Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 18
18 ÓÐINN og sum eru nísk á sælu. Ei er, ungfrú góð, ást með fýkjum lífsins aðallitur. Vordægur. Vor. — Komin er siglingin sunnan um haf, þess sólglæsti, mjúkskreiði knör; sinn ljómandi varning það losar nú af í lendingar sjehverri vör. Og brekkan spyr: »Vor, hverju bugarðu að mjer?« svo bíður hún siðlát og prúð. »Þá iðgrænu svuntuna ætla jeg þjer, með íofið sóleyjaskrúð*. »Þú gleymir ei mjer«, segir hóllin þar hjá og hvammur með gróanda kapp; og margt gefst þeim skrautið, en móarnir grá til menja fá geldingahnapp. Eins gægist fram hamarinn hýrari á svip, hann hvíslar að vorinu og hlær: »]eg ágirnist hálfpart einn gróandans grip«. Og grænku á hans bergsyllur slær. En hnjúkurinn álengdar horfir þar á og hlutunum tekur með ró. »Eigð’ grasklút*, kvað vorið, »en gættu þess þá, að gera ’hann ei hvítan af snjó«. En glókollar jökla sjer gamna við ský; ei gjafir af blómum þeir fá. Þeir skína af ánægju eins fyrir því, — hið inndæla í fjarlægð að sjá. Og margt er nú hjalað í hlíð og í dal, á hjallanum glatt er að sjá. Þar gefur sig lækur við lindina á tal, og loks ná þau saman í á. En fleira er sem vorið í barminum ber, sem bæði er fjörugt og kátt, því lóan og spóinn í lófa þess er og lyftast í heiðhvelið blátt. Á mosunum gráu og móanna rýrð er munað og hljómleika’ að fá hjá söngmeyjum smáum, er daglangt um dýrð og dásemdir kveðast þar á. ]á, fögur og mikil er vegsemd þín vor, en vandinn mun fylgja henni sá, þá hretviðrin hvetja úr hánorðri spor, að hjúkrun þarf blómæskan smá. Afaminning. (Gísli Sigurðsson. F. 1837. — D. 1919.) Dægurglamm og gleymsku nótt geta seint mjer dulið afa minn, þó margt sje fljótt mistri tímans hulið. Hann mig fyrstu skilningsskref skæddi og leiddi bæði. Sindruðu á tungu sögur, stef, söngvin mál og fræði. Hvílík þekking — þú varst mjer þjóð og land og álfa. Sýndir meðfram gegn um gler guð og eilífð sjálfa. Á það loft bar ekkert ský: Islands heimamenning dyggan talsmann átti í allri þinni kenning. Sitthvað fágætt sá jeg í sagnakistu þinni. Mjer gafst sífelt ný og ný nautn að velta í minni. — Sigrar lífsins, synd og vos silfrað máli högu. Þar að auki oftast bros yfir hverri sögu. Enda hvar sem komstu í bæ kveiktir hlátra og gleði. Mjög var karli og konu æ koman þín að geði. Veit jeg húmið hafa þrátt hús þó á þjer tekið. — Sorg og hel úr ýmsri átt að þjer söxin skekið. Sporin þess um þína brá þektust óbeinlínis,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.