Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 21
ÓÐINN
21
að hann hafi engan átt. — Ef þeir að eins þurftu
einhvers með, sam hann gat í tje látið, þá taldi hann
sjálfsagt að bæta úr þörf þeirra. Ekki ljet hann við
það sitja að flytja yfir, þá sem þeim megin komu að
firðinum og þurftu yfir að komast. Hann leyfði einnig
bóndanum, sem bjó hins vegar við fjörðinn, að gefa
merki, ef þar kom einhver sem þurfti eða óskaði
fjarðflutnings. Qjald tók hann aldrei fyrir greiða, en
ef einhver sótti það fast að borga fjarðflutning, þá
voru síðustu svör Carls, sem ekki varð um þokað:
»Eg tek ekkert, en auðvitað get jeg ekki bannað þjer
að gleðja piltana mína ef þú vilt«.
Carli var svo ljúft og ljett að láta í tje hverskonar
hjálpsemi og greiða. Hann var þannig innrættur, að
hann vildi hvers manns böl bæta, og kona hans var
gædd sömu höfðings-, rausnar- og líknarlund sem
hann sjálfur. Hvorugt þurfti hitt leyfis að biðja til að
hjálpa eða gefa. Hvort um sig átti vísa samúð og
samþykki hins þegar búið var, og hvort um sig sagði
hinu til, ef það vissi af einhverjum sem hjálparþurfi
var, en þrátt fyrir alt þeirra örlæti og rausn eru þau
búin að gera mýrarblettinn, sem þau keyptu 1896, að
höfuðbóli sveitarinnar. Kaupmenskan hygg jeg að
Carli hafi aldrei hugnæm verið. Hann gerði sjer sjald-
an far um að fá menn til að kaupa af sjer — latti
oft — en þó vildi hann alt af birgur vera af allri
nauðsynjavöru. Hygg jeg það hafi minna verið sprott-
ið af gróðavoninni en þeirri löngun að láta engan
synjandi frá sjer fara. Enda var honum ekkert orðtak
eins tamt og þetta forna:
„Ef þú finnur fátækan á förnum vegi,
þá geröu’ honum gott, en grætt ’hann eigi;
guð mun Iauna á efsta degi“.
Þessi staka var honum mjög munntöm og hann
minti stundum aðra á hana, ef honum fanst þeir
hvarla af mannúðarinnar braut. Sjálfur ljet hann aldrei
aðra hendina vita hvað hin gerði.
Sjávarútveg og landbúnað stundaði Carl aftur á
móti með miklum áhuga og dugnaði, enda mun hon-
um á þeim atvinnuvegum, miklu fremur en á versl-
uninni, hafa fjenast það sem til þess þurfti, að halda
)afn stórt og örlátt heimili, sem þeirra hjóna jafnan
uar, og láta eftir sig á dánardægri töluverð efni.
Carl hafði jafnan gaman af kappræðum. Var hann
þá oft fyndinn og meinlegur í orðum, en græskulaust
var það þó alt af, því ef hann fann að þeim, sem
hann átti orðastað við, sveið undan því, sem hann sagði,
þá hafði hann ágætt lag á því að snúa orðum sínum
í meinlaust gaman og sníða af þeim alla beiskju brodda.
Carl hafði mikinn áhuga á lands- og hjeraðs-málum.
Fylgdi hann sinni skoðun oft með allmiklu kappi, en
hafði þó í fylsta mæli þann kost, sem sjaldgæfan má
telja meðal áhugamanna í politík, að geta litið and-
stæðinga sína »rjettu auga«, sem kallað er, og sýnt
þeim sömu alúð og velvild sem sínum skoðanabræðr-
um, að því einu undanskildu, að víkja hársbreidd frá
því sem hann taldi rjett vera. Var hann oft ómildur
í dómum, en sneið þó jafnan af broddana, eins og
áður er sagt, ef hann varð þess var að undan sveið.
Þegar honum var otað til forustu, skoraðist hann jafn-
an undan. Kvaðst ekki vera því vaxinn að fara með
hana, svo sjer sjálfum líkaði, og því síður taldi hann
sig líklegan til þess að geta gert öðrum til hæfis.
Vildi hann að þeir reyndu sig sem þóttust »öðrum
snjallari«, en áskildi sjer rjett til að segja þeim »til
syndanna« þegar þeir væru búnir að »hlaupa af sjer
hornin«.
Haft er eftir gríska spekingnum Sólon, að engan
mætti sælan telja fyrir sitt endadægur. Eg tel Carl
sælan á sínu endadægri. Hann lætur eftir sig víð-
frægt rausnarheimili, sem allir sem þekkja minnast
með hlýum hug og þakklátsemi.
Hann lætur eftir sig 6 uppkomin efnileg börn og
nokkur fósturbörn. Er það mjög álitlegur arfur til
fósturjarðarinnar.
Hann lætur eftir sig hlýjar og þakklátar endur-
minningar ástvina, vina og allra, sem hann þektu. —
Og hann mun hafa flutt yfir landamæri lífs og dauða
án þess að honum hafi fylgt óvild eða þungur hugur
nokkurs manns. B. R. St.
SL
Flotar.
Svellur mjer í sálu
sárum hreimi
hafsins hrannagnýr;
stend jeg á strönd
og stari hljóður
út í heimsins húm.
Ótal sje jeg öldur
ægilegar,
komnar langa leið.
Fleyta þær fúnum
flekum áfram
undir múga manns.