Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.01.1924, Blaðsíða 27
OÐINN 27 Andrjes á Völlum. Andrjes Fjeldsted á Hvítárvöllum; langfremsti bóndi í Borgarfirði á marga lund síðasta þriðjung liðinnar aidar. Hugur snýr sjer heim á skeið hjeraðs míns, þar tignar-breið ekur móða á eilífs-vagni ofan tíðar þröngva sneið; hvast á báðar hliðar lítur huldri sýn, er áfram þýtur; lýstur sprota, og lífum slítur (lund er dauf á stundar-neyð); eða gleði-knippum kastar köldum hug til búa-rastar, eins og hetjur hreysti-fastar hentu gulli á þræla leið. Þannig Hvítá öld af öldum ymur dimt sem járn á skjöldum (ó-fangs vætt und vökum földum!) vestur snýr að sævar heim, — svo að felur hugstól höldum háski, eða dregur fjör af þeim. Ellegar hún bjartleit birtist (býsnum fráleit því, er virtist þegar klaka kufli girtist) kastar frá sjer ljóma og seim. Maður Hvítár upp hjá öldunt ólst í hreysti-þáttar tjcldum. Sá bar einn af öllum höldum yfir þveran Borgarfjörð, eins og Hvítá ánum hinum, eik af smærri skógar hlynum. Svo hann stóð hjá sínum vinum sem að bygðar hjeldu vörð. Andrjes hjet á Hvítárvöllum, hetja var í förum öllum; kominn út af köppum snjöllum. Kendi jeg vel þann hjeraðs-Njörð. Hann bar fljótsins undra-anda innan fósturbygðar stranda: ljet ei hefta víl nje vanda verk á sinni ættar-jörð. »Ætíð meira verk að vinna!« Von er þeir, sem fáu sinna, og störfin þrá að láta linna, lítist þessi kenning hörð. Mildur hann var heldur eigi hverjum snáða á sínum vegi. »Það sem eigi dugar, deyi!« Daufum var ei hvatning spörð. — Fljótsgyðjan að framtíð keppir, föstum eigi tökum sleppir; óskerð sigur-afrek hreppir: eykur jörð, og styttir fjörð. Svo var andi hans, er hjeðan hvarf, en djarfan vann, á meðan máttar-sprota lukku ljeðan ljek, og fylti þarfar skörð. Þó var Andrjes fleira en frækinn, fastúðgur og hreystisækinn; kunni fleira að munda en mækinn, meta fleira en gull og fje. Suðurlanda listaneisti lá þar blandinn norðurs hreysti, sem að vandann leit og leysti, Iífs hvar standi megin-vje: Hvítárvalla fegurð feldi í fagurgerð á mörgu kveldi; líkt og inn í æðra veldi eygð’ ’ann gegn um rósfáð trje! Leyndast spursmál lífsins er: lifa ber oss hjer á storð til að fylla munn og maga, — matar-troðin geymslu-ker? Eða nema hreim af heimi hvar sem náum fang á geimi; öldu bros á fjöl að festa, fella á töflur loftguðs orð! Þorsteinn úr Bæ. 0 Stökur. Foldunum fjarri. Gnúðu borðin breið og stór bárur sporðakaldar; þá var orðin ófær sjór, allar storðir faldar. Undir land. Þó að kvisti byljir borð, brimin hristi makka, vakir yst þín óðals-storð undir mistur-bakka.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.