Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 26
26 ÓÐINN Afkomendur Snorra Húsafells prests eru margir orðnir og dreifðir um efri hluta Dorgarfjarðarhjeraðs. Af tvennu var sjera Snorri frægur: kröftum og allri karlmensku, sem margar sögur lifa um enn, og fræða- iðkunum. Má telja hann eitt hið síðasta skáldanna sem rímur ortu í fornum stýl. — Snorrungunum nýju, afkomendum hans, kippir í kynið um hvorttveggja. Undantekningarlítið hefur hreysti og harðgjörvi verið kynfylgja Húsafellsættar, margir burðamenn, svo að af bar, og bændur og búsýslumenn einstaklega farsælir. En eigi síður hefur góð greind, listhneigð, hneigð til fræðaiðkana og hagmælska fylgt ættinni. En um þessa hluti alla er Kristleifur á Stóra-Kroppi ágætur full- trúi þessarar kjarnamiklu ættar: Einhver hinn þrek- legasti maður á velli, einn hinn mest virti bóndi í Dorgarfirði og skipar öndvegi borgfirskra bænda um iðkun innlendra fræða og skáldskap. Fjórir eru enn á lífi Húsafellsbræður: Djörn bóndi í Dæ, Jakob fyrrum bóndi á Hreðavatni, Snorri bóndi á Laxfossi og Kristleifur. En tólf voru Húsafells- systkin, sex bræður og sex systur, og dóu sex í æsku, þar af fjögur með fárra daga millibili úr barnaveiki. Til 27 ára aldurs var Kristleifur á Húsafelli, en þá byrjaði hann búskap á Uppsölum í Hálsasveit og kvæntist Andrínu Guðrúnu Einarssdóttur, hálfsystur sjera Magnúsar á Gilsbakka. Djuggu þau á Uppsölum í 9 ár en fluttust þá að Stóra-Kroppi, sem er neðsti bær í Reykholtsdal, mikil jörð og góð. Þar dó Andr- ína 1899 frá 7 börnum þeirra á lífi og lifa þau öll: Þorsteinn bóndi í Hægindi í Reykholtsdal, Ingibjörg gift Þorsteini frænda sínum á Húsafelli, Þórður, ný- kominn heim frá söngnámi á Þýskalandi, Katrín og Einar heima í föðurgarði, Jórunn kona Jóhannesar bónda Erlendssonar á Sturlureykjum og Andrína kona Djörns Gíslasonar frá Stafholti. Um aldamótinn kvænt- ist Kristleifur öðru sinni, Snjófríði Pjetursdóttur frá Grund í Skorradal, ekkju Jónatans skálds á Vatns- hömrum, ágætri konu. Eignuðust þau eina dóttur barna, Guðnýju, heitmeyju Djörns kennara Jakobs- sonar á Varmalæk. — Ekki verður það bókstaflega sagt um Kristleif, sem sagt var um Hrafn á Eyri, að »af slíkri rausn Hrafns var sem brú væri á hvorumtveggja firðinum — Dreiða- firði og Arnarfirði — fyrir hverjum sem fara vildi* — því að Kristleifur býr ekki við sjó, en hitt er víst, að settur sem hann er, í fjölfarinni þjóðbraut og við síma, mæða á honum ótal erindi fyrir nábúa og aðkom- andi, sem hann öll leysir með mestu ánægju og rögg. Ekki verður það heldur sagt um Kristleif, sem sagt var um Hrafn, að »svo fylgdi hans lækningum mikill guðs kraftur, að margir gengu heilir frá hans fundi, þeir er banvænir kómu til hans fyrir vanheilsu sakir« — því að Kristleifur er ekki læknir. En hitt hygg jeg óhætt að fullyrða að undantekning sje að gestur fari ekki ljettari í skapi frá Stóra-Kroppi, en þangað kom, hvort sem því hafa valdið góð erindislok, glaðværð hjónanna og hlýjar viðtökur, eða sögur, fróðleikur og kveðskapur bónda, er bar á góma. En hið þriðja á bókstaflega við um Kristleif, sem sagt var um Hrafn, að >svo var bú Hrafns gagn- auðugt, að öllum mönnum var þar heimill matur, þeim er til sóttu og erinda sinna fóru, hvort sem þeir vildu setið hafa lengur eða skemur«. Dú Kristleifs á Stóra- Kroppi hefur lengi staðið með miklum blóma. Hefur hann búið þar bæði í fornum stýl og nýjum. I forn- um stýl hinna góðu gætnu búmanna, um fullkomið öryggi á mönnum og málleysingjum og hverskonar forsjá. I nýjum stýl um ýmislegar búnaðarframkvæmd- ir. Er ánægjulegt t. d. þegar komið er heim undir Stóra-Kropp að sjá hinn mikla túnauka til beggja handa frá þjóðveginum. Og þegar minst er viðtakanna sem bíða, er heim kemur, er sem Kristleifur hafi bók- staflega fylgt dæmi Geirríðar í Dorgardal, er »ljet gjöra skála sinn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóli og laðaði iíti gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á«. — Eins og annarstaðar á landinu hafa öldurnar með köflum risið nokkuð hátt í Dorgarfirði, bæði um stjórnmál og ýms fjelagsmál innanhjeraðs. Kristleifur hefur fullkomlega tekið sinn þátt í fjelagsmálum og int af höndum mörg trúnaðarstörf, en án þess að þurfa að dragast inn í deilurnar. »A friðstóli« í bestu merkingu hefur hann setið og á heimili hans hafa allir getað komið jafnan og notið sameiginlegrar ánægju við gestrisni þeirra hjóna og fróðleik bónda. I fullan mannsaldur hafa lipur Ijóð hans skemt mönn- um um Dorgarfjörð og víðar við mörg hátíðleg tæki- færi, unglingunum hafa gátur hans og gamanvísur skemt og margra vina og mætra manna hefur hann minst fallega. Síðustu árin er hann byrjaður á miklu fræðasafni, sem nefna mætti »Dorgfirskar minningar*. Eru það þættir úr menningar og búnaðarsögu hjer- aðsins frá öldinni sem leið og fram á þessa öld. Hefir hann farið með sumt úr því safni á mannfund- um og hlotið fyrir einróma lof. Jeg er ekki í vafa um, að þær minningar lifa lengur á vörum manna en rímurnar gömlu Snorra á Húsafelli. En kraftamaður verður Snorri gamli talinn meiri. Tr. Þ. 0

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.