóra Melsteð ljet af forstöðu kvennskól- ans, lá henni þó jafnan vöxtur hans og velferð á hjarta. Skólinn var nú orðinn svo stór, að hann þurfti að fá stærra hús, og vann hún þá að því eftir megni, að hús þeirra hjóna væri stækkað. En er það tókst eigi, fór hún fram á það við húsasmið einn í Reykjavík, að hann bygði hús handa kvennaskólanum og leigði honum, og var það að ráði gert. En á þessum árum varði hún mestum kröftum sínum til þess að lesa fyrir mann sinn og hjúkra honum. Hann var nálega 11 árum eldri en hún, og nú orðinn þvínær sjónlaus; hafði hún á seinni árum oft lesið fyrir hann, er sjón hans tók að bila. Það var mikil hamingja fyrir hann og þau bæði, hve heilsuhraust hún var og hve vel hún entist. Þau voru bæði orðin háöldruð er hjer var komið, hann á tíunda tugnum en hún á hinum ní- unda. Það var ánægjulegt að sjá þau bæði, því að fáir hafa átt jafnfögur elliár sem þau. Bæði voru þau óvenjulega vel mentuð, höfðu áhuga á öllu nytsömu og fögru, voru einlægir trúmenn og höfðu vaxið mjög andlega við alt sitt óeigingjarna starf um langan ald- ur. Samúð þeirra og ástúð var svo hrein, umhyggjan óbrigðul og trygð þeirra óslítandi. 1) Eggert Qunnarsson safnaði brátt 4000 kr. í Danmörku til kvennaskóla á Norðurlandi, og var hann settur á Laugalandi í Eyiafirði. Páli Melsteð förlaðist svo sjón, áður en hann var hálfníræður, að hann gat eigi lesið; tók þá kona hans og dóttir að lesa fyrir hann, og þær hjálpuðu honum með alt, er þær máttu. Þá er kona hans hafði látið af skólastjórn, fjekk hún betri tíma til þess að stunda hann. Haustið 1909 hjeldu þau hjónin gullbrúðkaup sitt, en eftir það þverruðu kraftar hans óðum og 9. febrúar 1910 andaðist hann á 98. árinu. Þóra Melsteð bar sorg sína og einveru með þeim andlega styrkleik, sem henni var eiginlegur. Hún hjelt enn góðri heilsu í rúmlega hálft tíunda ár og var sístarfandi, nema þá er vinkonur hennar eða vanda- menn heimsóttu hana. Hún las oft, en meira fjekst hún þó við hannyrðir, því að »þær veittu svo mikla ró«. Það má heita nærri einsdæmi, hve vel hítn hjelt sjer þangað til síðasta veturinn, sem hún lifði. Þá um haustið varð hún veik og náði sjer aldrei aftur. Þurru þá kraftar hennar smátt og smátt uns hún var kölluð burt 22. apríl 1919, á 96. árinu, svo að nú á aldaraf- mæli hennar er að eins hálft fimta ár síðan. Hún hafði þá búið rúm 82 ár á Islandi, en í bernsku og æsku dvaldi hún alls 13 ár í Danmörku. Þóra Melsteð hugsaði til dauðadags um kvenna- skólann og mentun íslenskra kvenna. Kvenhugsjón hennar var frá æsku velmentuð kristin og siðgóð norræn kona. Hún óskaði að sem flestar íslenskar konur vildu hafa það takmark fyrir augum. Til þess að ljetta fyrir þeim á mentaveginum og til að ná því takmarki, hafði hún snemma ákveðið að gefa það, sem hún kynni að láta eftir sig, til stofnunar styrktarsjóðs handa ungum, efnilegum, fátækum stúlkum, er vildu ganga árum saman á kvennaskólann og komast í gegnum alla bekki hans. Styrk af sjóðnum geta þær feugið, er þær hafa verið tvö ár í skólanum. Ef Þóra Melsteð hefði fallið frá rjett eftir að hún varð ekkja, þá hefði sjóður þessi orðið lítill. Maður hennar var litlum efnum búinn, og hún hefði komist í allmikil vandræði á ekkjuárum sínum, ef frú Emilía Johnsson, mágkona hennar, hefði eigi rjett henni hjálparhönd. En síðustu árin, sem Þóra Melsteð lifði, stigu grunn- ar og húseignir í Reykjavík mjög í verði, og fyrir því varð styrktarsjóður þeirra Páls og Þóru Melsteð handa ungum stúlkum fullar 20000 kr. En æfi og lífsstarf þeirra hjóna Páls og Þóru Mel- steð sýnir, að það má vinna landi og lýð mikið gagn, þótt efnahagurinn sje þröngur, ef viljinn er góður og sterkur, hugarfarið kristilegt og mentunin mikil og sönn. Kaupmannahöfn í nóvember mánuði 1923. Bogi Th. Mesteð.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.