Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 29
ÓÐINN 29 einnig með list og ánægju. Sá, sem þetta ritar, man eftir með hvílíkum áhuga hún gekk að tóskaparvinn- unni á veturna; hafði hún þá vanalega 5—6 konur og karla sjer til aðstoðar. Hún sá um að fólkinu leið vel í alla staði og það var líka jafnan í góðu skapi og vann af Iyst. Þar var skrafað, sögur voru sagðar, gátur bornar upp og stundum sungin kvæði. Það var ekki ósvipað því sem danska skáldið Steen Blicher lýsir í hinni nafnkunnu, meistaralegu frásögu: »Æ Bindstouw«. Þegar starfinu var lokið fór hver heim til sín og hlakkaði þegar til að koma aftur til starfa næsta vetur. Hún kyntist ýmsum konum í Norðurþingeyjarsýslu og lærði ýmislegt af þeim og þær af henni og var hún ætíð velkominn gestur hjá þeim þegar hún heim- sótti þær. Hún var mjög greiðvikin við bágstadda og ósjerplægin, og það var hennar mesta gleði að geta hjálpað öðrum. Þrifnaður og hreinlæti var henni meðfætt og ætíð var alt hreint þar sem hún var; hafði hún jafnmikla óbeit á óhreinlæti, hvort það kom fram í orðum og hugsunarhætti, eða það stafaði af útvortis óþrifnaði. Alt sem var óhreint var henni hvimleitt og átti víst andstæði hennar. Það eru nú liðin 30 ár síðan Oline fór frá Raufar- höfn, og muna því varla konur, sem eru yngri en fertugar, eftir henni, en flestar, sem voru eldri en hún, eru nú dánar. En nokkrar konur sem voru á líku reki og hún, eða yngri, munu enn vera á lífi og munu þær kannast við þessa stuttorðu æfiminning og minn- ast hennar, sem jafnan vildi hjálpa þeim sem bágt áttu og bar hlýjan hug til Islands og íbúa þess, eftir þekkingu þá sem hún hafði af landinu, eftir tíu ára dvöl þar á hinum þroskamestu árum æfi sinnar. Frú Guðrún Björnsdóttir frá Bæ. Dáin 15. mars 1922. — Kveðja frá foreldrum. Þú gefin varst okkur á góðri heillastund og grerir eins og vorblóm í heimilisins lund. Og þú varst okkur alt af hin þyrnalausa rós, með þjer var okkur tendrað hið bjarta vonaljós. Og þitt var kærsta yndi að þerra grátnar brár, að þínum vilja skulu nú stöðvast sorgartár. Þú kvaddir góðan maka og kornungt jóð við brjóst, í kristilegri rósemd með brosi á vörum dóst. Af guði varstn send, til að gleðja vinalund, af guði varstu tekin á rjettri skapastund. Þú sendir okkur kveðju á síðstu lífsins stund, nú signum við þig látna í von um endurfund. Þú heyrðir við þitt andlát svo unaðsfagran óm, sem englar guðs þjer sungu rneð himinskærum róm. í friði drottins hvíldu nú Guðrún okkar góð, við gleðjumst með þjer bráðum við himnesk sólarljóð. K. Þ. m Málstreitan norska. Mönnum verður nú harla tíðrætt um norræna menningarsamvinnu. En það er augljóst, að ef sam- vinna á að eiga sjer stað, verður þekking að fara á undan, og þá einkum þekking á þeim menningar hreyfingum, sem efstar eru á baugi. Merkasta menningarhreyfing nútímans í Noregi er efalaust málhreyfingin — sú hreyfing, sem að því vinnur, að gera norska tungu að ritmáli í Noregi. Og þar sem hreyfing þessi er Islendingum fremur lítið kunn — og oft víst á hana litið gegnum dönsk gleraugu — ætla jeg að freista þess, að skýra hvernig norskir málmenn líta á hana. I stuttum fyrirlestri er að sjálfsögðu ekki unt að rekja allar orsakir málstreitunnar, eða gera sundur- liðaða grein fyrir sjálfum deilunum. Jeg mun því víkja að því einu, sem jeg tel mestu máli skifta. I raun rjettri er ekki að eins um að ræða deilur milli tveggja mála í landinu, heldur milli tveggja menn- inga. Og þessar deilur eiga rætur sínar að rekja langt aftur í tímann, aftur að þeirri hnignunaröld sem nefnd er danska öldin (dansketidi). Við Norðmennirnir höf- um oft og einatt og það með gildum rökum og góð- um kvartað um þá rangsleitni og þá illu meðferð, sem við áttum þá undir að búa. En það, sem við megum þó mest um kvarta, er vanmáttur sjálfra okk- ar þá, skortur hins sameinaða þjóðarvilja, skortur á trú og skortur á krafti til þess að lifa sjálfstæðu þjóð- ernislífi. Ibsen gat með nokkrum rjetti sagt það, að: »firehundred árig natten | ruget over apekatten«, því

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.