Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 17
ÓÐINN 17 hvað frammi í afdölum þótti feiknum sæta um mikil- leik. Kemur það skemtilega og skoplega fyrir: „Akranes, Njarövíkur, Alþing’, æðst er þó Kaupmannahöfn". Og síðar í hvæðinu kemur enn þá fram íslend- ingurinn sem talar: „er kóngurinn háttaöur heima ei hasta á þegnana má“. Eigi varpar heldur ytri gyllingin ryki í augu hins heilbrigða og raunsæja Norðurhafsbúa: „Sagan er víÖa hin sama að syngi í því fánýta hæst“. Og „I námunda snoðhærður snattar sníkinn og auðmjúkur þjónn“. Geðjast ]akob líklega fult svo vel skaplyndi Halldórs Snorrasonar eða Göngu-Hrólfs sem þjónsins er »sník- inn snattar*. Voru þeir jafnóhræddir Halldór og Göngu-Hrólfur, þó að hirðtignaðir konungar ættu í hlut. Hefur Jakob þótt meira og mætara manngildið gyllingarlaust, en lítilmenskan og óheilindin í gullnu skrúði. Islensk alþýða ætti að launa Jakob vel starf hans, meðal annars með því að kaupa og lesa þær bækur, er frá honum fara. Hann er unnandi þess, sem best er og merkilegast í skapferli voru og menningu, og í honum eru ekki þær rotnunarveilur, er því fá orkað, að tárastraum vaða að hnjám sum yngri ljóðskáldin, svo sem jötnar óðu jörðu. Og það er víst, að Jakob mun ávalt fús til að vera á verði um heilbrigði og andlega hreysti þessarar þjóðar. Vel sje honum, og hirði jeg aldrei um það, þótt nokkurir kunni þeir að vera, er telji hann að einhverju óheflaðan að orðfæri og líkingum. Hans sess er vel setinn og eigi verður honum þaðan rýmt af sumum þeim, er mundu kjósa veg hans minni en verða mun hann meðal þjóðar- innar. Og munu eigi önnur skáld á hans aldri eiga weiri ítök í íslensku sveitafólki. Hef jeg í grein þessari viljað stuðla að því, að sem flestir þeirra, er eigi þekkja ljóð hans, kynni s)er þau, en orðið hef jeg að fylgja aðaldráttunum °9 velja tilvitnanirnar svo sem þær best hæfðu til að einkenna hinar ýmsu hliðar skáldsins, og að sumu án þess að þar gætu orðið fyrir valinu þeir molarnir, er fegurst kljúfa geislana. Enn fremur vildi )eg styðja að því með grein þessari, að nokkuð ykist við þann viðurkenningarvott, sem er svo að kalla hin einu laun velgerðamanna þessarar þjóðar — og er hann þó eigi ávalt falur fyr en um seinan. Reykjavík í mars 1924. Guðmundur Gíslason Hagalín. SL Fjögur kvæöi. Skemstir dagar. Föl er nú fold og farin blóma, naktar bjarkir næðir. Hljótt er í hlíðum, heiðló flogin. Krumminn einn um kveðskap. Syfjuð er sól og sein að rísa, helsti stutt að starfi. Vonskast vindar og vasa margt, vikastrákar vetrar. Dauft er í dal, en dröfn í fjarska dimmum rómi drynur. Oldur og þang út við óbygð nes leika sjer að líkum. Læðist um leiti ljósklædd vera, kyrlát, hljóð og kvíðin, aldrei óhrædd um ofsóknir vals, sú er þó prúð og saklaus. Einbúi í urð um óskir sínar gaggar — gjörsnauð tófa. Gafst henni í gær ein grannholda mús í leit sinni um þingmannaleið. Eru æfikjör af ýmsum toga

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.