Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 20
20
ÓÐINN
og mörgum þeirra mentamanna, sem síðar urðu þekt-
ustu og nýtustu menn þjóðarinnar.
Með farfuglunum — eða jafnvel fyr — hjelt hann
heimleiðis á vorin, og var þá venjulega framan af
sumri með vöruskipum þeim, sem verslunin á þeim
árum ljet sigla hafna milli, til að færa viðskiftamönn-
um sínum vörurnar svo nálægt sem komist varð og
taka jafnframt á móti gjaldeyri þeirra.
Sjerstaklega er minnisstæð för hans til Hornafjarð-
ar með skonnortunni Hariett.
Eftir nokkurra daga dvöl þar, kastaði hinn geig-
vænlegi straumur
í Hornafirði skip-
inu upp á sand-
rif og liðaði það
í sundur, Carl
varð síðasti mað-
ur til að yfirgefa
skipsflakið, en
tókst þó ekki að
bjarga verslunar-
bókunum. En
næstu daga reið
hann um sveitir
þær sem við hann
höfðu skift, og las
upp fyrir mönn-
um úttekt þeirra,
og fjekk viður-
kenningu fyrir að
rjett væri. Undr-
uðust margir hve
gott minni hann hafði. Bjargaði hann þannig verslun-
inni sem hann vann fyrir frá stórtjóni.
Árið 1889, þann sjötta nóvember, giftist Carl Petru
dóttur ]óns jónssonar, trjesmiðs og hreppstjóra í
Borgargarði í Hálsþinghá, og konu hans Onnu Jóns-
dóttur, Petra er fædd 23. apríl 1866.
Sama ár fluttust þau hjón til Fáskrúðsfjarðar. Tók
Carl við forstöðu Orum Sí Wulffs verslunar þar. Var
hann þar í 7 ár — til 1896, er hann keypti dálítinn
mýrarblett í Stöðvarfirði. Reisti hann þar verslun og
tók að stunda sjávarútveg með miklum áhuga og
dugnaði, en ekki gleymdi hann þó að leggja alla al-
úð við að rækta blettinn sinn. En þegar bletturinn
var fullræktaður, þá keypti hann part af jörðinni
Kirkjubóli — sem lóð hans var partur af — og gerði
á fáum árum »garðinn frægan«.
Þau hjón eignuðust 9 börn. Tvö þeirra dóu ung,
og það þriðja á fermingaraldri, en sex uppkomin og
efnileg eru á lífi. Auk þess ólu þau hjón upp nokkur
fósturbörn, sem flest munu nú vera komin upp.
Síðastliðið haust þann 14. sept. var Carl á heim-
leið með mótorbát frá Fáskrúðsfirði. Virtist hann ekki
kenna sjer neins meins, en alt í einu hneig hann nið-
ur og fjell fyrir borð. Hefur hann að líkindum fengið
hjartaslag og verið örendur samstundis, því áldrei
skaut honum upp á sjávarflötinn eftir að hann fjell
útbyrðis. Carl var maður mikill vexti, höfðinglegur, og
hinn hermannlegasti mundi hafa verið bætt við, ef
hann hefði verið uppi fyrir þúsund árum, og þá skrif-
uð lýsing af hon-
um, enda fjör-
maður og gleði-
maður. Hann var
röskur og þolinn
göngumaður, góð
skytta, taflmaður
með afbrigðum
og spilaði manna
best. Þessarþraut-
ir allar stundaði
hann talsverf frá
æsku til æfiloka.
Þó mun ekkert
hafa veitt honum
eins óblandaða á-
nægju eins og að
taka á móti gest-
um og veita þeim
Carl ]. Guðmundsson. allan þann beina
og greiða, sem
þeim kom best. Þeir, sem til hans komu, þurftu ekki
að lýsa þörfum sínum, því Carl var glöggur að sjá
hvað þeim hentaði, og þá fljótari að bjóða það og í
tje að láta, en þeir um það að biðja. Það eina, sem
gestir Carls gátu um kvartað, var, að hann reyndi oft
að kyrsetja þá, þó þeir þyrftu að hraða ferð sinni. Þó
var þeim tilraunum af hans hendi jafnan lokið, ef
gesturinn sagði honum hvað á herti og Carl fjelst á
að um nauðsyn væri að ræða. Var hann þá jafn
áhugasamur að flýta för gests síns, eins og áður að
tefja hann.
Til marks um hjálpsemi Carls má geta þess, að svo
má að orði kveða að Stöðvarfjórður hafi verið brú-
aður síðan Carl kom þar. Þegar fært var á flot að
fara hafði hann jafnan til reiðu bát og menn til að
flytja þá sem yfir þurftu að komast. Ljet hann sig
engu skifta hvort í hlut áttu háir eða lágir, kunnugir
eða óþektir, vinir eða andstæðingar. — Ovin held jeg