Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 16
16 OÐINN buskunni«, verður minnissfæð fyrir þau næmu og við- kvæmu listatök, sem þar eru tekin. Vjer sjáum kon- una, er seiðist við eldskinið »inn í forna sjafnarsælu« — og eigi er vandi af finna það, að skáldið ann verkfræðingnum í kvæðinu »Hrossa Dóra« fyllilega þess, að »aldrei mundi fært að brúa verstu ána í vitund hans«. Og nístingsbiturt kemur fram hið sorg- lega og hörmulega falska og hjáræna í samhljómi lífs- ins í kvæðinu »1 skugganum*. Stúlka er á leið að gifta sig. Fer hún í brúðarkjólinn, til þess að sýna hann unnusta sínum. Það, sem fram fer á leiðinni, er að eins hægt að lesa milli línanna. Og neyðarópin heyrir einungis elliær, karlægur karl. Og honum verð- ur að orði: „Fer hann enn að kyrja og kveina kattarskrattinn arfagulur". Meiri og miskunnarlausari bersögli er ekki til í nokkru íslensku kvæði. Oss hryllir við, en vér verð- um að drúpa höfði, því svona á lífið til falska tóna. En meðaumkun hans nær svo langt, að jafnvel tóf- an, sem sökóttast á við íslenskan búandmann, nýtur hennar. Er napurt að orði komist í kvæðinu «Tófan svanga«: „Svo fann hún grimman eitureld sem allar taugar brendi. Þá vissi hún meö vjelum feld hún var í dauðans hendi, því maður matinn sendí". En um leið og Jakob er manna fúsastur til að tala máli olnbogabarna lífsins, hellir hann úr skálum reiði og spotts yfir þá, er eitra lífið eða eru eins og svika- vefararnir í »Nýju fötunum keisarans«. Er þar sama, hvort um er að ræða kóng eða klerk, karl eða konu. Margt mætti til dæmis taka, en fátt eitt verður að duga. Mundi ekki konungum renna til rifja, ef þeir læsu og skildu kvæðið »Kongur«: „Hann dreymir og langar og veit hvað hann vill, að vaxa að dáðum og meira en sýnast, en þrár hans í hringiðu tískunnar týnast og torveld er framsókn, því vindstaða er ill. Quð styrki þig hugsjón, sem heimili átt við hjartastað konungsins, þú átt bátt". Eða það, sem sagt er um klerkinn, er raupar af því »ljómandi ljósi*, er »leiki um kirkjuna hans«: „Æ, spörum nú málskrúð og mas, þess meiri skal röksemdastyrkur. Þjer vitíð, ef vantaði gas, þá væri hjer þreifandi myrkur". Og það vill skáldið ráðleggja þeim, er eignast dað- urdrósir kaupstaðanna, að þeir taki sjer bústað á Hveravöllum, því að þar eignist þeir afskektan bæ. En löggjöfin og þjóðfjelagsskipunin í heild sinni fá eigi síður á hnútasvipunni að kenna en einstakar stjettir, æðri og lægri. Dugir þar að benda á kvæði eins og »Við gálgann« og »Hann stal«. Og svo langt kemst skáldið, er hann gefur gaum að því, hvert alt stefni, að honum finst fásinna, að landið skuli ekki »sökkva senn«, og fer honum þar eins og frænda hans Bjarna, er heldur vildi að landið sykki en að »læpuskapsódygðir« næðu þar völdum. En þó að svona syrti fyrir augum skáldsins, finst honum þó sem birti yfir öðruhvoru, því að þrátt fyrir alt verður ekki á það trúað, að hinir góðu og styrku eiginleikar verði nokkru sinni aldauða. ]akob er laus við allan skýjaglópslegan rembing og hugarspuna. Oerir hann drjúgum gaman að slíku í sumum kvæðum sínum og segir beiskan sannleika, því að lífið sannar mönnum það öðruhvoru á »svörtu kaffi« veruleikans, að draumagullið er ekki gjaldgeng vara. Og skoplega er í kvæðinu »Þegar andinn kem- ur« farið með slíkt efni: „Riðið er um á Mars og Mána; minna er um dýrðir, loft að grána. Hallar nú óðum undan fæti. Ekki' er það vænti jeg Bankastræti? Hesturinn verður ei hærra knúinn; holdið er komið — andinn flúinn. Og við og við kemur það fyrir, að skopið verður meinlaust hjá ]akob og beiskiunnar gætir eigi. Má þar t. d. nefna kvæðið »SkrattakolIur«, þar sem skáld- ið milli línanna segir með Heine: „Þetta er mannlegt, mildi drottinn", Og ljóslifandi er karlinn, þá er hann rekur höfuðið inn úr búrdyrunum og segir þessi orð, er lýsa hon- um betur en alt annað: „Skammastu þín nú, skrattakollur". Svona mætti halda áfram að tína til tilvitnanir og margt mætti segja um hverja einstaka bók. Þroska- munur er talsverður, ef borin eru saman fyrstu kvæð- in og hin síðustu. Fyrst er eins og fram komi ung- lingurinn, lítið eitt hikandi, þó að eigi sje vandasamt að sjá, hvert stefnt er. í síðari bókunum er komin fram full festa og unt að segja með vissu, hver þarna sje á ferð. Og fyrst og fremt er það íslend- ingur. Ef til vill sýnir ekkert kvæði betur en »Kaup- mannahöfn*, hve íslenskur ]akob er. Fyrst kemur það

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.