Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 37
ÓÐINN 37 Hús Eimskipafjelagsins í Reykjavík. Stofnfundur fje- lagsins var hald- inn í Reykjavík hinn 17. janúar 1914. Þar vóru samin lög handa fjelaginu og kosin stjórn og gerðar allar nauð- synlegar ráðstafanir til framtíðarreksturs þess. Hin fyrsta stjórn var skipuð þessum mönnum: Sveinn Björnsson (form.), Halldór Daníelsson (varaform.), Ólafur John- son (ritari), Garðar Gíslason (vararitari), Eggert Claessen (gjaldkeri), ]ón Gunnarsson og Olgeir Frið- geirsson. Hafði stjórnin samkv. lögum sjálf skift með sjer störfum. Hið fyrsta verk stjórnarinnar var að ráða starfs- menn og semja um byggingu skipanna. Útgerðar- stjóri var ráðinn Emil Níelsen, sem hafði þá í mörg ár verið skipstjóri á skipum »Thore«-fjelagsins, en skrifstofustjóri Sigurður Guðmundsson, afgreiðslumað- ur sama fjelags í Reykjavík. Um allmörg tilboð var að velja með skipin og var tekið því sem kom frá »A/S Köbenhavns Flydedok og Skibsværft«. Var um- samið hvenær smíði hinna tveggja skipa skyldi lokið. En sökum tafa af völdum ófriðarins mikla, sem hófst síðla sumars 1914, gat afhending þeirra eigi farið fram svo snemma. Suðurlandskipið, sem hlaut nafnið »Gullfoss«, lagði af stað heim til Islands 1. apríl 1915, en hitt skipið, »Goðafoss«, 19. júní s. á. Mjög var til skipanna vandað, og hlaut skipasmíða- stöðin alment lof fyrir, hve vel hún leysti verk sitt af hendi, enda hefur hún síðan verið stöðugur skiftavin- ur Eimskipafjelagsins og landssjóðs. Hin fyrsta skrifstofa Eimskipafjelagsins var í Hafn- arstræti 10. En í bruna miklum, sem varð í Reykja- vík, fórst það hús, og brunnu þar með mestöll skjöl fjelagsins. þar með skráin yfir hluthafana; hana tókst samt að semja að nýju. En mjög varð bruninn til tjóns og óþæginda í bráð. Var svo fengið húsnæði fyrir skrifstofuna í Hafnarstræti 16 og þar var hún uns hún fluttist í hið nýja hús fjelagsins sumarið 1921. Þegar skipin^ komu til landsins í fyrsta sinn, var þeim tekið með miklum fögnuði, enda var öllum ljóst, að lengi hafði þeirra verið þörf en nú nauðsyn, þar sem ófriðurinn var búinn að trufla allar samgöngur milli íslands og útlanda, og hin erlendu eimskipafje- lög farin að draga sig í hlje með ferðir hingað. Enn fremur var það vor hafís, sem mjög hafði hindrað skipagöngur norðanlands einkum til Húnaflóans. Goða- foss fór hiklaust gegnum hafísinn og komst á allar hafnir sem honum var ætlað eins og ekkert væri í vegi. Var skipstjórinn síðar sæmdur heiðursgjöf fyrir ferðina af Skagfirðingum og Húnvetningum. Rekstur fjelagsins 1915 gekk að flestu vel, og varð hagnaður af ferðunum vonum betri, þrátt fyrir það, að engin hækkun var gerð á flutningsgjöldunum frá venjulegum taksta á undan stríðinu, en útgerðarkostnað- ur talsvert farinn að hækka af ófriðarins völdum beint og óbeinlínis (tafir erlendis). Fyrsta árið var siglt til Kaupmannahafnar og Leith, og Gullfoss fór eina ferð til New-York. Næsta ár, 1916, var ferðum skipanna haldið áfram með líku fyrirkomulagi og fyrsta árið. Um haustið "^K; 1 1 ¦"v ¦' "• "*-•!? -?¦ _PV|I _______ r ' "4 ||.ir 1 _s ____*-* ' iM ii •'í i «s m Wssm—m* _¦_" 1 |Br'' ?¦ _x œsSit m áWí ^" m f h ""W___ ^^^""Í - '•«¦¦ ¦_5_5___r _ /__¦ _________ ¥ -— ¦' i _TÍp M fi'^m ___3 i W^^^Wi F^ 1 1 ¦ -Mf m ' H ¦ ¦'* * ai' 1 ¦¦< ° 1 II f'á B --fi * mP ¦.--rH* ** r^hmrnJtli "4 k_e. < « _* ¦ •>.- Herbergi stjórnar Eimskipafjelagsins.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.