Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 36
36 OÐINN Hjer á eftir skal með fáum orðum skýrt frá stofn- un Eimskipafjelagsins og störfum þess fram að síð- ustu áramótum. Qullfoss. lagður traustur hornsteinn öllum atvinnuvegum. Sje hjer eigi ofmælt, mun öllum koma saman um, að þá hafi Islendingar stigið gæfuspor þegar þeir tóku þá ákvörð- un »að standa eigi lengur sem gestir á leigðri gnoð«. Seinlæti hefur löngum þótt þjóðareinkenni Islend- inga. Svo gæfusamlega tókst samt til þegar hafist var handa um stofnun Eimskipafjelagsins, að þá var út af því brugðið. Fyrir tíu árum áttum við enga fleytu til millilandaferða eða hringferða umlandið. Hversemferð- ast vildi, hvort sem farið var til útlanda eða með strönd- um fram, varð að leita á náðir útlendra með farið. Eins fór með flutning á öllum vörum. Þar vóru það erlend skip, sem unnu verkið - og fengu flutningsgjaldið. En á þessu varð breyting skjótari og betri en flestir þorðu að vona. Nú gengur með ströndum fram nýtt og vandað skip, eign landsmanna sjálfra og skipað íslenskum mönnum. Milli landa sigla mörg skip, vand- aðri og betri en þau sem við áttum að venjast hjá hinum útlendu útgerðarfjelögum. I höfuðstað landsins hefur verið reist vandað stórhýsi og þaðan er útgerð skipanna stjórnað. Og enn er ótalið það sem mestu varðar. Það kom í ljós þegar á þurfti að halda, að við áttum völ margra góðra manna til þess að stýra fjelaginu og sigla skipunum. Kæmi nú engum til hug- ar að segja um íslendinga það sama og jónas forð- um, að »enginn kunni að sigla«. Fyrstu tildrög að stofnun Eimskipafjel. íslands — þegar undan eru skildar greinar í blöðum og tímarit- um — má telja, að í marts 1913 sendu um sextíu Reykvíkingar — mest kaupsýslumenn — út um land umburðarbrjef, þar sem almenningi var boðin þátttaka í stofnun hlutafjelags, er hefði það hlutverk, að halda uppi skipaferðum milli Islands og útlanda og með- fram ströndum landsins. Var lagt til að byrja skyldi með tveim millilandaskipum. Skyldi annað einkum halda uppi ferðum til Reykjavíkur og Vestfjarða, en hitt sigldi til hafna víðsvegar um landið, en þó einkum á Austur- og Norður-landi. Nauðsynlegt fje til að byrja með var talið ca. 880,000 kr. og væri þar af minst Goðafoss. Lagarfoss. 385,000 kr. hlutafje, hitt fengið að Iáni gegn veði í skipunum. Forgöngumennirnir kusu fyrirfækinu bráðabyrgða- stjórn til að annast framkvæmdir til væntanlegs stofn- fundar, og vóru þessir kosnir: E. Claessen, Jón Björns- son, Jón Gunnarsson, Jón Þorláksson, Ó. G. Eyjólfs- son, Sveinn Djörnsson og Thor Jensen. Þótt eigi væri það beint tekið fram í hlutaútboðinu, var auðsjáanlega til þess ætlast, að hið væntanlega fjelag hjeti Eimskipafjelag Islands. Það kom bráðlega í ljós að undirtektir almennings um land alt urðu hinar bestu. Sama var að segja um Islendinga búsetta vestan hafs — en þangað var leitað með söfnun hlutafjárins. Og þegar nægilegu fje var lofað til þess að byggja mætti tvö skip, fór bráðabirgðastjórnin að leita fyrir sjer um tilboð í byggingu þeirra. Var fengið talsvert af álitlegum tilboðum áður en stofnfundur var haldinn. Enn fremur var búið að tryggja fjelaginu útgerðarstjóra. \

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.