Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 18
18 ÓÐINN og sum eru nísk á sælu. Ei er, ungfrú góð, ást með fýkjum lífsins aðallitur. Vordægur. Vor. — Komin er siglingin sunnan um haf, þess sólglæsti, mjúkskreiði knör; sinn ljómandi varning það losar nú af í lendingar sjehverri vör. Og brekkan spyr: »Vor, hverju bugarðu að mjer?« svo bíður hún siðlát og prúð. »Þá iðgrænu svuntuna ætla jeg þjer, með íofið söleyjaskrúð«. »Þú gleymir ei mjer«, segir hóllin þar hjá og hvammur með gróanda kapp; og margt gefst þeim skrautið, en móarnir grá til menja fá geldingahnapp. Eins gægist fram hamarinn hýrari á svip, hann hvíslar að vorinu og hlær: »]eg ágirnist hálfpart einn gróandans grip«. Og grænku á hans bergsyllur slær. En hnjúkurinn álengdar horfir þar á og hlutunum tekur með ró. »Eigð' grasklút*, kvað vorið, »en gættu þess þá, að gera 'hann ei hvítan af snjó«. En glókollar jökla sjer gamna við ský; ei gjafir af blómum þeir fá. Þeir skína af ánægju eins fyrir því, — hið inndæla í fjarlægð að sjá. Og margt er nú hjalað í hlíð og í dal, á hjallanum glatt er að sjá. Þar gefur sig lækur við lindina á tal, og loks ná þau saman í á. En fleira er sem vorið í barminum ber, sem bæði er fjörugt og kátt, því lóan og spóinn í lófa þess er og lyftast í heiðhvelið blátt. A mosunum gráu og móanna rýrð er munað og hljómleika' að fá hjá söngmeyjum smáum, er daglangt um dýrð og dásemdir kveðast þar á. Já, fögur og mikil er vegsemd þín vor, en vandinn mun fylgja henni sá, þá hretviðrin hvetja úr hánorðri spor, að hjúkrun þarf blómæskan smá. Afaminníng. (Gísli Sigurðsson. F. 1837. D. 1919.) Dægurglamm og gleymsku nótt geta seint mjer dulið afa minn, þó margt sje fljótt mistri tímans hulið. Hann mig fyrstu skilningsskref skæddi og leiddi bæði. Sindruðu á tungu sögur, stef, söngvin mál og fræði. Hvílík þekking — þú varst mjer þjóð og land og álfa. Sýndir meðfram gegn um gler guð og eilífð sjálfa. Á það loft bar ekkert ský: Islands heimamenning dyggan talsmann átti í allri þinni kenning. Sitthvað fágætt sá jeg í sagnakistu þinni. Mjer gafst sífelt ný og ný nautn að velta í minni. — Sigrar lífsins, synd og vos silfrað máli högu. Þar að auki oftast bros yfir hverri sögu. Enda hvar sem komstu í bæ kveiktir hlátra og gleði. Mjög var karli og konu æ koman þín að geði. Veit jeg húmið hafa þrátt hús þó á þjer tekið. — Sorg og hel úr ýmsri átt að þjer söxin skekið. Sporin þess um þína brá þektust óbeinlínis,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.