Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 47
ÓÐINN 47 um árum saman. Eftir 10 ára dauðastríð andaðist hann. Hinn sonurinn, Halldór Magnús, veiktist fyrir alvöru 1916 en andaðist 1922. Rjett áður en hann veiktist fyrir alvöru giftist hann Fannýju Karlsdóttur, sem lifir hann. Með henni átti hann tvö börn, sem bæði dóu kornung. Halldór hafði raunar verið veikur áður, svo baráttan við heilsuleysið stóð eigi miklu skemur en hjá bróður hans. Hann var einnig ýmist heima eða á Vífilsstaðahæli. Hinar efnalegu byrðar af veikindum og dauða sona sinna og sonarbarna urðu þau Káraneshjón að bera að miklu leyti, eða að mestu leyti öllu heldur. Þó má geta þess, að Halldór hafði unnið sjer nokkuð inn, áður en hann veiktist, og gekk það fljótt til þurðar. Furðaði margur sig á því, hvernig þau Káraness- hjón færu að því, að standast allan þennan feikna- kostnað. Hitt var þó eigi síður eftirtektar vert, að í öllum þessum þungbæru raunum heyrði enginn þau kvarta eða æðrast. Sama var að segja um þessa sjúku bræð- ur. Stilling þeirra og þolinmæði var lærdómsrík og eigi síður hin vakandi umhyggja þeirra beggja fyrir heillum og heimili foreldra sinna. Pilt einn tóku þau Káranesshjón til fósturs 9 ára gamlan, mannsefni gott, en hann druknaði 19 ára að aldri. Eigi hafa þessar raunir dregið neitt úr starfsþreki Jóns í Káranesi. Fjörið og áhuginn er hinn sami, sem áður er sagt. ]ón er lítill maður vexti, en snarlegur og fjörlegur og veita ókunnugir honum fljótt eftirtekt. Hann ber það með sjer í svip sínum og látbragði, að hann er flestum frábrugðinn. Fjörsins verður fljótt vart, svo eru höndur hans þegjandi vottur um að ekki hefur verið legið á liði sínu um dagana. Og verður hugans vart óðara, er hann fer að tala. Kona hans heitir Ragnhildur Gottsveinsdóttir. Hún er ágætiskona: prýðisvel greind, frábærlega gætin í orðum, og góð og guðhrædd kona og skyldurækin með afbrigðum. Myndarkona er hún hin mesta, stjórnsöm og hyggin. Sumum lítt kunnugum kynni að virðasf hún hæg- fara í störfum sínum, en þeir, sem vel þekkja til, vita, að feiknastarf liggur eftir hana. Hún er sívinnandi og í hinum langvinnu veikindum á heimili þeirra hjóna var hún eins og vakandi líknarengill nótt og nýtan dag. Hún hefur að verðleikum áunnið sjer traust og virðingu allra, sem þekkja hana. Maður hennar á henni ómetanlega mikið að þakka, bæði afkomu sína og ótalmargt annað. En hún er ein af þeim, sem ekki hirðir um að láta mikið á sjer bera. Skyldan er henni fyrir öllu. Jón í Káranesi er trygglyndur maður, órjúfanlega trúr sínum vinum, eins og kona hans. Allir vinir þeirra hjóna óska þess, að þau mættu sem Iengst geta notið krapta sinna og hæfileika sjer og öðrum til sæmdar og blessunar, og betur að ættjörðin ætti sem flesta þeirra líka. RcYnivöllum 25. júní 1924. Halldór Jónsson. M Gesíur Sophonias Magnússon frá Staðarfelli. Fæddur 16. júlí 1889. — Dáinn 2. okt. 1920. Gengum við úr garði á glöðum sumardegi. — Man jeg hinsta handtak, hlýja gleymist eigi. — Aftur renni' jeg augum yfir slegna völlu: Sílgræn taða í sætum. Sólin hlær við öllu. — Blæjalogn á legi; ljósblá hula á fjöllum. Aftur finn jeg ilminn út frá skógarhjöllum. Aftur höfga angan upp frá slegnum velli. Svífur ylhýr andi ¦ yfir Staðarfelli. Lít jeg garðinn glæsta — göfgra manna setur — haldinn hærra en forðum, hýstan miklu betur. — Vfir slíkum auði áttir þú að vaka, — eftir ítran föður arfinn dýra að taka. Dáru styrkar stoðir starfa mikilvægan. — Göfgur höldur gerði garð sinn víða frægan.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.