Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 13
O Ð I N N 13 Þar sem kastað er úlfúð og áhyggju' á glæ og alföður dómsorðið falið, í víðsýnisheiði, við hlýindablæ, jeg hjá ykkur stund hefi dvalið. Minn innræna hug og mitt útræna blóð í einingu finn jeg því streyma. Eitt handtak að síðustu' og lítið ljóð, sem lengi á þökk mína að geyma. Siguvjón Friðjónsson. Mi lakob Thórarensen skáld. „Inngangur". I »Óðni« 1913 er greinarstúfur eftir Þorstein skáld og ritstjóra Gíslason, um Jakob Thórarensen. Var Jakob þá fyrir nokkru tekinn að birta kvæði sín — og eftir því, sem sjeð verður á grein Þorsteins, virð- ist hann þar kynna Jakob fyrir þær sakir, að ýmsir hafi gerst ærið forvitnir um það, hver sá væri, er í ljóði veldi sjer svo lítt rudda vegi, ýmist fjallasýn eða á flúðum frammi. Nú er það á alþjóðar vitorði, hver Jakob erf sem og það, að hann heldur mjög uppteknum hætti, dorgar lítt við smáfiskinn á grunnmiðum, en rær á djúpmið eftir hákarli og kýs frekar >beinu skeiðin«, þar sem blasir við »brattur háls, en greiðfærlegur*, en hirðir eigi um að fara að dæmi þeirra, er hann segir um: „ . . . Samt var kosin krókaleiðin, klungrurn bólginn óravegur". En þrátt fyrir þau kynni, er þjóðin hefur haft af Jakob, vil jeg nú drepa á það, hversu æfi hans hef- ur verið farið — og síðan minnast á skáldskap hans. Og er jeg nú bið lesandann að fylgja mjer um götur skáldsins, þarf hann ekki að búast við að jeg segi: þarna datt Jakob ofan í — eða: þarna fjell skáldið hnjeskít. En jeg mun reyna að sýna það, hvar hann hefur rutt leið og sett upp markastein við veginn. Æfiatriði. Nokkra hríð þótti það í bókmentunum bera vott um andlegt víðsýni og frjálslyndi skálda og rithöfunda að láta pilta eða stúlkur af góðum ættum ganga að eiga dætur eða sonu ónytjunga, þjófa eða bófa. Venjulega var þetta gegn vilja foreldranna, er fengu hjá skáldinu illa útreið fyrir þröngsýni og ættardramb. En lengst- um mun það hafa verið skoðun íslendinga, að göf- ugt ætterni væri eigi lítilsvert atriði fyrir þroska og viðhald kynslóðanna. Og Jakob Thórarensen er ekki dúfa úr hrafnseggi komin. Hann er fæddur að Fossi í Hrútafirði 18. dag marsmánaðar 1886. Faðir hans heitir Jakob og er sonur Jakobs Thórarensen1) kaupmanns á Reykjar- firði, einhvers hins mesta dugandismanns og höfðingja á Vestfjörðum á sinni tíð. Hann var sonur Þórarins bónda í Skjaldar- vík í Eyjafirði, síðar verslunar- stjóra á Reykjar- firði, sonar Ste- fáns Thóraren- sen amtmanns. EnkonaÞórarins var Katrín, syst- ir Pjeturs Haf- steins amtmanns, föður Hannesar skálds og ráð- herra. Er því föðurætt Jakobs skáldaætt og höfðingja. Móðir Jakobs er Vil- helmína, dóttir Gísla á Fossi í Hrútafirði2) Sig- urðssonar að Felli í Kollafirði. Var Gísli hagorður maður og prýðilega greindur, skemtinn vel, sögumaður góður og áhugasamur um þjóðlegan fróðleik. Faðir hans, Sigurður, var og hinn merkasti maður. Var Gísli föðurbróðir Stefáns skálds frá Hvítadal og virð- ist skáldskapurinn þar einnig kynfylgja. A Fossi var Jakob til níu ára aldurs og síðan á ýmsum stöðum með móður sinni, en faðir hans var í siglingum vítt um heim. Komu nú þau ár, er Jakob skyldi gæta fjár, sitja yfir ám aleinn langt frá bæjum í misjöfnu veðri, þokum stormum og rigningum. Eru einkum þokurnar smalanum þyrnir í augum, ilt að gæta fjárins og umhverfið kvikt af ímynduðum verum, sem þjóðtrúin hefur mótað óafmáanlega í barnshug- ann. »Margt býr í þokunni«. Risavaxin ferlíki veifa 1) Um hann er grein í júníblaði „Óðins" 1908. 2) Mynd Gísla og æfiágrip er í marsblaði „Óðins" 1913. ]akob Thórarensen.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.