Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 22
22
ÓÐINN
Flæmast þeir á fossum
fimbulrasta;
rekst hver annan á.
Einn flýtur uppi,
annar í kafi
fram að Feigðarströnd.
Roðnir geirar glampa;
gráir mekkir
stíga himinhátt.
Vfir öldur
eldi lostnar
steypist banablóð.
Svellur mjer í sálu
sárum hreimi
hafsins hrannagrýr.
— Skilar hverri skeið
úr skauti hranna
fall — að Feigðarströnd.
Jón Magnússon.
V
Þrælar Ingólfs.
Þeir þræða með vogum um víkur og lón,
um vegleysur, urðir og sanda.
Og hugrakkir sigra þeir hættur og tjón
og hindranir ógengra stranda.
Þeir staldra um stormkaldar nætur
með stirða og ilsára fætur.
Þótt virðist það skamt er þeim ganglúnum gengst
um grjóthrjúfa útnesja-tanga,
að kanna sem nánast og komast sem lengst
er kapp þeirra vordaginn langa.
Og sveittir með sólbrenda vanga
með sænum þeir leitandi ganga.
En náttúran ljómar þeim íslenska öll
sem algróinn frjóviða-baðmur:
Þær heiðarnar bláu og himingnæf fjöll
og hafið sem útbreiddur faðmur.
í lofti fer víðfleygur vængur,
í vötnunum straumkleyfur hængur.
Og hlutverkið unnið að endingu var,
og öndvegissúlur þar reistar
sem hamingja Ingólfs af hafi þær bar.
Og hollvilja guðanna treystar
þær standa, þótt stormarnir þjóti
og stofnviði aldanna brjóti.
En þrælarnir fóru þar fyrstir um land,
sem frægt hefur landnemans saga.
En spor þeirra grófust í gleymskunnar sand
um gjörvalla tímanna daga.
— Þeir vegsemdir herra síns hófu,
en hlut þeirra örlögin grófu.
Og enn ganga fótsárir lýðir í leit
um langvegu nætur og daga.
En heimurinn ekkert um árangur veit,
því oft er hún gleymin, hún Saga.
— Þeir trúlyndir erja um aldir
en eru þó gleymskunni faldir.
Jón Magnússon.
SL
Finnur Björnsson og Bergþóra
Helgadóttir
hjón á Geirólfsstöðum í Skriðdal.
Finnur Björnsson er fæddur á Geithellum á Álfta-
firði 20. desember 1851. Faðir hans var merkisbónd-
inn Björn Antóníusson á Geithellum, síðar Hnaukum
og loks á Flugustöðum, þektur um alt Austurland
undir nafinn: Björn á Flugustöðum. Kona hans og
móðir Finns var Kristín Sigurðardóttir, hreppstjóra í
Múla, Brynjólfssonar prófasts í Eydölum.
Faðir Björns á Flugustöðum og afi Finns var
Antóníus hreppstjóri á Hálsi í Hálsþinghá, Sigurðsson,
bónda í Hamarsseli, Antóníussonar, bónda á Hamri,
Árnasonar, bónda í Bragðavallaseli, ]ónssonar, prests
á Hálsi, Höskuldssonar (þó er nokkur vafi á því,
hvort Árni var sonur sjera Jóns Höskulssonar, eða
hann var ættaður úr Árnessýslu). Þetta var góð bænda-
ætt, mann fram af manni. Móðir Björns á Flugustöð-
um og amma Finns var síðari kona Antóníusar hrepp-
stjóra á Hálsi, Þórunn Jónsdóttir, stjúpdóttir Guð-
mundar prests Skaftasonar í Berufirði. Faðir hennar
var Jón Jónsson bóndi á Brimnesi við Seyðisfjörð.
Kona hans og móðir Þórunnar var Sigríður Jónsdótt-